sunnudagur, febrúar 19, 2006

Netið: Bloggvilla

Undanfarna daga hefur eitthvað undarlegt verið að blogginu mínu. Ég er nýbúinn að klára 250 bloggfærslur og fagna því í hljóði. Hins vegar komst ég ekki lengra. Ég sló inn næstu færslu, og hún birtist á sínum stað, en hún hvarf um leið og ég sló inn næstu færslu. Hún vék beinlínis fyrir næstu færslu, sem hefði átt að vera færsla 252 en varð númer 251. Það var eins og einhver villa væri komin í kerfið; einhver undarlegur lás sem ég ekki kannaðist við. Það var eins og það væri bara pláss fyrir eina færslu í viðbót. Eins og gefur að skilja er það engan veginn nóg.

Í dag leystist þessi hnútur hins vegar skýringalaust. Ég var kominn á fremsta hlunn með að senda tæknimönnum Blogger fyrirspurn en get hins vegar látið þá eiga sig. Ég er sáttur við að vera laus við vesenið því fylgjandi og feginn því að geta loksins sent frá mér það sem ég hef ætlað að skrifa síðustu daga.

Engin ummæli: