fimmtudagur, janúar 25, 2007

Netið: Tónlistarbloggsíðuárátta

Undanfarið hefur farið lítið fyrir bloggfærslum og það stafar kannski helst af nýju áhugamáli, eða áráttu, sem hefur heltekið mig í hvert skipti sem ég kveiki á tölvunni. Ég er nefnilega nýkominn upp á lag með að ná í tónlist á netinu. Lengi vel fussaði ég við þessu Napster-æði á sínum tíma en í dag. Hef verið að færa mig upp á skaftið með það að geyma tónlist í tölvunni - en það var allt fengið beint af geisladiskum (sem ég fæ að láni hér og þar). Núna datt ég hins vegar inn í það sem kalla mætti "tónlistarblogg" og finnst það mjög spennandi vettvangur. Þar tjá áhugamenn sig um ákveðnar tónlistarstefnur og leggja sig fram um að fylgjast með því sem er að gerast - og láta hljóðdæmi fylgja með. Hálfgerðir útvarpsþættir í textaformi með nokkrum lögum. Hér eru tvö prýðisdæmi um íslenskar tónlistarbloggsíður en þær eru augljóslega fyrsti valkosturinn fyrir þá sem búa á íslandi (kostar ekkert að hlusta eða hlaða niður). Þannig byrjaði það að minnsta kosti hjá mér.

Sýrður rjómi
Egill Harðar

Á þeim tíma sem ég kíkti á þetta upphaflega voru ársuppgjörin í fullum gangi. Ég setti eitthvað af tónlist í iPodinn minn og fann hvað þetta var sniðugt. Tónlistin var líka mjög spennandi svo að ég vildi meira. Fljótt komst ég að því að það var af nógu að taka:

Neile´s Life
The Yellow Stereo
Speed of Dark
Something Old - Something New
Skatterbrain
Obscure Sound

Þetta er svona það vandaðasta sem ég hef fundið hingað til - mest megnis síður sem fjalla um tónlst samtímans. Það er náttúrulega gríðarlega mikið í gangi, bæði hvað varðar umfjöllun af þessu tagi og tónlistarútgáfu. Engin leið er að fylgjast náið með þessu öllu saman. Eða hvað? Þarna kemur síða sem heitir Hype-machine eins og himnasending. Hún er lykillinn að þessu öllu því hún tekur saman mekanískt allt það sem birtist á mp3-formi á netinu - eða því sem næst (úrtakið er afmarkað við nokkur hundruð tónlistarbloggsíður). Hér er kjörið að slá upp nafni þess tónlistarmanns sem maður vill kynnast nánar og leitarvélin birtir þá lög sem hafa verið sett á bloggsíður og vísar síðan á síðuna. Tær snilld. Þegar ég var búinn að hlusta á þau 20-30 lög sem ég fann á íslensku síðunum tveimur langaði mig einmitt að forvitnast nánar. Núna er lagasafnið nokkur hundruð lög og skyldi engan undra. Maður þarf að hafa fyrir því að stoppa.

Engin ummæli: