föstudagur, júlí 03, 2009

Fréttnæmt: Smá veikindatörn

Það er eins og ég hafi fundið það á mér: um leið og ég sleppti orðinu síðast fóru veikindin að ágerast. Hugrún fékk aftur heilmikið bakslag um nóttina svo við ákváðum að fara með þær báðar strax til læknis, á þriðjudag. Þær voru snarlega úrskurðaðar með Streptokokkasýkingu og fóru á tiu daga lyfjakúr. Eru orðnar fínar núna og komnar í leikskólann. Ég fann hins vegar fyrir einhverju svipuðu sama kvöld, smá beinverki og örlitla hálsbólgu. Þetta var eitthvað lítilsháttar, hitinn á bilinu 38-39 gráður, en Vigdís var ákveðin í að ég skyldi gangast undir sama próf, sem var á miðvikudaginn, og útkoman reyndist jákvæð. Við erum þá þrjú á heimilinu núna á tíu daga Streptokokkakúr. Sem betur fer ákváðum við þetta í tæka tíð því þegar ég vaknaði daginn eftir, í gærmorgun, var ég eiginlega fárveikur. Vaknaði í algjöru svitabaði, með fjörtíu stiga hita. Það perlaði af mér svitinn. Hvernig hefði maður verið án lyfjanna? Eftir að hafa innbyrt verkjatöflur og fyrsta lyfjaskammt dagsins fór mér hins vegar að snarbatna og hef verið á batavegi síðan (bara tvær kommur í morgun). Við erum sem sagt öll á batavegi og það er rétt að taka fram að einum sólarhring eftir fyrstu lyfjagjöf hættir maður að vera smitandi. Það er því óhætt að kíkja í heimsókn eða hafa samband um helgina, ef menn vilja.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gott að vita að ykkur er að batna....

Ég er svo lánsöm (ennþá 7 9 13 ) að vera ekki hrædd við veikindin svo það þarf meira til að stoppa mig en þetta ...
En aldrei að segja aldrei....
en látið ykkur batna enn meir...og þá koma ennþá fleiri.... :) knús.... B

Nafnlaus sagði...

Gott að vita að ykkur er að batna....

Ég er svo lánsöm (ennþá 7 9 13 ) að vera ekki hrædd við veikindin svo það þarf meira til að stoppa mig en þetta ...
En aldrei að segja aldrei....
en látið ykkur batna enn meir...og þá koma ennþá fleiri.... :) knús.... Begga