sunnudagur, febrúar 13, 2005
Fréttnæmt: Búferlaflutningar
Búferlaflutningar eru alltaf mögnuð upplifun. Í gær fluttu Jón Már og Margrét úr Vesturbænum (þar sem þau hafa búið í um tvö ár) í blokkaríbúð í Álfheimum. Ég verð að segja að þessi íbúð er ein best heppnaða blokkaríbúð sem ég hef séð. Hún er staðsett á vesturgaflinum og er því með sérlega rausnarlegt útsýni yfir Laugardalinn. Þarna stóð ég þögull góða stund eftir flutningana (hressandi hlaup upp og niður tvær hæðir) og virti hverfið vandlega fyrir mér. Mér hefur lengi fundist þetta vera "mitt" hverfi en líklegast hef ég hingað til búið í nær öllum öðrum hverfum borgarinnar á mínum skrautlega búsetuferli. Það má eflaust líta á það sem svo að ég sé að varða mér leið í átt að miðjunni, heimasvæðinu. En hvað sem því líður þá á flutningurinn milli hverfa hjá þeim Jóni og Margréti eflaust eftir að leiða af sér margar góðar og eftirminnilegar stundir.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli