Á meðan ég hef ekkert fréttnæmt fram að færa (Signýju gengur bara vel í leikskólanum og svoleiðis) þá er ekki úr vegi að draga fram ýmis hugðarefni sem ég hef dundað mér við á undanförnum misserum. Byrjum á Bowie sjóræningjaupptökum sem mér áskotnaðist á lokakafla meðgöngu Hugrúnar í apríl. Ég sem sagt kom mér í samband við náunga - safnara - sem á ansi mikið og gott safn af Bowie upptökum. Hann hefur fjallað um safnið sitt á netinu á þvi frábæra vefsetri Rate your music. Ég bauð honum ýmsar upptökur í skiptum fyrir vel valda diska úr safninu hans. Það sem mér barst í hendur var myndarlegt safn, eins konar þversnið af Bowie-tónleikum og annars konar upptökum gegnum tíðina. Enn hef ég ekki hlustað á nema einn diskanna (Vancouver 1976 rehearsals) en hlakka hins vegar mikið til að fara í gegnum safnið, í góðum félagsskap, ef til vill.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli