fimmtudagur, júní 07, 2007

Fréttnæmt: Áframhald pestar

Alltaf undrast ég á því hvernig líkaminn getur breytt sér snögglega í háþrýstidælu og skilað mat burt með vélrænni skilvirkni. Hvernig fer hann að þessu? Ég kastaði sem sagt upp í morgun (í fyrsta skipti í mörg ár) og ljóst þar með að aðlögun Signýjar að leikskólanum tefst enn frekar. Hún er sjálf orðin býsna spræk, glaðleg og kát, og sjálfur er ég allur að ná mér eftir að hafa tekið við pestinni í gærkvöldi. Við stefnum ótrauð á dag númer tvö í aðlöguninni á morgun.

Engin ummæli: