Ég byrjaði að kenna í gær. Skólinn minn er hluti af meðferðarúrræði Barna- og unglingageðdeildar (sem er í næsta húsi) og vorum við því einn fimm skóla sem fengu undanþágu frá verkfallinu. Satt að segja var ég ekki alveg tilbúinn. Þetta gerðist allt mjög hratt og ég hafði engin tök á að undirbúa mig og kom (líkt og aðrir kennarar skólans) svolítið "kaldur" til leiks. Dagurinn gekk frekar illa, eftir aðstæðum, enda eru nemendur skólans mjög erfiðir og ganga á lagið ef ramminn er ekki þeim mun skýrari.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli