föstudagur, febrúar 25, 2005

Pæling: Ellefu sinnum hvað?

Yfirleitt tjái ég mig ekki um nemendur mína utan skólatíma enda er vera þeirra og meðferð viðkvæmt málefni. Hugmyndir þeirra eru annað mál. Er ég var að liðka til reiknigetu þeirra með margföldunartöflunni uppi á töflu spurði einn bráðger nemandi ögrandi spurningar: "Af hverju lærir maður ekki margföldunartöfluna upp fyrir tíu?". Við þessu hafði ég aðeins óljóst svar í þá veru að maður geti notað töflurnar fram að tíu sem grunn til að bjarga sér þegar komið er í hærri tölur. Þar með var ég farinn að skoða ellefusinnum-töfluna. Hún er ótrúlega flott og hreint lygilegt að hún skuli ekki vera kennd með það fyrir augum að opna augu nemenda fyrir fegurð stærðfræðinnar. Hún er einfaldlega svona: 1xN=NN, samanber:

11x1=11
11x2=22
11x3=33

Þannig gengur þetta áfram fyrirsjáanlega á þann veg að talan sem margfaldað er með endurtekur sig í tugasæti og einingasæti svarsins. Svona er þetta fram til níutíu og níu. Þá virðast hlutirnir breytast en gera það þó ekki í raun:

11x12=132

Hér hafa tólf farið í bæði tugasætið og einingasætið:
012
120
132

Sem þýðir að maður getur auðveldlega reiknað þetta í huganum með því að taka bara eininguna, setja hana á sinn stað, taka svo tuginn og setja hann í hundraðasætið og leggja svo saman tug og einingu til að finna út tuginn.

Dæmi: 11x34= 3 <3+4> 4 =374

Stundum þarf að geyma í huganum þegar eining + tugur er tíu eða meira, en það verður ekki erfitt því það flyst í mesta lagi einn heill yfir á hundraðið:

1
038
380
418

Þetta kemur furðufljótt með æfingunni.

Engin ummæli: