sunnudagur, maí 07, 2006
Tónleikar: Dies Irae eftir Caldara
Aldeilis mögnuðum tónleikum er lokið í Seltjarnarneskirkju þar sem kór kirkjunnar, ásamt hljómsveit áhugamanna, frumflutti Dies Irae eftir Caldara. Það gekk nánast allt upp og stemningin var frábær. Menn hristu hausinn yfir því að þessi tónlist skuli vera eins lítið þekkt og raun ber vitni, svo glæsilega hljómaði þetta allt saman. Síðan kom Viera Manasek (sem stundum hefur stýrt kórnum) eftir hlé og þreytti einsöngvarapróf hjá Ailinu Dubic, með hljómsveitarundirspili. Þetta var stórkostlega sungið hjá henni og hreint ótrúlegt hvað fíngerð manneskja getur gefið frá sér mikinn hljóm - svo að ekki sé minnst á túlkun, tónhæð og önnur blæbrigði.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli