þriðjudagur, júlí 28, 2009

Fréttnæmt: Heilsufarsskýrsla 2

Í dag heyrði Vigdís í heimilislækninum okkar. Hún átti pantaðan símatíma vegna rannsóknarinnar á Hugrúnu frá því fyrir viku. Læknirinn kom með bæði jákvæðar og neikvæðar fréttir. Jákvæðu fréttirnar eru að bakflæðið hefur minnkað umtalsvert, frá því að vera þriðja stigs (í fjórskiptu kerfi) niður í fyrsta stigs. Hún er búin að þurfa að vera á lyfjum út af þessu hvert einasta kvöld undanfarið ár en héðan í frá má hún sleppa þeim. Hún má líka fara í sund í kjölfarið af þessari jákvæðu breytingu. HIns vegar eru neikvæðu fréttirnar þær að hún þarf að undirgangast rannsóknina aftur að ári, til að ganga endanlega úr skugga um að þetta sé á undanhaldi. Þetta var mjög óþægilega rannsókn fyrir Hugrúnu. Í bæði skiptin hefur hún hins vegar tekið fljótt af svo ég á von á því að þetta gangi hratt fyrir sig næst líka og verði þá úr sögunni.

Engin ummæli: