Ég ákvað líka að vera góður við sjálfan mig í kvöld. Vigdís fór á kvöldvakt og í stað þess að híma í myrkrinu fór ég í leikfimi og eldaði mér góðan mat. Það er nauðsynlegt að næra líkamann og koma blóðrásinni af stað aftur, sérstaklega þegar þungar hugsanir sækja á mann. Ekki var úr miklu að moða en ég fann þó tortellini í skápnum og náði að búa til fína máltíð úr knöppum kosti. Tortellini-inu velti ég upp úr ólifuolíu og parmesan. Þá var maturinn strax vel ætur. Við þetta bætti ég nokkrum matarskeiðum af hreinum rjómaosti, saxaði nokkrar grænar ólifur og bætti grænu pestó-mauki við. Til að draga fram frísklegt bragð skar ég niður gúrku og bætti út í. Eðalmáltíð með pilsner.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli