Ég skimaði um í eldhúsinu og leit inn i ísskáp og undraðist á því hvað mikið var til að hollum mat. Maður kannast nú við að finna bara laslegar samlokubrauðsneiðar, fullt af kexi, eldgamla sultu, bragðlítinn ost, útþynntan og ávaxtasafa og gamalt grænmeti. Það á við þegar maður gætir ekki sérstaklega að hollustunni. Núna var hins vegar "power food" (eins og það kallast) í hverju horni. Ég fann knippi af banönum, átta lítil og bragðmikil epli, sex kiwi frá lífrænum ræktanda, tvær ferskjur, fullt box af döðlum frá henni Sollu, girnilegur klasi af rauðum (bláum) vínberjum, tvær öskjur af bláberjum, ferskur ananashaus og tvær rauðar paprikur (sem eru sérstakar C-vítamín bombur, að mér skilst). Við þetta má bæta nýkreistum appelsínusafa úr Bónus (sem er furðu góður), trönuberjaþykkni og fullt af sódavatni (sem er farið að taka sess gossins svo um munar). Brauðið á heimilinu er aukinheldur sérvalið ostabrauð og brauð með sólþurrkuðum ávöxtum. Jógúrtið er lífrænt og þunnfljótandi (dýrðlegt á bragðið) og inn á milli fær maður sér hnausþykkt Pascual jógúrt.
Síðan í haust ákvað ég að borða visst magn af fersku grænmeti og ávöxtum á hverjum degi. Það hefur sannarlega skilað sér í bættri heilsu. Ég hef ekki verið við eins góða heilsu árum saman, satt best að segja, og varla fengið vott af kvefi. Þegar ég litaðist um í eldhúsinu í dag þá fannst mér það eiginlega lógískt.
laugardagur, febrúar 24, 2007
föstudagur, febrúar 23, 2007
Þroskaferli: Uppátæki í ungbarnasundi
Við fórum í ungbarnasund á miðvikudaginn var. Þetta var rólegur tími og út af fyrir sig tilþrifalítill. Sú litla er hins vegar farin að færa sig eitthvað upp á skaftið í æfingum og tekur upp á því öðru hvoru að teygja sig aftur á bak og upp að okkur þegar við undirbúum æfingu. Þessi tækni virkar óskaplega vel því það er ómögulegt að skutla henni á kaf eða láta hana standa í lófanum þegar hún reigir sig svona aftur. Sundkennarinn talar um að þetta sé bara þroskamerki. Hún sé einfaldlega meðvituð um fallið og sé bara ekki tilbúin að ærslast í bili. Síðan kom að pottinum. Eftir sundtímann sest maður alltaf í pottinn sem er staðsettur í svona garðskálaviðbyggingu. Signý lá á öxlinni á mér og horfði upp. Síðan veifaði hún glaðhlakkalega einhverjum sem var þarna uppi og sagði "hæ". Þá sá hún sjálfa sig speglast í glerlofti garðskálans (það var myrkur úti þannig að endurspeglunin var nokkuð skýr). Sjálf höfðum við ekki veitt þessu athygli og höfðum mjög gaman af. Þetta er þá ágætis mælikvarði á sjónina hennar, hugsuðum við með okkur. Að lokum fór ég inn í búningsklefa og við Signý böðuðum okkur í bak og fyrir. Þegar ég var búinn að klæða hana og klæddi sjálfan mig leyfði ég henni að vafra aðeins um. Hún sá að önnur hver skápahurð var opin upp á gátt og með því að ýta örlítið við henni sveiflaðist hurðin í lokaða stöðu, með tilheyrandi skelli. Við vorum ein þarna inni svo að hávaðinn angraði engan. Ég fylgdist bara með henni ganga á línuna og opnaði síðan eina og eina hurð til viðbótar þegar hún hafði samviskusamlega lokað öllum hurðunum. Dyrastafurinn á hurðunum var blessunarlega það innarlega (miðað við bekkin sem Signý þurfti að teygja sig yfir) að hún hefði ekki getað klemmt sig. Við höfðum því bæði tvö mikla og drjúga ánægju af þessum leik.
P.S. Signý hélt uppteknum hætti í dag í Kringlunni (föstudaginn 23. feb.) þar sem við sátum þrjú saman á kaffihúsinu undir rúllustiganum við aðalinnganginn. Þar glampar allt í speglum fyrir ofan okkur, líka í svalabörmunum. Signý horfði upp, eins og í sundinu, og heilsaði sjálfri sér, glöð í bragði.
P.S. Signý hélt uppteknum hætti í dag í Kringlunni (föstudaginn 23. feb.) þar sem við sátum þrjú saman á kaffihúsinu undir rúllustiganum við aðalinnganginn. Þar glampar allt í speglum fyrir ofan okkur, líka í svalabörmunum. Signý horfði upp, eins og í sundinu, og heilsaði sjálfri sér, glöð í bragði.
fimmtudagur, febrúar 22, 2007
Fréttnæmt: Fjármálaráðgjöf
Við Vigdis áttum pantaðan tíma í Ráðgjafastofum um fjárhag heimilanna í dag. Við vildum átta okkur almennilega á því hvað okkur stendur til boða á lánamarkaðnum og hversu mikið við ættum að flýta okkur í að fjárfesta í íbúð. Hún var nú svolítið hissa á að sjá okkur með almennar spurningar. Við áttum ekki neitt, enga íbúð, engan bíl og skulduðum engum neitt. Vorum bara í hagstæðri leiguíbúð. Yfirleitt leitar fólk til þessarar ráðgjafarstofu þegar það er komið í verulegan fjárhagsvanda. Okkur varð starsýnt á mjúkt snýtíklútabox á borðendanum. Hún sagði að pappírinn væri raunverulega notaður því þangað koma margir í öngum sínum og vita ekki sitt rjúkandi ráð. Við sem sagt mættum með fáa pappíra (aðra en launaseðla og þvíumlíkt) og ráðgjafinn þurfti greinilega að þreifa fyrir sér um stund til að átta sig á tilanginum með heimsókn okkar. Ég tók þá af skarið og talað um að við værum að velta fyrir okkur fyrsta skrefi í íbúðarkaupum og vildum ekki koma okkur í greiðsluþrot með röngum ákvörðunum. Heimsóknin átti að vera fyrirbyggjandi: Við vildum fyrirbyggja fjárhagsvanda síðar meir. Þetta gaf viðtalinu mjög skýran tón og við spjölluðum upp frá því um allt sem við kemur fjármögnun á íbúð, skuldir og greiðsluvanda og mér fannst rofa til á þungbúnum himni. Hún staðfesti grun okkar um að það væri skynsamlegt af okkur að hanga aðeins lengur í þessari lágu leigu sem við búum við - að minnsta kosti fram yfir þann tíma sem Vigdís er með næstu dóttur okkar á brjósti (því þá rýrnar innkoman á sama tíma). Á meðan getum við lagt verulegan hluta innkomunnar til hliðar fyrir útborgun. "Það munar um hverja milljón" sagði hún. Þetta fannst okkur skynsamleg orð og þau samræmdu annars vegar varkára afstöðu okkar og löngunina til að stækka við okkur (með því að setja okkur tímamörk). Eftir eitt ár má því segja að það verði skynsamlegast af okkur að fara að kaupa ef fasteignamarkaðurinn tekur ekki þeim mun meiri breytingum í millitíðinni. Með haustinu förum við væntanlega að líta í kringum okkur.
Tilvitnun: Bakþankar Davíðs Þórs
Ég safna stundum saman dagblöðum sem ég kemst ekki dags daglega yfir að lesa og tek svo skorpu í lestrinum þess á milli. Sumar greinar eru þess virði að lesa aftur. Þær er jafnvel gott eiga á góðum stað ef þær reynast kjarnmikil samantekt á mikilvægu máli. Í sumum tilfellum freistast maður hins vegar til þess að halda eftir grein sem er eftirminnileg fyrir einn áhugaverðan punkt eða orðalag á einum stað. Þá er tilvalið að halda upp á klausuna hér í blogginu (og henda úrklippunni).
Ég ætla sem sagt að venja mig á að vekja athygli á skrifum annarra með tilvitnun hér í blogginu, undir yfirskriftinni "tilvitnun". Yfirleitt er um dagblaðalestur að ræða og ég vek athygli á einhverjum orðum fréttasnáps eða pistlahöfundar, rétt eins og lesandi þessa bloggs væri við hinn enda "morgunverðarborðsins" og heyrir mig lesa upphátt úr blaðinu, eins og annars gengur og gerist í raunveruleikanum (kringum tilvitnunina getur síðar meir spunnist spjall, hér í blogginu eða í næstu heimsókn). Nú síðast fannst mér eftirtektarverður orðaleikur Davíðs Þórs Jónssonar í Bakþönkum í vikunni en þar bendir hann á skemmtilegar og kaldhæðnislegar þversagnir í nöfnum stjórnmálaflokka. Upphafsorðin á annars ágætri grein eru svona:
"Íslenskan er skemmtilega gagnsætt mál nema þegar kemur að pólitík. Sá flokkur sem harðast gengur fram í því að undirselja landið erlendu herveldi kennir sig við sjálfstæði, flokkurinn með úreltustu framtíðarhugmyndirnar kennir sig við framsókn og sá flokkur sem erfiðast er að tengja frjálslyndi í einhverr óbrjálaðri merkingu orðsins kallar sig Frjálslynda."
Er þetta ekki umhugsunarvert?
Ég ætla sem sagt að venja mig á að vekja athygli á skrifum annarra með tilvitnun hér í blogginu, undir yfirskriftinni "tilvitnun". Yfirleitt er um dagblaðalestur að ræða og ég vek athygli á einhverjum orðum fréttasnáps eða pistlahöfundar, rétt eins og lesandi þessa bloggs væri við hinn enda "morgunverðarborðsins" og heyrir mig lesa upphátt úr blaðinu, eins og annars gengur og gerist í raunveruleikanum (kringum tilvitnunina getur síðar meir spunnist spjall, hér í blogginu eða í næstu heimsókn). Nú síðast fannst mér eftirtektarverður orðaleikur Davíðs Þórs Jónssonar í Bakþönkum í vikunni en þar bendir hann á skemmtilegar og kaldhæðnislegar þversagnir í nöfnum stjórnmálaflokka. Upphafsorðin á annars ágætri grein eru svona:
"Íslenskan er skemmtilega gagnsætt mál nema þegar kemur að pólitík. Sá flokkur sem harðast gengur fram í því að undirselja landið erlendu herveldi kennir sig við sjálfstæði, flokkurinn með úreltustu framtíðarhugmyndirnar kennir sig við framsókn og sá flokkur sem erfiðast er að tengja frjálslyndi í einhverr óbrjálaðri merkingu orðsins kallar sig Frjálslynda."
Er þetta ekki umhugsunarvert?
mánudagur, febrúar 19, 2007
Fréttnæmt: Meðgangan. Jóga og hreyfingar
Fyrir utan flutninginn, sem ég greindi frá hér á undan, var helgin stórtíðindalaus. Sunnudagurinn var þó eftirminnilegur. Eftir hefðbundinn og slakan dag (í jákvæðri merkingu) fórum við saman í jóga. Vigdís stundar meðgöngujóga að jafnaði þessa dagana en nú á sunnudaginn var kvöldið tileinkað pörum. Nú fengu sem sagt makar að fara með. Skipst var á reynslusögum og við feðurnir fengum ítarlega kennslu í meðgöngu- og fæðingarnuddi. Einnig var farið í gegnum fæðingarstöður sem eru mun fleiri en mann óraði fyrir. Mestur hluti tímans fór þó í umfjöllun um jákvæð og uppbyggileg andleg viðhorf til átakanna framundan. Nú er ekki svo langt í land. Líklega eru eftir innan við tíu vikur af meðgöngunni (við erum komin þrjátíu og tvær vikur áleiðis...).
Annars er það helst af meðgöngunni að frétta að litla stúlkan lætur finna fyrir sér. Hún byltir sér mun meira en Signý gerði og virðist strax á þessu stigi tilverunnar hafa annan karakter. Lætin eru slík að mér óar við því að leggja hönd á bumbuna. Stundum vakir Vigdís á meðan ég sef enda getur hún ekki snúið sér í hina áttina (ólíkt mér). Við hjálpumst hins vegar að eins og við getum og tek ég í staðinn að mér að sinna Signýju þeim mun betur á nóttunni ef hún vaknar.
Annars er það helst af meðgöngunni að frétta að litla stúlkan lætur finna fyrir sér. Hún byltir sér mun meira en Signý gerði og virðist strax á þessu stigi tilverunnar hafa annan karakter. Lætin eru slík að mér óar við því að leggja hönd á bumbuna. Stundum vakir Vigdís á meðan ég sef enda getur hún ekki snúið sér í hina áttina (ólíkt mér). Við hjálpumst hins vegar að eins og við getum og tek ég í staðinn að mér að sinna Signýju þeim mun betur á nóttunni ef hún vaknar.
Fréttnæmt: Búferlaflutningur
Enn ein helgin að baki og allt það. Hún var frekar annrík hjá okkur. Strax eftir vinnu hófst ég handa við að hjálpa systur Vigdísar (Ásdísi) og sambýlismanni hennar (Togga) við að mála og flytja. Flutningurinn sjálfur var reyndar ekki fyrr en á laugardeginum þannig að þetta var svona tveggja daga törn. Flutningurinn var eftirminnilegur og til fyrirmyndar fyrir þær sakir að tíu til fimmtán manns unnu saman að því að handlanga dótið í og úr íbúðum. Skilvirkari flutningi hef ég ekki tekið þátt í. Flottast var það að sjá hlutina nánast svífa út úr eldri íbúðinni gegnum tvær útgönguleiðir samtímis. Yfirleitt er maður útjaskaður eftir flutning en þetta var meira í anda snarprar og frískandi líkamsræktar. Svo er fjölmennið auðvitað skemmtilegra og kappsamara.
Þau skötuhjúin eru flutt í eina af "jólatrésblokkunum" vestur í bæ, spottakorn frá okkur Vigdísi. Útsýnið af fjórðu hæð er svakalegt í báðar áttir, hvort sem horft er austur í bæ, að Keili, Perlunni eða í hina áttina (þar sem sjóndeildarhringurinn er samur við sig, Akranesið blikkar og manni er jafnan starsýnt ofan í fjöruborðið þar sem andlega þenkjandi morgunhanar spígspora um eins og vaðfuglar). Íbúðin sjálf er líka fyrirtak, í risi á tveimur hæðum, og býður upp á alls kyns útfærslumöguleika. Maður þarf að leggja sig allan fram við að öfunda þau ekki. Þeirri tilhugsun er sem betur fer hægt að breyta í "samgleði" og í leiðinni (svo maður hugsi um sjálfan sig) tilhlökkun eftir því að þegar við Vigdís flytjum loksins sjálf. Það er svo sannarlega á stefnuskránni og ætti að vera komin einhver hreyfing á málið áður en árið er úti.
Þau skötuhjúin eru flutt í eina af "jólatrésblokkunum" vestur í bæ, spottakorn frá okkur Vigdísi. Útsýnið af fjórðu hæð er svakalegt í báðar áttir, hvort sem horft er austur í bæ, að Keili, Perlunni eða í hina áttina (þar sem sjóndeildarhringurinn er samur við sig, Akranesið blikkar og manni er jafnan starsýnt ofan í fjöruborðið þar sem andlega þenkjandi morgunhanar spígspora um eins og vaðfuglar). Íbúðin sjálf er líka fyrirtak, í risi á tveimur hæðum, og býður upp á alls kyns útfærslumöguleika. Maður þarf að leggja sig allan fram við að öfunda þau ekki. Þeirri tilhugsun er sem betur fer hægt að breyta í "samgleði" og í leiðinni (svo maður hugsi um sjálfan sig) tilhlökkun eftir því að þegar við Vigdís flytjum loksins sjálf. Það er svo sannarlega á stefnuskránni og ætti að vera komin einhver hreyfing á málið áður en árið er úti.
mánudagur, febrúar 12, 2007
Upplifun: Dekurhelgin
Við fórum út úr bænum, sem sagt, og gistum drjúga kvöldstund og nótt á Hótel Glym. Þetta er ótrúlega vel heppnað hótel sem dregur að ráðstefnugesti hvaðanæva að. Hótelið er eins konar gallerí þar sem gælt er við hvert einasta horn með alls kyns safngripum og listaverkum. Jafnvel starfsfólkið er að sjá eitthvað nýtt á hverjum degi. Salt- og piparstaukarnir í matsalnum voru allir einstakir og diskarnir sem við borðuðum af voru glerlistaverk í laufblaðaformi. Maturinn sem við borðuðum á hótelinu var líka í hæsta gæðaflokki. Ég er vanur að borða nokkuð rösklega en ósjálfrátt borðaði ég þennan mat unaðslega hægt. Það var sama hvað maður gæddi sér á, brauð, drykkir, meðlæti, eftirréttir, allt var þetta í sama gæðaflokki og dró alla athyglina að hægfara nautn. Á þessum unaðsreit (ekki skemmir friðsæll Hvalfjörðurinn fyrir) eyddum við Vigdís laugardeginum og vorum fram að hádegi daginn eftir. Það var ómetanlegt að geta slakað á saman svona tvö ein.
Á sunnudeginum komum við heim upp úr hádeginu og stöldruðum við heima í nokkra tíma. Um kvöldið tók við seinna prógrammið en það samanstóð af kvöldmat einhvers staðar í bænum og leikhúsferð. Til stóð að fara á Indian Mango en sá staður er bara ekki með opið á sunnudögum, einhverra hluta vegna. Við skelltum okkur í staðinn á Skrúð, bæði vegna þess að hann er í næsta nágrenni og þar áttum við tilboðsmiða hvort eð er sem Gestgjafinn, það góða tímarit, bauð áskrifendum upp á í mánuðinum. Maturinn þar var að mörgu leyti mjög góður. Hann var bæði nærandi og bragðgóður en langt frá því að vera spennandi eða ævintýralegur. Staðurinn er rólegur og afslappaður en svolítið stíllaus. Við dvöldum ekkert of lengi á þessum stað, sátt við matinn, og fórum í Borgarleikhúsið.
Dagur vonar stóðst allar væntingar. Reyndar eru bekkirnir í Nýja salnum frekar óþægilegir (sem bitnaði meira á Vigdísi) og leikritið ansi ágengt og napurt framan af, jafnvel hægfara, en þegar líður á stykkið verður maður gagntekinn. Þetta er hrikalegt fjölskyldudrama þar sem bælt hatur kraumar undir, þar sem ástæðan fyrir vanlíðan sögupersónanna kemur ekki almennilega upp á yfirborðið fyrr en eftir hlé. Í leikritinu eru atriði svo vel útfærð og leikin að maður skelfur af hryllingi. Þegar kemur að hápunkti leikritsins er áhorfandinn tilfinningalega alveg berskjaldaður. Við Vigdís vorum í hálfgerðu sjokki þegar upp var staðið. Reyndar var ekki staðið upp, yfirhöfuð, í uppklappinu. Það virtust allir í salnum vera í einhvers konar lamasessi en klöppuðu í staðinn ákaft af geðshræringu.
Á sunnudeginum komum við heim upp úr hádeginu og stöldruðum við heima í nokkra tíma. Um kvöldið tók við seinna prógrammið en það samanstóð af kvöldmat einhvers staðar í bænum og leikhúsferð. Til stóð að fara á Indian Mango en sá staður er bara ekki með opið á sunnudögum, einhverra hluta vegna. Við skelltum okkur í staðinn á Skrúð, bæði vegna þess að hann er í næsta nágrenni og þar áttum við tilboðsmiða hvort eð er sem Gestgjafinn, það góða tímarit, bauð áskrifendum upp á í mánuðinum. Maturinn þar var að mörgu leyti mjög góður. Hann var bæði nærandi og bragðgóður en langt frá því að vera spennandi eða ævintýralegur. Staðurinn er rólegur og afslappaður en svolítið stíllaus. Við dvöldum ekkert of lengi á þessum stað, sátt við matinn, og fórum í Borgarleikhúsið.
Dagur vonar stóðst allar væntingar. Reyndar eru bekkirnir í Nýja salnum frekar óþægilegir (sem bitnaði meira á Vigdísi) og leikritið ansi ágengt og napurt framan af, jafnvel hægfara, en þegar líður á stykkið verður maður gagntekinn. Þetta er hrikalegt fjölskyldudrama þar sem bælt hatur kraumar undir, þar sem ástæðan fyrir vanlíðan sögupersónanna kemur ekki almennilega upp á yfirborðið fyrr en eftir hlé. Í leikritinu eru atriði svo vel útfærð og leikin að maður skelfur af hryllingi. Þegar kemur að hápunkti leikritsins er áhorfandinn tilfinningalega alveg berskjaldaður. Við Vigdís vorum í hálfgerðu sjokki þegar upp var staðið. Reyndar var ekki staðið upp, yfirhöfuð, í uppklappinu. Það virtust allir í salnum vera í einhvers konar lamasessi en klöppuðu í staðinn ákaft af geðshræringu.
sunnudagur, febrúar 11, 2007
Fréttnæmt: Dekurhelgi
Nú ríkir munaður í kjölfarið af afmæli Vigdísar. Í stað hefðbundinna afmælisgjafa var okkur Vigdísi boðið á Hótel Glym og gistinóttina tókum við út núna strax um helgina. Í nótt vorum við þar og erum eiginlega nýkomin í bæinn aftur. Hvíldin var mjög mikils virði og hótelið í alla staði framúrskarandi (fjalla betur um að á morgun). Signý var í góðri pössun á meðan við dekruðum við hvort annað og sváfum út. En þetta er ekki alveg búið. Núna í kvöld förum við aftur út, í þetta skiptið að borða og síðan í leikhús að sjá Dag vonar. Þar erum við að taka út aðra gjöf, jólagjöf, sem var gjafakort í leikhús. Það er eiginlega tilviljun sem ræður því að þetta púslast svona á eina og sömu helgina en í staðin verður hennar minnst sem sérstakrar dekurhelgi.
miðvikudagur, febrúar 07, 2007
Fréttnæmt: Merkisafmæli
Vigdís átti afmæli í gær. Hún varð þrátíu ára. Ég er ekki frá því að henni hafi brugðið svolítið við tilhugsunina (henni fannst ég gamall þegar við kynntumst á sínum tíma, en þá var ég nýorðinn þrítugur). Við héldum ekkert sérstaklega upp á daginn - eða, það stóð alla vegana ekki til. Við vorum bara með eitthvert bakkelsi til vonar og vara ef einhver skyldi banka upp á. Undir niðri vissum við af ákveðinn hópur myndi banka upp á og vorum því tilbúin með eins og tvær kökur frá Jóa Fel og ostaköku auk dýrindis brauðtertu sem tengdó bjó til. Svo má ekki gleyma sérlegum flatkökum frá Hvolsvelli smurðum íslensku smjöri með hangiáleggi. Þetta var því myndarlegt þegar allt kom til alls. Síðan komu gestirnir, reytingur, einn af öðrum og allir létu mjög vel af veitingunum. Það má segja að það eina sem hafi brugðist voru kökurnar frá Jóa Fel. (sem voru nokkuð undir væntingum).
Mér varð hugsað til þess þegar nær dró þessum degi að við öll í fjölskyldunni eigum stórafmæli þessa dagana, í einum rykk, svo að segja. Fyrst var það Signý en fyrsti afmælisdagurinn er náttúrulega einstakur á sinn hátt. Síðan var það Vigdís í gær og loks ég upp úr miðjum mars. Þá verð ég hálfsjötugur.
Mér varð hugsað til þess þegar nær dró þessum degi að við öll í fjölskyldunni eigum stórafmæli þessa dagana, í einum rykk, svo að segja. Fyrst var það Signý en fyrsti afmælisdagurinn er náttúrulega einstakur á sinn hátt. Síðan var það Vigdís í gær og loks ég upp úr miðjum mars. Þá verð ég hálfsjötugur.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)