mánudagur, janúar 08, 2007

Pæling: Áhrifavaldur

Í dag er svolítið merkilegur dagur; afmælisdagur David Bowie. Hann er sextíu ára í dag. Mér finnst vera svo örstutt síðan hann varð fimmtugur. Þegar ég bjó á Hellu (1998-2000) keypti ég mér nýútkominn afmælisdisk með honum þar sem hann heldur upp á fimmtugsafmælið sitt með veglegum tónleikum. Tíminn líður hratt. Ég heyrði tvö lög með honum i útvarpinu í dag, mjög ólík lög en gríðarlega góð bæði tvö - Scary Monsters og Absolute Beginners. Það fór um mig viss tegund af frelsistilfinningu við að heyra geðveikina í fyrra laginu og því var skolað niður með mjúkum tærleikanum í seinna laginu. Þá mundi ég eftir því að Bowie aðeins annar af tveimur heimsþekktum einstaklingum sem ég get kallað áhrifavald. Ég man eftir því að hafa beinlínis hugsað með mér, þegar ég var fjórtán ára, hvorum ég vildi líkjast meira, honum eða Pelé. Þetta var mikill hausverkur. Það var ákaflega erfitt að gera upp á milli (sem er kannski gott því þá þroskar maður sjálfan sig á gráa svæðinu þarna á milli ólíkra póla).

Engin ummæli: