fimmtudagur, febrúar 22, 2007

Tilvitnun: Bakþankar Davíðs Þórs

Ég safna stundum saman dagblöðum sem ég kemst ekki dags daglega yfir að lesa og tek svo skorpu í lestrinum þess á milli. Sumar greinar eru þess virði að lesa aftur. Þær er jafnvel gott eiga á góðum stað ef þær reynast kjarnmikil samantekt á mikilvægu máli. Í sumum tilfellum freistast maður hins vegar til þess að halda eftir grein sem er eftirminnileg fyrir einn áhugaverðan punkt eða orðalag á einum stað. Þá er tilvalið að halda upp á klausuna hér í blogginu (og henda úrklippunni).

Ég ætla sem sagt að venja mig á að vekja athygli á skrifum annarra með tilvitnun hér í blogginu, undir yfirskriftinni "tilvitnun". Yfirleitt er um dagblaðalestur að ræða og ég vek athygli á einhverjum orðum fréttasnáps eða pistlahöfundar, rétt eins og lesandi þessa bloggs væri við hinn enda "morgunverðarborðsins" og heyrir mig lesa upphátt úr blaðinu, eins og annars gengur og gerist í raunveruleikanum (kringum tilvitnunina getur síðar meir spunnist spjall, hér í blogginu eða í næstu heimsókn). Nú síðast fannst mér eftirtektarverður orðaleikur Davíðs Þórs Jónssonar í Bakþönkum í vikunni en þar bendir hann á skemmtilegar og kaldhæðnislegar þversagnir í nöfnum stjórnmálaflokka. Upphafsorðin á annars ágætri grein eru svona:

"Íslenskan er skemmtilega gagnsætt mál nema þegar kemur að pólitík. Sá flokkur sem harðast gengur fram í því að undirselja landið erlendu herveldi kennir sig við sjálfstæði, flokkurinn með úreltustu framtíðarhugmyndirnar kennir sig við framsókn og sá flokkur sem erfiðast er að tengja frjálslyndi í einhverr óbrjálaðri merkingu orðsins kallar sig Frjálslynda."

Er þetta ekki umhugsunarvert?

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Flott hjá Dabba þór og flott hjá þér að tilvísa gullkornum til oss!

Kv
jmh

Steini sagði...

Já, mér fannst hugmyndin góð því maður eyðir fullmiklum tíma í að góma eitthvað sniðugt í blaðalestri daginn út og inn án þess að deila því nokkurn tímann með öðrum.

Ég hef hugsað mér að setja á svipaðan hátt inn tilvitnanir úr bókum, þegar þar að kemur. Stuttar og kjarnyrtar málsgreinar eiga hér vel heima.