sunnudagur, júlí 29, 2007

Fréttnæmt: Stutt bústaðarferð

Við erum nýkomin úr vel heppnaðri sumarbústaðarferð á Þingvöllum. Þar fengum við með tiltölulega skömmum fyrirvara að gista í bústað sem Bryndís systir hefur aðgang að. Við fengum pössun fyrir Signýju á meðan, yfir nótt og fram að kvöldmat daginn eftir (okkur skilst að hún hafi haft það sérlega gott á meðan og farið í ferðalag og svoleiðis). Við hin þrjú slökuðum á á meðan og gerðum lítið annað en að lesa tímarit, hvíla okkur og leggjast í heitan pott. Við tókum ekki neinn mat með okkur nema handhægt ferðanesti og slepptum meira að segja allri tónlist. Eins einfalt og hugsast getur og slökunin eftir því. Það sem var hvað mest endurnærandi var nætursvefninn sem teygði sig til klukkan hálf tíu. Dýrð. Við eigum eftir að búa að þessari hvíld dögum saman.

Engin ummæli: