laugardagur, febrúar 26, 2005
Upplifun: Fyrsta strætóferð ársins
Ég fór á vakt á sambýlinu í dag og verkefni dagsins var ánægjuleg bæjarferð í strætó með einum íbúanna. Auðvitað hafði ég ekið alla leið upp í Grafarvoginn, fyrir löngu orðinn samdauna bílnum, og fannst það óvenju frískandi að setjast upp í strætó og finna fyrir umhverfinu líða fram hjá. Það er eitthvað við það að sitja í strætó sem friðar sálina. Maður rennur saman við samfélagið. Er bara eins og hvert annað "fólk" og hendir frá sér skeiðklukkunni. Á bílnum er maður stöðugt að taka ákvarðanir um beygjur, hraða og stefnu en í strætó er slík tætingsleg hugsun merkingarlaus. Hugurinn er svo merkilega frjáls. Samt liðast allt mjög áreiðanlega áfram, þó hægt fari.
föstudagur, febrúar 25, 2005
Pæling: Ellefu sinnum hvað?
Yfirleitt tjái ég mig ekki um nemendur mína utan skólatíma enda er vera þeirra og meðferð viðkvæmt málefni. Hugmyndir þeirra eru annað mál. Er ég var að liðka til reiknigetu þeirra með margföldunartöflunni uppi á töflu spurði einn bráðger nemandi ögrandi spurningar: "Af hverju lærir maður ekki margföldunartöfluna upp fyrir tíu?". Við þessu hafði ég aðeins óljóst svar í þá veru að maður geti notað töflurnar fram að tíu sem grunn til að bjarga sér þegar komið er í hærri tölur. Þar með var ég farinn að skoða ellefusinnum-töfluna. Hún er ótrúlega flott og hreint lygilegt að hún skuli ekki vera kennd með það fyrir augum að opna augu nemenda fyrir fegurð stærðfræðinnar. Hún er einfaldlega svona: 1xN=NN, samanber:
11x1=11
11x2=22
11x3=33
Þannig gengur þetta áfram fyrirsjáanlega á þann veg að talan sem margfaldað er með endurtekur sig í tugasæti og einingasæti svarsins. Svona er þetta fram til níutíu og níu. Þá virðast hlutirnir breytast en gera það þó ekki í raun:
11x12=132
Hér hafa tólf farið í bæði tugasætið og einingasætið:
012
120
132
Sem þýðir að maður getur auðveldlega reiknað þetta í huganum með því að taka bara eininguna, setja hana á sinn stað, taka svo tuginn og setja hann í hundraðasætið og leggja svo saman tug og einingu til að finna út tuginn.
Dæmi: 11x34= 3 <3+4> 4 =374
Stundum þarf að geyma í huganum þegar eining + tugur er tíu eða meira, en það verður ekki erfitt því það flyst í mesta lagi einn heill yfir á hundraðið:
1
038
380
418
Þetta kemur furðufljótt með æfingunni.
11x1=11
11x2=22
11x3=33
Þannig gengur þetta áfram fyrirsjáanlega á þann veg að talan sem margfaldað er með endurtekur sig í tugasæti og einingasæti svarsins. Svona er þetta fram til níutíu og níu. Þá virðast hlutirnir breytast en gera það þó ekki í raun:
11x12=132
Hér hafa tólf farið í bæði tugasætið og einingasætið:
012
120
132
Sem þýðir að maður getur auðveldlega reiknað þetta í huganum með því að taka bara eininguna, setja hana á sinn stað, taka svo tuginn og setja hann í hundraðasætið og leggja svo saman tug og einingu til að finna út tuginn.
Dæmi: 11x34= 3 <3+4> 4 =374
Stundum þarf að geyma í huganum þegar eining + tugur er tíu eða meira, en það verður ekki erfitt því það flyst í mesta lagi einn heill yfir á hundraðið:
1
038
380
418
Þetta kemur furðufljótt með æfingunni.
sunnudagur, febrúar 20, 2005
Daglegt líf: Menningarhelgi
Ég tók mig til á föstudaginn og tók þátt í Vetrarhátíðinni með stæl. Sú þátttaka spannaði alla helgina og tók á sig ýmsar myndir. Ég var sem sé nýbúinn að skutla Vigdísi á þorrablót og fór þaðan í Perluna. Þar var Íslendingasögusafnið opið öllum í tilefni af Vetrarhátíðinni (og það átti við um öll söfn í Reykjavík þetta kvöld). Ég var mjög hrifinn af þessu fyrirkomulagi og gerði mér sérlegan krók á Kjarvalsstaði á leiðinni heim. Bæði söfnin voru mikil andleg innspýting. Safnið í Perlunni (sem ég man ekki hvað heitir í raun) er staðsett inni í einum tankinum og hýsir undraverða sviðsetningu á þekktum atriðum úr sagnabálki okkar. Þetta er frábær sýning, bæði fyrir okkur Íslendinga og erlenda gesti. Kjarvalsstaðir hýstu hins vegar allt annars konar sýningu og þar gekk ég inn á kynningarfyrirlestur um ævistarf Harðar Ágústssonar. Ég vissi ekkert um hann fyrirfram og það kom mér á óvart hvað hann hefur afrekað mikið, sérstaklega sem fræðimaður á sviði íslenskrar byggingarsögu. Það má segja að á sama hátt og Kjarval kenndi okkur að sjá fegurð í mosanum og hrauninu opnaði Hörður augu okkar fyrir eigin byggingarlistasögu. Á leiðinni út kíkti maður einn hring í Kjarvalsálmunni. Í gær hélt ég svo áfram. Þá komu kennarar úr Brúarskóla saman í heimahúsi. Þar var vart þverfótað fyrir skemmtilegu fólki. Þaðan var stefnt á ball á Nasa við undirspil hinna fjölþjóðlegu en alíslensku Spaða. Ótrúlega gaman að taka þátt í alvöru balli þar sem fólk kemur saman til að dansa með gamla laginu. Salurinn var enn iðandi af dansorku þegar við Vigdís læddumst heim upp úr eitt. Dagurinn í dag hefur því verið mjög rólegur. Ég hitti reyndar Birki samkvæmt nýlegri venju, og við kíktum m.a. á fréttaljósmyndasýninguna í Gerðasafni. Þetta var alveg frábær sýning og það kom mér á óvart að sjá á neðri hæð safnsins svart-hvíta sérsýningu Ragnars Axelssonar úr ferðum hans um fjarlæg hemshorn, m.a. til Síberíu. Það hreyfði við ýmsum minningum.
sunnudagur, febrúar 13, 2005
Fréttnæmt: Búferlaflutningar
Búferlaflutningar eru alltaf mögnuð upplifun. Í gær fluttu Jón Már og Margrét úr Vesturbænum (þar sem þau hafa búið í um tvö ár) í blokkaríbúð í Álfheimum. Ég verð að segja að þessi íbúð er ein best heppnaða blokkaríbúð sem ég hef séð. Hún er staðsett á vesturgaflinum og er því með sérlega rausnarlegt útsýni yfir Laugardalinn. Þarna stóð ég þögull góða stund eftir flutningana (hressandi hlaup upp og niður tvær hæðir) og virti hverfið vandlega fyrir mér. Mér hefur lengi fundist þetta vera "mitt" hverfi en líklegast hef ég hingað til búið í nær öllum öðrum hverfum borgarinnar á mínum skrautlega búsetuferli. Það má eflaust líta á það sem svo að ég sé að varða mér leið í átt að miðjunni, heimasvæðinu. En hvað sem því líður þá á flutningurinn milli hverfa hjá þeim Jóni og Margréti eflaust eftir að leiða af sér margar góðar og eftirminnilegar stundir.
fimmtudagur, febrúar 10, 2005
Matur: Túnfiskur á snittubrauði
Í gær höfðum við Vigdís það náðugt yfir vídeóspólu (The Village) og bjuggum til fljótlegan rækjurétt sem ætlar að verða einn af okkar uppáhaldsréttum. Auðveldur, ódýr og einmitt fínn fyrir stífluð vit (tabascosósa og pípar sjá fyrir því). Mér varð hugsað í leiðinni til baka og sá að ég hef ekki skrifað um mat nokkuð lengi og í raun vanrækt síðuna í doðanum undanfarnar vikur. Á þessum tíma fórum við Vigdís nefnilega í gegnum skemmtilega túnfisksviku. Það byrjaði með því að við keyptum okkur ferskan túnfisk (svokallaða túnfiskssteik). Ég var með tiltekinn rétt í huganum sem ég hafði bragðað hjá foreldrum mínum fyrir nokkrum misserum en komst að því - þegar ég var farinn að stað með þetta - að undirbúningsvinnan krafðist þess að fiskurinn lægi í marineringu yfir nótt. Í símanum sannaðist enn hið fornkveðna að jafnan séu góð ráð eru undir hverju móðurrifi því ég fékk aðra einfalda en ótrúlega góða uppskrift í staðinn. Svo er náttúrulega eins og við manninn mælt, nokkrum dögum síðar, fórum við Vigdís í mat til mömmu og fengum við að borða hinn réttinn. Ég hef því tvær uppskriftir hér fram að færa. Aðra þeirra (þessa einföldu og fljótlegu) birti ég hér en til að spara pláss vísa ég á hina gegnum uppskriftasíðuna mína.
1. Byrjum á því að skera ferskan engifer í skál og hella sojaolíu yfir (ca. 1 msk af engifer fyrir hverjar þrjár af olíu). Þetta er látið standa í nokkrar mínútur.
2. Skerið snittubrauð (u.þ.b. eitt á mann) niður í 1. cm. þykkar sneiðar. Þetta er penslað með ólífuolíu og sett í eldfast fat og inn í ofn. Hitað þar þangað til skorpan tekur smá lit.
3. Túnfiskur er einnig penslaður með olíunni og hann síðan grillaður (eða steiktur á rifflaðri pönnu) í eina og hálfa mínútu á hvorri hlið. Það skiptir máli að steikja hann ekki of lengi. Hann á að vera bleikur að innan. Fiskurinn er saltaður og pipraður eftir smekk.
4. Snittubrauðið er að lokum borið fram með litlum túnfisksneiðum (um 1 cm. þykkum) og sósunni hellt yfir.
Rétturinn minnir nokkuð á sushi-mat Japana. Bragðið kemur eflaust á óvart.
1. Byrjum á því að skera ferskan engifer í skál og hella sojaolíu yfir (ca. 1 msk af engifer fyrir hverjar þrjár af olíu). Þetta er látið standa í nokkrar mínútur.
2. Skerið snittubrauð (u.þ.b. eitt á mann) niður í 1. cm. þykkar sneiðar. Þetta er penslað með ólífuolíu og sett í eldfast fat og inn í ofn. Hitað þar þangað til skorpan tekur smá lit.
3. Túnfiskur er einnig penslaður með olíunni og hann síðan grillaður (eða steiktur á rifflaðri pönnu) í eina og hálfa mínútu á hvorri hlið. Það skiptir máli að steikja hann ekki of lengi. Hann á að vera bleikur að innan. Fiskurinn er saltaður og pipraður eftir smekk.
4. Snittubrauðið er að lokum borið fram með litlum túnfisksneiðum (um 1 cm. þykkum) og sósunni hellt yfir.
Rétturinn minnir nokkuð á sushi-mat Japana. Bragðið kemur eflaust á óvart.
miðvikudagur, febrúar 09, 2005
Tilkynning: Ekki kaupa svona síma!
Mitt í slappleikanum og doðanum bilaði heimasíminn (Doro 520). Hann dó í miðju simtali og hefur hvorki andvarpað síðan né blikkað. Í gær fór ég með hann í viðgerð og útlistaði ýmsa galla á honum sem hafa verið að pirra okkur Vigdísi frá fyrsta degi. Sá listi var langur og þrátt fyrir að ég fái ókeypis viðgerð (hann er enn í ábyrgð) langar mig ekki að taka við honum aftur. Það hvarflaði raunverulega að mér að skilja hann bara eftir. Af hverju? Hefst hér upptalning:
1. Ekki er hægt að stilla símann á "silent" þannig að ef maður vill sofa út eða hvílast eftir næturvakt þarf að láta símann á lægstu stillingu og geyma á afviknum stað.
2. Hringingarnar eru hvellar og leiðinlegar.
3. Símanúmerabirtirinn er meingallaður. Hann birtir ekki tímasetningu símtala heldur lista yfir númer í tímaröð. Á þeim lista safnast númerin bara upp þannig að enginn greinarmunur er gerður á eldgömlu númeri og glænýju. Maður þarf beinlínis að leggja á minnið hvar maður var staddur síðast á listanum til að vita hvaða hringingar hafa átt sér stað síðan þá.
4. Þetta er hleðslusími og hann virðist halda hleðslu frekar stutt (innan við 2 sólarhringar eftir margra tíma hleðslu).
5. Batterístáknið sýnir alltaf fulla hleðslu þar til hann á nokkrar sekúndur eftir. Þetta er álíka gagnlegt og að gefa stefnuljós eftir að maður er byrjaður að beygja. Það er því engin leið að átta sig á því hvort það er í lagi að hlaða hann yfir nótt (því hann þarf alltaf að tæmast fyrir hleðslu svo það grynnki ekki á rafhlöðunni).
6. Þegar hann er tómur koma tvö hvell píp. Gildir einu hvort um dag eða nótt er að ræða. Hann hefur því ótal oft vakið okkur frá værum svefni með slíkum tilkynningum.
7. Núna síðast, um daginn, dó hann drottni sínum, loksins. Varla er það hleðslan því við Vigdís komum til móts við tiktúrur símans í einu og öllu.
Nei, nú er mál að linni. Ég hef augastað á öðrum síma. Venjulegum veggföstum snúrusíma sem er einfaldur og áreiðanlegur. Heimasími verður að vera traustur. Þetta er öryggistæki. Gemsar mega vera leikföng, að mínu mati, en ekki heimasíminn.
1. Ekki er hægt að stilla símann á "silent" þannig að ef maður vill sofa út eða hvílast eftir næturvakt þarf að láta símann á lægstu stillingu og geyma á afviknum stað.
2. Hringingarnar eru hvellar og leiðinlegar.
3. Símanúmerabirtirinn er meingallaður. Hann birtir ekki tímasetningu símtala heldur lista yfir númer í tímaröð. Á þeim lista safnast númerin bara upp þannig að enginn greinarmunur er gerður á eldgömlu númeri og glænýju. Maður þarf beinlínis að leggja á minnið hvar maður var staddur síðast á listanum til að vita hvaða hringingar hafa átt sér stað síðan þá.
4. Þetta er hleðslusími og hann virðist halda hleðslu frekar stutt (innan við 2 sólarhringar eftir margra tíma hleðslu).
5. Batterístáknið sýnir alltaf fulla hleðslu þar til hann á nokkrar sekúndur eftir. Þetta er álíka gagnlegt og að gefa stefnuljós eftir að maður er byrjaður að beygja. Það er því engin leið að átta sig á því hvort það er í lagi að hlaða hann yfir nótt (því hann þarf alltaf að tæmast fyrir hleðslu svo það grynnki ekki á rafhlöðunni).
6. Þegar hann er tómur koma tvö hvell píp. Gildir einu hvort um dag eða nótt er að ræða. Hann hefur því ótal oft vakið okkur frá værum svefni með slíkum tilkynningum.
7. Núna síðast, um daginn, dó hann drottni sínum, loksins. Varla er það hleðslan því við Vigdís komum til móts við tiktúrur símans í einu og öllu.
Nei, nú er mál að linni. Ég hef augastað á öðrum síma. Venjulegum veggföstum snúrusíma sem er einfaldur og áreiðanlegur. Heimasími verður að vera traustur. Þetta er öryggistæki. Gemsar mega vera leikföng, að mínu mati, en ekki heimasíminn.
Daglegt líf: Veikindi, afmæli og frí.
Ég er búinn að vera með flensu undanfarna daga. Hún læddist að mér á föstudagskvöldið og hefur verið viðloðandi síðan, án þess þó að leggja mig í rúmið. Vigdís átti afmæli um helgina (28 ára) og ég tók á honum stóra mínum, í mínu tuskulega ástandi, og fór út að borða á laugardagskvöldið á Hornið og fór þar að auki í Bláa lónið daginn eftir þar sem við gerðum okkur glaðan dag. Lónið held ég að hafi gert mér bara gott enda fékk maður yl í kroppinn það sem eftir lifði dags. Ég dröslaði mér í vinnuna bæði á mánudag og þriðjudag og var stöðugt að snýta mér með tilheyrandi látum. Fór snemma heim báða dagana, þ.e. strax eftir kennslu. Ástæðan fyrir því að maður lætur sig hafa það að vinna í svona ástandi er sú að núna hefst vetrarfrí. Í dag er starfsdagur hjá kennurum og honum fylgir frí á fimmtudag og föstudag. Ég er víst einn þeirra sem veikjast helst í fríum, fékk síðast flensu um jólin. Annars ætla ég að láta það eiga sig að liggja fyrir flensu þessa dýrmætu frídaga framundan. Bryð bara engiferinn af nógu miklu krafti og drekk mitt te.
miðvikudagur, febrúar 02, 2005
Pæling: Tónlistarstefnur aðgreindar
Hvenær verður rokktónlist að pönki? Hver eru mörk kvikmyndatónlistar og klassískrar tónlistar? Hver er munurinn á rokkuðu poppi og poppuðu rokki? Þessar spurningar hef ég verið að glíma við undanfarna daga því ég á haug af geisladiskum með blönduðu efni sem ég ætla mér að dæla í tölvuna mína. Þetta er alls kyns tónlist sem ég jafnan hlusta ekki á vegna þess að lagasamsetningin á diskunum er full tætingsleg. Það getur stundum verið beinlínis vont að vaða úr einu í annað, til dæmis frá kántríballöðu yfir í uppátækjasama raftónlist. Helsti kosturinn við að nýta tölvuna sem hljómflutningstæki er einmitt sá að hún getur spilað tónlist eftir skýrum leitarskilyrðum. Þannig er hægt að setja af stað sína eigin útvarpsstöð heima við sem spilar tónlist af handahófi af tiltekinni gerð, allt eftir líðan manns sjálfs. Vandinn er hins vegar sá að það þarf að skilgreina hvert lag fyrir sig og átta sig á því hvaða tónlistarstefnu það tilheyrir. Þetta vekur upp ýmsar pælingar, opnar fyrir manni nýja sýn og kveikir enn meiri áhuga á tónlistinni.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)