fimmtudagur, desember 09, 2004

Pæling: Viðskiptahugsun

Í gærkvöldi settist ég niður með ís og heitri súkkulaðisósu ásamt Vigdísi og horfði á sjónvarpið. Í þættinum the L-Word skaut upp kollinum pæling sem líklega er flestum viðskiptafræðingum kunn, en sat lengi vel í mér. Ein sögupersónanna útlistaði hugmyndafræði sem ber að hafa í huga við kaup á allri vöru og þjónustu. Hún var sett fram sem þríhyrningur þar sem armarnir bera heitin "cheap", "fast" og "good". Allt eru þetta eftirsóknarverðir kostir vöru sem á að kaupa, en þeir fást nær aldrei allir samtímis. Varan getur hæglega verið ódýr og fengist strax, en þá er hún líklega léleg. Hún getur verið góð og fengist hratt, en þá er hún líkast til mjög dýr. Einnig getur hún einnig verið ódýr og góð en þá fæst hún ekki eftir pöntun. Varasamt er að reikna með að geta fengið góða hluti, á lágu verði, strax. Þá er best að staldra við og hugsa upp á nýtt. Það gera hins vegar fáir og fyrir vikið þrífast gróðabraskarar hver um annan þveran.

Engin ummæli: