þriðjudagur, júlí 28, 2009

Daglegt líf: Sumarbústaðarferð í Grímsnesið

Við Vigdís erum rétt stigin inn úr fjögurra daga bústaðaferð í Grímsnesið. Það gerðist svo sem ekkert markvert annað en það að við nýttum tímann til að slappa af. Veðrið heldur ekkert til að hrópa húrra fyrir og það takmarkaði óneitanlega athafnagleðina. Það er hins vegar alltaf gaman að sjá hvað Signý og Hugrún halda mikið upp á þennan stað. Fyrir þær er þetta eins og að koma "heim", þær eru orðnar svo heimavanar í húsinu. Svo er bústaðurinn svo þægilega staðsettur, með Selfoss, Laugavatn og önnur byggðarlög í næsta nágrenni. Við áttum reyndar erindi upp á Hvolsvöll um helgina þar sem eins konar ættarmót var haldið í fjölskyldu Vigdísar. Þá var gott að geta skotist fram og til baka án þess að þurfa að híma of lengi í bílnum með stelpurnar. Sem sagt, bæði praktískt og notalegt hjá okkur um helgina.

Engin ummæli: