Nú er nýja tölvan komin að fullu í gagnið. Ég nýt þess að hespa af einfalda hluti sem sú gamla hökti á. Ég var til dæmis hættur að nenna að blogga reglulega vegna þess að innslátturinn var orðinn hægur (það er ótrúlega pirrandi þegar manni er mikið niðri fyrir). Ég miklaði það verulega fyrir mér að gera enn margslungnari hluti eins og að setja inn myndir. Núna er þetta ekkert vandamál.
Áður en ég sendi myndirnar inn þarf ég að forvinna þær lítillega. Það hef ég nú gert við marga tugi mynda. Ég ætla að láta þær læðast inn nokkrar í einu út vikuna. Nú þegar eru komnar nokkrar sem ég hef trassað og lýsa ýmsu sem ég hef sagt frá að undanförnu. Skoðið myndasíðuna reglulega á næstunni.
Til marks um metnaðinn þessa dagana hef ég endurunnið nokkurra daga gamla bloggfærslu, þessa um stórinnkaupin. Nú hefur hún verið myndskreytt nokkuð ítarlega.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Blessaður og sæll (eða sæll og blessaður, er það að vera blessaður af því að maður er sæll ellega sæll vegna blessunar?) Líklega bæði eftir aðstæðum. En já. Hægar tölvur eru óþolandi hlutir? Ég bið að helsa.
Kv Kristinn Friðberg Einarsson.
Skrifa ummæli