miðvikudagur, febrúar 07, 2007

Fréttnæmt: Merkisafmæli

Vigdís átti afmæli í gær. Hún varð þrátíu ára. Ég er ekki frá því að henni hafi brugðið svolítið við tilhugsunina (henni fannst ég gamall þegar við kynntumst á sínum tíma, en þá var ég nýorðinn þrítugur). Við héldum ekkert sérstaklega upp á daginn - eða, það stóð alla vegana ekki til. Við vorum bara með eitthvert bakkelsi til vonar og vara ef einhver skyldi banka upp á. Undir niðri vissum við af ákveðinn hópur myndi banka upp á og vorum því tilbúin með eins og tvær kökur frá Jóa Fel og ostaköku auk dýrindis brauðtertu sem tengdó bjó til. Svo má ekki gleyma sérlegum flatkökum frá Hvolsvelli smurðum íslensku smjöri með hangiáleggi. Þetta var því myndarlegt þegar allt kom til alls. Síðan komu gestirnir, reytingur, einn af öðrum og allir létu mjög vel af veitingunum. Það má segja að það eina sem hafi brugðist voru kökurnar frá Jóa Fel. (sem voru nokkuð undir væntingum).

Mér varð hugsað til þess þegar nær dró þessum degi að við öll í fjölskyldunni eigum stórafmæli þessa dagana, í einum rykk, svo að segja. Fyrst var það Signý en fyrsti afmælisdagurinn er náttúrulega einstakur á sinn hátt. Síðan var það Vigdís í gær og loks ég upp úr miðjum mars. Þá verð ég hálfsjötugur.

1 ummæli:

Unknown sagði...

Við sendum okkur bestu afmæliskveðjur frá Stokkhólmi.