laugardagur, desember 18, 2004

Netið: Ísland - Palestína

Nú er jólaerillinn framundan og margt í deiglunni. Nú þegar ég ég held áfram bloggskrifum mínum af sama krafti og tek ég í leiðinni nokkkur skref til baka og rek slóð okkar Vigdísar til fyrsta desember. Við Vigdís nutum þá saman jólahlaðborðs á Kaffi Reykjavík. Eftir drjúga stund og seðjandi máltíð röltum við fram hjá Gauknum. Þar var verið að setja upp tónleika í nafni frjálsrar Palestínu. Þetta fannst mér skemmtilegt í ljósi þess að ég er nýlega orðinn heitur talsmaður Palestínu. Á efnisskránni voru KK, Mugison og fleiri hljómsveitir sem ég kann ekki að nefna. Stemningin var afslöppuð og bar ekki keim af sterkum áróðri að öðru leyti en því að í anddyri voru til sölu varningur og áróðursbæklingar. Félagið Ísland Palestína er greinilega metnaðarfullt því bæklingarnir voru mjög efnismiklir og vandaðir. Um þetta vitnar heimasíða félagsins. Í beinum tengslum við þennan félagsskap eru ýmis önnur áhugaverð grasrótarsamtök og félagsskapur sem nauðsynlegt er að láta fylgja með þessari færslu (sjá neðar). Hvað tónleikunum hins vegar leið þá stóðu allir sig vel. KK sýndi snilld sína á gítarinn og Mugison fylgdi í kjölfarið og kom mér alveg í opna skjöldu. Þarf virkilega að tékka á honum.

Sjá neðangreindar síður: Annars vegar tenglanetið fólkið. Það tengir saman fólk sem vill standa að ýmsum aðgerðum og gjörningum í "flash-mob" stíl. Hins vegar Snarrót, vettvangur þar sem aktívistar geta komið saman, aflað sér fræðslu, skipulagt fundi, föndrað pólitísk skilaboð og ýmislegt fleira.

Engin ummæli: