fimmtudagur, febrúar 23, 2006
Netið: Myndauppfærsla
Mér tókst að veikjast á mánudaginn var og sleppti úr tveimur vinnudögum í kjölfarið. Þetta var ekkert óskaplega svæsið. Bara hefðbundnar hitagusur og smá beinverkir og svoleiðis. Ég hafði meira að segja þokkalega matarlyst og gat alveg staulast um. Var bara nokkuð fínn seinni daginn. Tímann heima gat ég nýtt ágætlega til að sinna heimilinu. Það skilaði sér meðal annars á netið. Myndasíðan okkar hafði ekki verið uppfærð vikum saman og myndirnar (sem við erum áfram dugleg að taka) voru búnar að hrannast upp í tölvunni. Ég tók því smá skurk og setti inn slatta af nýjum myndum auk nokkurra frá "árdögum" vélarinnar (þegar við vorum uppi á fæðingardeildinni í desember). Endilega kíkið.
miðvikudagur, febrúar 22, 2006
Fréttnæmt: Vigtunarsaga, III. hluti
Síðan síðast hefur ljósan hitt okkur tvisvar, einu sinni hér og einu sinni á heislugæslustöðinni á Seltjarnarnesi. Vigtunarsagan heldur því áfram. Í fyrra skiptið vorum við á stöðinni og nutum því góðs af lengdarmælingu jafnframt:
30/1 (7 vikna): 4.18 kg og 54 sm
20/2 (10 vikna): 4.85 kg
Við eigum von á að skríða í sameiningu yfir fimm kílóa markið fyrir helgi með þessu framhaldi.
30/1 (7 vikna): 4.18 kg og 54 sm
20/2 (10 vikna): 4.85 kg
Við eigum von á að skríða í sameiningu yfir fimm kílóa markið fyrir helgi með þessu framhaldi.
mánudagur, febrúar 20, 2006
Pæling: Löng hugleiðing um Söngvakeppni
Eurovision söngvakeppnin er fyrirbæri sem ekki ætti að taka mjög alvarlega. Engu að síður er ekki hjá því komist að hnjóta um mörg samfélagsmein sem kristallast í þeim farsa sem nú er að baki. Ég vil setja spurningarmerki við kosninguna sem slíka, við imynd Silvíu (sem nú er í umboði opinberra aðila) og leyfi mér að efast um að þetta tiltekna lag, sem er að mörgu leyti skemmtilegt framlag, komi til með að höfða til Evrópusamfélagsins.
Svo maður byrji á byrjuninni þá er rétt að taka fram að Eurovision keppnin var óneitanlega glæsileg í alla staði. Fullt af góðum lögum, sum þeirra snilldarlega flutt, og öll umgjörðin við hæfi. Sigurlagið er smitandi og að mörgu leyti mjög vel samið. Leiksýningin í kringum það var ákaflega vel heppnuð, eins og öll ímynd Silvíu. Ég er samt mjög efins og að sumu leyti ósáttur. Mér finnst þessi sirkús hafa þrátt fyrir allt verið særandi fyrir réttlætiskennd mína (fremur en fegurðarskyn, ólíkt venjulegum Eurovisionkeppnum). Ég set spurningamerki við þrjú atriði.
1) Fyrirkomulag kosningarinnar:
Í kosningunni var ekki gætt jafnræðis milli laga né milli kynslóða kjósenda. Mögulegt er að sjá í gegnum fingur sér með það að laginu hafi verið lekið á netið í ljósi þess að önnur lög úr fyrri umferðum keppninnar voru hvort eð er komin í spilun. Útspil Páls með að hleypa fleiri lögum inn í úrslitakvöldið var klókt. Hins vegar finnst mér óafsakanlegt að hvert símanúmer skyldi hafa fengið fimm atkvæða rétt! Það gefur yngri kynslóðum forskot þar sem kosningatækið er þeirra helsta samskiptatæki. Þessa skoðun þarf ég að útskýra:
Það er lítið mál fyrir hvern sem er að senda inn eitt atkvæði. Það kunna allir að hringja. Það er hins vegar aðeins á færi þeirra sem kunna vel á símana sína og nota þá mikið til samskipta að endurvelja í sífellu og ná þannig að fullnýta fimmfaldan atkvæðisrétt sinn í þágu eins lags. SMS-kosning, sem einnig stóð til boða, gefur ungu kynslóðinni einnig forskot því það er vitað mál að eldri kynslóðirnar kunni lítið til verka á því sviði. Til hvers að hafa fimm atkvæði á númer? Nú, auðvitað til að græða sem mest á þessu. Það getur maður skilið. Hátíðin, eins myndarleg og hún var, er augljóslega mjög dýr. Það þjónar kosningunni ekki á neinn hátt að gefa hverju númeri kost á að velja sama lag fimm sinnum. Það endurspeglar vilja þjóðarinnar ekki betur að gefa þeim sem ákafastir eru kost á að hringja oftar. Þetta atriði veldur því að bilið milli kynslóða kjósenda greikkar enn meira því þeir sem eru komnir á sjálfræðisaldur eru meðvitaðri um bókhald sitt og ættu miklu fremur en unglingar og börn að átta sig á þeirri féþúfu sem kosningin gerir úr kjósendum. En það er ekki bara fjárhagslegt kæruleysi yngri kynslóða sem veldur því að það eyðir fleiri símtölum í kosningu af þessu tagi. Þessi kosning er beinlínis mikilvægari þeim en fullorðnum því þarna gefst þeim fátítt tækifæri til að láta rödd sína heyrast í samfélaginu. Það tækifæri er ekki nærri eins spennandi og ögrandi fyrir fullorðna áhorfendur sem lifað hafa tímana tvenna og líta á þetta sem lítilvæga kosningu samanborið við aðrar. Yngri kynslóðirnar fá hins vegar byr undir báða vængi. Það er með öðrum orðum fyrst og fremst verið að höfða til unglinga með símakosningunni og valda þar með miklu ójafnvægi á milli kynslóða. Við sáum að Regína hlaut yfirburðakosningu meðal hinna valkostanna en átti samt ekki möguleika. Þetta er rannsóknarefni sem vert er að taka upp fyrir næstu keppni og skoða hvernig standa ætti að kosningunni svo að hún endurspegli raunverulegan vilja þjóðarinnar í heild sinni.
2) Vafasöm ímynd öðlast viðurkenningu:
Ímynd Silvíu er leiksýning, eins og flestir vita. Það er hins vegar afar vafasamt að setja "glyðruhlutverkið", eins og það birtist okkur í keppninni, á stall fyrir framan alþjóð. Það er ekki það sama að birtast í eigin þætti, á eigin ábyrgð, hjá lítilli einkarekinni sjónvarpsstöð og að vera sendiherra Íslands erlendis í umboði Ríkisútvarpsins. Þegar hún birtist haugfull í viðtali við fréttastofu stöðvar tvö, nýbúin að rústa hótelherbergi, þá spyr maður sjálfan sig hvað hún sé að meina með þessu. Aftur minnir maður sig á að þetta er leiksýning enda allir uppábúnir fígúruklæðum sínum. Þetta er farsi. En það gerir málið enn alvarlegra. Hvar er siðgæðisvörður Ríkisútvarpsins núna sem meinar fólki að blóta í sjónvarpinu, auglýsa tóbak eða hampa áfengisneyslu? Hvaðan fékk Silvia einkarétt á að brjóta allar reglur með því að auglýsa kynímynd sína og líferni? Hvaða skilaboðum er verið að koma á framfæri? Eða er þetta bara grín? Hverju er þá verið að gera grín að? Það er ekki nóg að halda þessu fram því það er oft mjög stutt á milli ádeilu og dýrkun. Sem dæmi um það líta þeir, sem verða bitbein ádeilu grínista á borð við Spaugstofuna, venjulega á það sem einhvers konar upphafningu. Þarna er mjög skammt á milli. Er Silvía að gera grín að unglingakúltúrnum eða er þessi menningarheimur að vaða uppi í trássi við allar reglur og siðavenjur? Hér væri áhugavert að kanna viðhorf mismunandi kynslóða til sirkussins í kringum Silvíu. Hvað ætli krökkunum finnist um ýkta og afkáralega mynd hennar? Er hún að pota í þau og gera grín að þeim eða er hún talsmaður þeirra? Miðað við afgerandi kosningu virðist svarið liggja í augum uppi. Með sendiherrahlutverki Silvíu hefur ímynd hennar nú hlotið rækilega viðurkenningu opinberra aðila og í leiðinni blessun gagnvart þeim fjölmörgu sem ekki sjá í gegnum "leiksýninguna" og líta á Silvíu sem fyrirmynd. Skilaboðin geta verið mjög misvísandi fyrir móttækileg ungmenni sem eru um það bil að kynnast sjálfum sér sem kynverum. Við sem eldri erum getum hlegið, en það er svo sannarlega án ábyrgðar.
3) Sigurlíkur lagsins:
Ef maður hugsar út í líkindi þess að lagið nái árangri, án þess að það skipti í sjálfu sér nokkru máli, þá þarf að hafa í huga að aðdráttarafl Silvíu er ábyggilega mjög staðbundið. Erum við kannski búin að gleyma hvað hún fór í taugarnar á fólki í blábyrjun meðan maður var að átta sig á henni? Nú þegar maður áttar sig á "gervinu" má hafa gaman af þessu eða að minnst kosti umbera hana. Hún er snillingur á sínu sviði og óheftur og skapandi tjáningarmáti hennar getur verið mjög frískandi. En getur það skilað sér yfir í stóru keppnina? Það verður spennandi að sjá. Hins vegar er reynsla undanfarinna ára af því að senda staðbundnar unglinga- og barnastjörnur í keppnina ekki góð. Þetta fólk hefur þurft að vinna fyrir aðdáuninni hér heima með mikilli ballspilun eða sjónvarpsþáttagerð. Þegar á hólminn er komið hefur árangurinn, án víðtækrar viðkynningar, verið eftir því takmarkaður, jafnvel ömurlegur, svo ekki sér sterkar að orði kveðið. Til að eiga sjens þarf Silvía í raun að fara í myndarlega herferð og kynna sig Evrópu með sama hætti og Ruslana hér um árið. Viljum við það? Hún hefur að minnsta kosti einvalalið sér til stuðnings. Það verður vægast sagt áhugavert að sjá útkomuna.
Svo maður byrji á byrjuninni þá er rétt að taka fram að Eurovision keppnin var óneitanlega glæsileg í alla staði. Fullt af góðum lögum, sum þeirra snilldarlega flutt, og öll umgjörðin við hæfi. Sigurlagið er smitandi og að mörgu leyti mjög vel samið. Leiksýningin í kringum það var ákaflega vel heppnuð, eins og öll ímynd Silvíu. Ég er samt mjög efins og að sumu leyti ósáttur. Mér finnst þessi sirkús hafa þrátt fyrir allt verið særandi fyrir réttlætiskennd mína (fremur en fegurðarskyn, ólíkt venjulegum Eurovisionkeppnum). Ég set spurningamerki við þrjú atriði.
1) Fyrirkomulag kosningarinnar:
Í kosningunni var ekki gætt jafnræðis milli laga né milli kynslóða kjósenda. Mögulegt er að sjá í gegnum fingur sér með það að laginu hafi verið lekið á netið í ljósi þess að önnur lög úr fyrri umferðum keppninnar voru hvort eð er komin í spilun. Útspil Páls með að hleypa fleiri lögum inn í úrslitakvöldið var klókt. Hins vegar finnst mér óafsakanlegt að hvert símanúmer skyldi hafa fengið fimm atkvæða rétt! Það gefur yngri kynslóðum forskot þar sem kosningatækið er þeirra helsta samskiptatæki. Þessa skoðun þarf ég að útskýra:
Það er lítið mál fyrir hvern sem er að senda inn eitt atkvæði. Það kunna allir að hringja. Það er hins vegar aðeins á færi þeirra sem kunna vel á símana sína og nota þá mikið til samskipta að endurvelja í sífellu og ná þannig að fullnýta fimmfaldan atkvæðisrétt sinn í þágu eins lags. SMS-kosning, sem einnig stóð til boða, gefur ungu kynslóðinni einnig forskot því það er vitað mál að eldri kynslóðirnar kunni lítið til verka á því sviði. Til hvers að hafa fimm atkvæði á númer? Nú, auðvitað til að græða sem mest á þessu. Það getur maður skilið. Hátíðin, eins myndarleg og hún var, er augljóslega mjög dýr. Það þjónar kosningunni ekki á neinn hátt að gefa hverju númeri kost á að velja sama lag fimm sinnum. Það endurspeglar vilja þjóðarinnar ekki betur að gefa þeim sem ákafastir eru kost á að hringja oftar. Þetta atriði veldur því að bilið milli kynslóða kjósenda greikkar enn meira því þeir sem eru komnir á sjálfræðisaldur eru meðvitaðri um bókhald sitt og ættu miklu fremur en unglingar og börn að átta sig á þeirri féþúfu sem kosningin gerir úr kjósendum. En það er ekki bara fjárhagslegt kæruleysi yngri kynslóða sem veldur því að það eyðir fleiri símtölum í kosningu af þessu tagi. Þessi kosning er beinlínis mikilvægari þeim en fullorðnum því þarna gefst þeim fátítt tækifæri til að láta rödd sína heyrast í samfélaginu. Það tækifæri er ekki nærri eins spennandi og ögrandi fyrir fullorðna áhorfendur sem lifað hafa tímana tvenna og líta á þetta sem lítilvæga kosningu samanborið við aðrar. Yngri kynslóðirnar fá hins vegar byr undir báða vængi. Það er með öðrum orðum fyrst og fremst verið að höfða til unglinga með símakosningunni og valda þar með miklu ójafnvægi á milli kynslóða. Við sáum að Regína hlaut yfirburðakosningu meðal hinna valkostanna en átti samt ekki möguleika. Þetta er rannsóknarefni sem vert er að taka upp fyrir næstu keppni og skoða hvernig standa ætti að kosningunni svo að hún endurspegli raunverulegan vilja þjóðarinnar í heild sinni.
2) Vafasöm ímynd öðlast viðurkenningu:
Ímynd Silvíu er leiksýning, eins og flestir vita. Það er hins vegar afar vafasamt að setja "glyðruhlutverkið", eins og það birtist okkur í keppninni, á stall fyrir framan alþjóð. Það er ekki það sama að birtast í eigin þætti, á eigin ábyrgð, hjá lítilli einkarekinni sjónvarpsstöð og að vera sendiherra Íslands erlendis í umboði Ríkisútvarpsins. Þegar hún birtist haugfull í viðtali við fréttastofu stöðvar tvö, nýbúin að rústa hótelherbergi, þá spyr maður sjálfan sig hvað hún sé að meina með þessu. Aftur minnir maður sig á að þetta er leiksýning enda allir uppábúnir fígúruklæðum sínum. Þetta er farsi. En það gerir málið enn alvarlegra. Hvar er siðgæðisvörður Ríkisútvarpsins núna sem meinar fólki að blóta í sjónvarpinu, auglýsa tóbak eða hampa áfengisneyslu? Hvaðan fékk Silvia einkarétt á að brjóta allar reglur með því að auglýsa kynímynd sína og líferni? Hvaða skilaboðum er verið að koma á framfæri? Eða er þetta bara grín? Hverju er þá verið að gera grín að? Það er ekki nóg að halda þessu fram því það er oft mjög stutt á milli ádeilu og dýrkun. Sem dæmi um það líta þeir, sem verða bitbein ádeilu grínista á borð við Spaugstofuna, venjulega á það sem einhvers konar upphafningu. Þarna er mjög skammt á milli. Er Silvía að gera grín að unglingakúltúrnum eða er þessi menningarheimur að vaða uppi í trássi við allar reglur og siðavenjur? Hér væri áhugavert að kanna viðhorf mismunandi kynslóða til sirkussins í kringum Silvíu. Hvað ætli krökkunum finnist um ýkta og afkáralega mynd hennar? Er hún að pota í þau og gera grín að þeim eða er hún talsmaður þeirra? Miðað við afgerandi kosningu virðist svarið liggja í augum uppi. Með sendiherrahlutverki Silvíu hefur ímynd hennar nú hlotið rækilega viðurkenningu opinberra aðila og í leiðinni blessun gagnvart þeim fjölmörgu sem ekki sjá í gegnum "leiksýninguna" og líta á Silvíu sem fyrirmynd. Skilaboðin geta verið mjög misvísandi fyrir móttækileg ungmenni sem eru um það bil að kynnast sjálfum sér sem kynverum. Við sem eldri erum getum hlegið, en það er svo sannarlega án ábyrgðar.
3) Sigurlíkur lagsins:
Ef maður hugsar út í líkindi þess að lagið nái árangri, án þess að það skipti í sjálfu sér nokkru máli, þá þarf að hafa í huga að aðdráttarafl Silvíu er ábyggilega mjög staðbundið. Erum við kannski búin að gleyma hvað hún fór í taugarnar á fólki í blábyrjun meðan maður var að átta sig á henni? Nú þegar maður áttar sig á "gervinu" má hafa gaman af þessu eða að minnst kosti umbera hana. Hún er snillingur á sínu sviði og óheftur og skapandi tjáningarmáti hennar getur verið mjög frískandi. En getur það skilað sér yfir í stóru keppnina? Það verður spennandi að sjá. Hins vegar er reynsla undanfarinna ára af því að senda staðbundnar unglinga- og barnastjörnur í keppnina ekki góð. Þetta fólk hefur þurft að vinna fyrir aðdáuninni hér heima með mikilli ballspilun eða sjónvarpsþáttagerð. Þegar á hólminn er komið hefur árangurinn, án víðtækrar viðkynningar, verið eftir því takmarkaður, jafnvel ömurlegur, svo ekki sér sterkar að orði kveðið. Til að eiga sjens þarf Silvía í raun að fara í myndarlega herferð og kynna sig Evrópu með sama hætti og Ruslana hér um árið. Viljum við það? Hún hefur að minnsta kosti einvalalið sér til stuðnings. Það verður vægast sagt áhugavert að sjá útkomuna.
Upplifun: Bíókvalir
Bíóferðin um daginn var ekki eintóm gleði. Ég er búinn að vera með lítilsháttar hálsbólgu undanfarna daga og svolítið slappur. Til að bæta gráu ofan á svart hef ég líka verið með bólu á tungunni aftanverðri, svona til hliðar, þannig að hún straukst við jaxlana hægra megin. Ferlega óþægilegt. Ég hef eftir fremsta megni reynt að hlífa tungunni. Útkoman var sú að ég var hálf smámæltur um tíma, jafnvel "blæstur" (eins og Bubbi kóngur). En ég þraukaði, hálf pirraður.
Þegar ég fór í bíó, sem sagt, stóð ég andspænis frekar erfiðri ákvörðun: Átti ég að halda upp á fyrstu bíóferðina í óralangan tíma með pompi og pragt (poppi og pragt) eða sleppa poppinu. Sagan segir náttúrulega að ég tók freistandi ákvörðunina og maulaði popp af áfergju með góðum árangri í myrkrinu þrátt fyrir rammskakkt bitið, allt þar til gómurinn læstist andstyggilega í kinnina hinum megin. Sársaukatilfinningin var yfirgengileg í eitt andartak.
Nú sit ég uppi með ör þar sem enginn sér (sem rímar við gamalt ör í hinni kinninni).
Þegar ég fór í bíó, sem sagt, stóð ég andspænis frekar erfiðri ákvörðun: Átti ég að halda upp á fyrstu bíóferðina í óralangan tíma með pompi og pragt (poppi og pragt) eða sleppa poppinu. Sagan segir náttúrulega að ég tók freistandi ákvörðunina og maulaði popp af áfergju með góðum árangri í myrkrinu þrátt fyrir rammskakkt bitið, allt þar til gómurinn læstist andstyggilega í kinnina hinum megin. Sársaukatilfinningin var yfirgengileg í eitt andartak.
Nú sit ég uppi með ör þar sem enginn sér (sem rímar við gamalt ör í hinni kinninni).
sunnudagur, febrúar 19, 2006
Kvikmyndir: Munich
Ég skrapp í bíó rétt fyrir helgi. Það er í sjálfu sér ekki frásagnar vert nema fyrir það að ég hef ekki farið í bíó í um það bil eitt og hálft ár. Ég held að síðasta myndin sem ég sá var "Mystic River" eða hugsanlega "Farfuglamyndin" sem sló í gegn einhvern tímann í hitteðfyrra. Það þurfti virkilega stórmynd til, Munich, sem er nýjasta afurð Steven Spielbergs. Bróðir Vigdísar, Kristinn, var í slagtogi en hann er mikill aðdáandi Spielbergs. Ég er sjálfur hófsamur aðdáandi leikstjórans og lít svo á að hann sé afar mistækur en engu að síður meistari á sínu sviði. Hann er misjafn í bæði stíl og nálgun. Hann á það til að láta frá sér "alvöru" myndir öðru hvoru á milli glans- eða hasarmynda. Þessi mynd er svo sannarlega ein af þungavigtarmyndunum.
Myndin fjallar um hryðjuverkaárásina á ólympíuleikunum í Munchen 1972 og birtir þá umdeildu atburðarás stig af stigi í huga aðalleikarans og flettar hana þannig saman við leigumorðöldu sem fylgdi í kjölfarið um alla Evrópu. Það gengur allt upp í þessari mynd. Sjónræn áhrif hennar eru svo mögnuð að mér fannst beinlínis undarlegt að stíga úr rakaþungu sumarlofti Evrópu og út í frostkaldan og myrkan Vesturbæinn. Myndin hefur nánast áþreifanegan Evrópskan stíl áttunda áratugarins og minnir um marg á myrk meistaraverk kvikmyndasögunnar frá þeim tíma. Það er nostrað við smáatriðin til að gera upplifunina trúverðuga. Hver einasta sena er listaverk út af fyrir sig. Kvikmyndatakan og listræn stjórnun er eins og best verður á kosið. Það sem er líklega best við myndina er hins vegar það að leikstjórinn gætir vandlega að taka ekki afstöðu, hvorki með né gegn Ísraelum og þeirra málstað. Fyrir vikið er upplifunin miklu raunverulegri og gefur áhorfandanum svigrúm upp á eigin spýtur til þess að hugsa. Þessi mynd er mikið meistaraverk.
Myndin fjallar um hryðjuverkaárásina á ólympíuleikunum í Munchen 1972 og birtir þá umdeildu atburðarás stig af stigi í huga aðalleikarans og flettar hana þannig saman við leigumorðöldu sem fylgdi í kjölfarið um alla Evrópu. Það gengur allt upp í þessari mynd. Sjónræn áhrif hennar eru svo mögnuð að mér fannst beinlínis undarlegt að stíga úr rakaþungu sumarlofti Evrópu og út í frostkaldan og myrkan Vesturbæinn. Myndin hefur nánast áþreifanegan Evrópskan stíl áttunda áratugarins og minnir um marg á myrk meistaraverk kvikmyndasögunnar frá þeim tíma. Það er nostrað við smáatriðin til að gera upplifunina trúverðuga. Hver einasta sena er listaverk út af fyrir sig. Kvikmyndatakan og listræn stjórnun er eins og best verður á kosið. Það sem er líklega best við myndina er hins vegar það að leikstjórinn gætir vandlega að taka ekki afstöðu, hvorki með né gegn Ísraelum og þeirra málstað. Fyrir vikið er upplifunin miklu raunverulegri og gefur áhorfandanum svigrúm upp á eigin spýtur til þess að hugsa. Þessi mynd er mikið meistaraverk.
Netið: Bloggvilla
Undanfarna daga hefur eitthvað undarlegt verið að blogginu mínu. Ég er nýbúinn að klára 250 bloggfærslur og fagna því í hljóði. Hins vegar komst ég ekki lengra. Ég sló inn næstu færslu, og hún birtist á sínum stað, en hún hvarf um leið og ég sló inn næstu færslu. Hún vék beinlínis fyrir næstu færslu, sem hefði átt að vera færsla 252 en varð númer 251. Það var eins og einhver villa væri komin í kerfið; einhver undarlegur lás sem ég ekki kannaðist við. Það var eins og það væri bara pláss fyrir eina færslu í viðbót. Eins og gefur að skilja er það engan veginn nóg.
Í dag leystist þessi hnútur hins vegar skýringalaust. Ég var kominn á fremsta hlunn með að senda tæknimönnum Blogger fyrirspurn en get hins vegar látið þá eiga sig. Ég er sáttur við að vera laus við vesenið því fylgjandi og feginn því að geta loksins sent frá mér það sem ég hef ætlað að skrifa síðustu daga.
Í dag leystist þessi hnútur hins vegar skýringalaust. Ég var kominn á fremsta hlunn með að senda tæknimönnum Blogger fyrirspurn en get hins vegar látið þá eiga sig. Ég er sáttur við að vera laus við vesenið því fylgjandi og feginn því að geta loksins sent frá mér það sem ég hef ætlað að skrifa síðustu daga.
mánudagur, febrúar 13, 2006
Daglegt líf: Ýmsar uppákomur
Eitt og annað hefur á daga okkar Vigdísar drifið síðustu vikuna. Til að byrja með átti Vigdís afmæli fyrir viku síðan. Við héldum ekki neitt sérstaklega upp á það en engu að síður var talsverður gestagangur og huggulegheit heima. Við pöntuðum pitsu og horfðum svo tvö ein á spólu þegar allir voru farnir: Flightplan með Jodie Foster (Óvenjulegur sálfræðiþriller sem gerist nær eingöngu um borð í flugvél og heldur manni í "lausu lofti" nánast alveg til enda).
Í vikunni fékk ég síðan óvenjulegt símtal frá Gunnari Erni, fyrrum kórfélaga úr Voxinu og Háskólakórnum. Kórstjóri Voxins og Háskólakórsins frá árum áður, hann Egill Gunnarsson, varð fertugur í vikunni og hugmyndin var að smala saman gömlum karlakórsfélögum og birtast óvænt í afmælinu hans. Það var auðvitað rakið og stórskemmtilegt fyrir okkur alla, ekki síst hann sjálfan. Gaman að sjá hann eftir allan þennan tíma. Hann hefur búið á Ítalíu undanfarin fimm ár í tónsmíðanámi og svei mér ef hann er ekki farinn að líta út eins og þarlendur "maesto" með frjálslegt axlasítt hár.
Erilsöm vika endaði loks um helgina með því að ég hjálpaði Beggu systur að flytja milli húsa í Breiðholtinu, örfárra kílómetra leið, úr kjallara og upp á þriðju hæð (með geggjuðu útsýni). Hún á gríðarlega mikið af dóti og flutningarnir hefðu tekið óralangan tíma ef við heðfum ekki notið góðs af lyftara sem snaraði kössum, húsgögnum og öllu hugsanlegu upp á svalir. Þvílíkur léttir. Græjan gerði það að verkum að maður var bara þægilega lúinn þegar heim kom, en ekki ónýtur.
Í vikunni fékk ég síðan óvenjulegt símtal frá Gunnari Erni, fyrrum kórfélaga úr Voxinu og Háskólakórnum. Kórstjóri Voxins og Háskólakórsins frá árum áður, hann Egill Gunnarsson, varð fertugur í vikunni og hugmyndin var að smala saman gömlum karlakórsfélögum og birtast óvænt í afmælinu hans. Það var auðvitað rakið og stórskemmtilegt fyrir okkur alla, ekki síst hann sjálfan. Gaman að sjá hann eftir allan þennan tíma. Hann hefur búið á Ítalíu undanfarin fimm ár í tónsmíðanámi og svei mér ef hann er ekki farinn að líta út eins og þarlendur "maesto" með frjálslegt axlasítt hár.
Erilsöm vika endaði loks um helgina með því að ég hjálpaði Beggu systur að flytja milli húsa í Breiðholtinu, örfárra kílómetra leið, úr kjallara og upp á þriðju hæð (með geggjuðu útsýni). Hún á gríðarlega mikið af dóti og flutningarnir hefðu tekið óralangan tíma ef við heðfum ekki notið góðs af lyftara sem snaraði kössum, húsgögnum og öllu hugsanlegu upp á svalir. Þvílíkur léttir. Græjan gerði það að verkum að maður var bara þægilega lúinn þegar heim kom, en ekki ónýtur.
mánudagur, febrúar 06, 2006
Upplifun: Óbeinn harmur
Skrítið. Við Vigdís vorum eitthvað að reyna að horfa á Píanóleikarann, þessa dramatísku stórmynd Scorcese um helförina og útrýmingu gyðinga. Við erum búin að ætla okkur það lengi. Nú um helgina var látið vaða og við dugðum í rétt rúmlega hálftíma. Myndin fór eðlilega fyrir brjóstið á okkur en það var þó ekki verst að horfa upp á mann í hjólastól varpað fram af svölum og fjölskyldu hans skotna á færi í götunni fyrir neðan. Við því var að búast fyrirfram að átakanlegar senur af þessu tagi myndu slá mann utan undir. Það sem hins vegar dró úr okkur löngun til að halda áfram að horfa á myndina var eitthvað "saklausara", eins og barnsgrátur. Það var erfitt að heyra börn gráta stöðugt í bakgrunninum. Á þeim tímapunkti þegar örvæntingarfull móðir heldur á barni sínu og grátbiður nærstadda um vatn, af því barnið er að þorna upp, þá litum við Vigdís hvort á annað, sammála um að við hefðum ekki geð í að halda áfram. Ekki núna.
Við fórum upp í rúm að lesa, sem er alltaf jafn notalegt. Ég fann tímarit með sérstaka umfjöllun um ævi John Lennon og las kaflan um aðdragandanum að morðinu, með beinum tilvitnunum í öll vitni, nákvæma framvindu og öllum tímasetningum. Ég veit ekki hvers vegna ég fór rakleiðis í þennan kafla en hann var það vel skrifaður að mér fannst ég vera þarna á staðnum, bæði til að upplifa eftirvæntinguna eftir endurkomunni (hann hefði ekkert gert í ein fimm ár) og horfa upp á morðið, og missinn, og upplifa eftir á þessa heljarmiklu sorg. Magnað að einn maður skuli hafa svona áhrif á heimsbyggðina, sérstaklega ef maður ber þetta saman við helförina (hversu margar milljónir gyðinga þurftu að farast til að menn nenntu að muna eftir því?).
Við fórum upp í rúm að lesa, sem er alltaf jafn notalegt. Ég fann tímarit með sérstaka umfjöllun um ævi John Lennon og las kaflan um aðdragandanum að morðinu, með beinum tilvitnunum í öll vitni, nákvæma framvindu og öllum tímasetningum. Ég veit ekki hvers vegna ég fór rakleiðis í þennan kafla en hann var það vel skrifaður að mér fannst ég vera þarna á staðnum, bæði til að upplifa eftirvæntinguna eftir endurkomunni (hann hefði ekkert gert í ein fimm ár) og horfa upp á morðið, og missinn, og upplifa eftir á þessa heljarmiklu sorg. Magnað að einn maður skuli hafa svona áhrif á heimsbyggðina, sérstaklega ef maður ber þetta saman við helförina (hversu margar milljónir gyðinga þurftu að farast til að menn nenntu að muna eftir því?).
sunnudagur, febrúar 05, 2006
Fréttnæmt: Jarðarför
Afi Vigdísar í föðurætt andaðist nýlega og hann var jarðaður á föstudaginn var, blessuð sé minning hans. Hann lést í faðmi fjölskyldunnar og aðdragandinn og kringumstæður voru allar hinar ákjósanlegustu fyrir bæði hann og aðstandendur. Það var því friður og sátt sem ríkti í erfidrykkjunni eftir jarðarförina. Ég mætti sjálfur ekki fyrr en þá því okkur Vigdísi fannst eðlilegast að ég sinnti dóttur okkar heima á meðan jarðarförin stóð yfir. Þegar við mættum var ekki laust við að dóttir okkar drægi til sín talsverða athygli enda yngsti og nýjasti meðlimur ættarinnar. Við vorum fyrst í stað svolítið feimin við að stela hluta af athyglinni með þessu móti en eftir á að hyggja var það bara vel við hæfi því það minnti okkur á hverngi lífið gengur í hring og endurnýjast.
Föðurætt Vigdísar var þarna nánast öll saman komin og sáu þau flest dóttur okkar í fyrsta skipti (og ég þau sömuleiðis). Það vildi svo skemmtilega til að hún var að hluta til bláklædd og villti það fyrir um fólki fyrst í stað sem hélt, eiginlega óhjákvæmilega, að hún væri strákur (hvenær skyldi bleika og bláa kynjaskiptingin lognast út af?). En svo var spurt um nafn. Við gáfum ekkert upp enda ekki búin að ákveða neitt endanlega. Þá var okkur bent á að nöfnin Vigdís og Áslaug væru aðal ættarnöfnin. Þetta er nú eiginlega svolítið broslegt í ljósi þess að við höfum nú þegar eina Vigdísi á heimilinu og að Áslaug er einmitt nýfædd dóttir Kristjáns og Stellu í Danmörku. En við erum með ýmsar hugmyndir og erum svo sem ekkert að flýta okkur. Skírnin hefur verið tímasett og verður haldin á afmælisdegi mínum, átjánda mars.
Föðurætt Vigdísar var þarna nánast öll saman komin og sáu þau flest dóttur okkar í fyrsta skipti (og ég þau sömuleiðis). Það vildi svo skemmtilega til að hún var að hluta til bláklædd og villti það fyrir um fólki fyrst í stað sem hélt, eiginlega óhjákvæmilega, að hún væri strákur (hvenær skyldi bleika og bláa kynjaskiptingin lognast út af?). En svo var spurt um nafn. Við gáfum ekkert upp enda ekki búin að ákveða neitt endanlega. Þá var okkur bent á að nöfnin Vigdís og Áslaug væru aðal ættarnöfnin. Þetta er nú eiginlega svolítið broslegt í ljósi þess að við höfum nú þegar eina Vigdísi á heimilinu og að Áslaug er einmitt nýfædd dóttir Kristjáns og Stellu í Danmörku. En við erum með ýmsar hugmyndir og erum svo sem ekkert að flýta okkur. Skírnin hefur verið tímasett og verður haldin á afmælisdegi mínum, átjánda mars.
miðvikudagur, febrúar 01, 2006
Netið: Myndasíða
Eins og fram kom í lok desember þá fengum við Vigdís afar vandaða stafræna myndavél í jólagjöf. Með henni höfum við notið þess í drjúga stund að taka fjölskylduljósmyndir frá öllum hugsanlegum hliðum. Þær hafa hins vegar ekki læðst hingað á bloggið enn þá. Ástæðan er sú að við höfum gert annað vefsetur ábyrgt fyrir myndunum okkar. Flickr-síðan heldur glæsilega utan um fjölskyldualbúmið, bæði okkar og annarra. Þetta er snilldarsíða (eða -setur) sem heldur utan um myndasafnið vélrænt og raðar myndunum í tímaröð í eins konar dagatalsformi. Hér er allt hægt. Það má til dæmis slá inn leitarorð (svokallað "tag") og fá haug af myndum úr hinum og þessum myndasöfnum út frá hugtakinu sem leitað er eftir. En þetta er hins vegar leikur út af fyrir sig. Hér vil ég fyrst og fremst leggja áherslu á síðuna okkar í Granaskjólinu. Við höfum sett á netið tiltölulega fáar af þeim hundruðum mynda sem við höfum tekið. Við vönduðum okkur við valið á hverri mynd og við vonum að vel hafi tekist að blanda saman skemmtilegum, lýsandi og fjölbreyttum myndum sem vega hverja aðra upp, bæði fagurfræðilega og sem frásögn. Eðli málsins samkvæmt uppfærist þessi síða reglulega og því hvet ég lesendur til að kíkja reglulega á nýjustu færslur samhliða blogginu.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)