mánudagur, október 18, 2004

Upplifun: Fyrsti vetrardagurinn

Rétt fyrir helgi tók ég eftir því hvað stéttin var þéttskipuð laufi. Mér varð litið upp og sá að það var nánast ekkert eftir í trjánum og hugsaði með mér: “Nú er haustið að klárast”. Viti menn, núna á mánudagsmorgni hnykkti veðrið á þessum orðum mínum með fíngerðum snjó sem fauk um í nöprum næðingi. Mikið var þetta kuldalegur morgunn. Fyrsti vetrardagur skólaársins.

Engin ummæli: