Skrítið. Við Vigdís vorum eitthvað að reyna að horfa á Píanóleikarann, þessa dramatísku stórmynd Scorcese um helförina og útrýmingu gyðinga. Við erum búin að ætla okkur það lengi. Nú um helgina var látið vaða og við dugðum í rétt rúmlega hálftíma. Myndin fór eðlilega fyrir brjóstið á okkur en það var þó ekki verst að horfa upp á mann í hjólastól varpað fram af svölum og fjölskyldu hans skotna á færi í götunni fyrir neðan. Við því var að búast fyrirfram að átakanlegar senur af þessu tagi myndu slá mann utan undir. Það sem hins vegar dró úr okkur löngun til að halda áfram að horfa á myndina var eitthvað "saklausara", eins og barnsgrátur. Það var erfitt að heyra börn gráta stöðugt í bakgrunninum. Á þeim tímapunkti þegar örvæntingarfull móðir heldur á barni sínu og grátbiður nærstadda um vatn, af því barnið er að þorna upp, þá litum við Vigdís hvort á annað, sammála um að við hefðum ekki geð í að halda áfram. Ekki núna.
Við fórum upp í rúm að lesa, sem er alltaf jafn notalegt. Ég fann tímarit með sérstaka umfjöllun um ævi John Lennon og las kaflan um aðdragandanum að morðinu, með beinum tilvitnunum í öll vitni, nákvæma framvindu og öllum tímasetningum. Ég veit ekki hvers vegna ég fór rakleiðis í þennan kafla en hann var það vel skrifaður að mér fannst ég vera þarna á staðnum, bæði til að upplifa eftirvæntinguna eftir endurkomunni (hann hefði ekkert gert í ein fimm ár) og horfa upp á morðið, og missinn, og upplifa eftir á þessa heljarmiklu sorg. Magnað að einn maður skuli hafa svona áhrif á heimsbyggðina, sérstaklega ef maður ber þetta saman við helförina (hversu margar milljónir gyðinga þurftu að farast til að menn nenntu að muna eftir því?).
mánudagur, febrúar 06, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli