sunnudagur, febrúar 05, 2006

Fréttnæmt: Jarðarför

Afi Vigdísar í föðurætt andaðist nýlega og hann var jarðaður á föstudaginn var, blessuð sé minning hans. Hann lést í faðmi fjölskyldunnar og aðdragandinn og kringumstæður voru allar hinar ákjósanlegustu fyrir bæði hann og aðstandendur. Það var því friður og sátt sem ríkti í erfidrykkjunni eftir jarðarförina. Ég mætti sjálfur ekki fyrr en þá því okkur Vigdísi fannst eðlilegast að ég sinnti dóttur okkar heima á meðan jarðarförin stóð yfir. Þegar við mættum var ekki laust við að dóttir okkar drægi til sín talsverða athygli enda yngsti og nýjasti meðlimur ættarinnar. Við vorum fyrst í stað svolítið feimin við að stela hluta af athyglinni með þessu móti en eftir á að hyggja var það bara vel við hæfi því það minnti okkur á hverngi lífið gengur í hring og endurnýjast.

Föðurætt Vigdísar var þarna nánast öll saman komin og sáu þau flest dóttur okkar í fyrsta skipti (og ég þau sömuleiðis). Það vildi svo skemmtilega til að hún var að hluta til bláklædd og villti það fyrir um fólki fyrst í stað sem hélt, eiginlega óhjákvæmilega, að hún væri strákur (hvenær skyldi bleika og bláa kynjaskiptingin lognast út af?). En svo var spurt um nafn. Við gáfum ekkert upp enda ekki búin að ákveða neitt endanlega. Þá var okkur bent á að nöfnin Vigdís og Áslaug væru aðal ættarnöfnin. Þetta er nú eiginlega svolítið broslegt í ljósi þess að við höfum nú þegar eina Vigdísi á heimilinu og að Áslaug er einmitt nýfædd dóttir Kristjáns og Stellu í Danmörku. En við erum með ýmsar hugmyndir og erum svo sem ekkert að flýta okkur. Skírnin hefur verið tímasett og verður haldin á afmælisdegi mínum, átjánda mars.

Engin ummæli: