laugardagur, febrúar 26, 2005

Upplifun: Fyrsta strætóferð ársins

Ég fór á vakt á sambýlinu í dag og verkefni dagsins var ánægjuleg bæjarferð í strætó með einum íbúanna. Auðvitað hafði ég ekið alla leið upp í Grafarvoginn, fyrir löngu orðinn samdauna bílnum, og fannst það óvenju frískandi að setjast upp í strætó og finna fyrir umhverfinu líða fram hjá. Það er eitthvað við það að sitja í strætó sem friðar sálina. Maður rennur saman við samfélagið. Er bara eins og hvert annað "fólk" og hendir frá sér skeiðklukkunni. Á bílnum er maður stöðugt að taka ákvarðanir um beygjur, hraða og stefnu en í strætó er slík tætingsleg hugsun merkingarlaus. Hugurinn er svo merkilega frjáls. Samt liðast allt mjög áreiðanlega áfram, þó hægt fari.

Engin ummæli: