fimmtudagur, desember 23, 2004

Daglegt líf: Jólaerillinn

Hjá okkur Vigdísi er einfalt gjafafyrirkomulag. Við förum í bæinn saman og splæsum á okkur eitthvað sem okkur hefur lengi vantað. Þetta er ríkulega gjöfin. Til að opna lítinn pakka á aðfangadag bætum við einum litlum við. Hún er meiri leikur og má ekki kosta meira en fyrirframgefin upphæð. Saman höfum við því eytt jólaerlinum vítt um bæinn, keypt frjálslega á okkur sjálf og markvisst handa öllum öðrum í leiðinni, laus við pakkafeluleik okkar á milli. Auðvitað endar þetta alltaf með því að við borðum saman í bænum. Pizza Hut er í uppáhaldi. Þar fengum við okkur gómsætan bita, hún Supreme og ég Zorba, sem stendur sannarlega undir nafni, samsett úr pepperoni, rauðlauki, tómötum, papriku, sveppum og feta-osti. Þetta var sko mjúk lending.

Engin ummæli: