föstudagur, júlí 24, 2009

Daglegt líf: Sundlaug í garðinn

Nú hefur hitinn lækkað töluvert og það kemur beinlínis eins og ferskur andblær inn í tilveruna. Það rifjaðist upp fyrir mér í gær, þegar ég var staddur úti með Hugrúnu og Signýju, hvernig það var í gamla daga að koma heim frá útlöndum og rakamettuðu lofti yfir í ferskleikann. Mann langaði bara að reka út úr sér tunguna um leið og maður steig út úr flugvélinni.

Garðurinn hefur verið einstaklega vel nýttur þessa sólríku daga. Við gerðum okkur lítið fyrir og keyptum myndarlega uppblásanlega sundlaug fyrir Signýju og Hugrúnu. Hún er nógu stór til að við foreldrarnir og aðrir gestir getum spókað okkur í henni ásamt börnunum, í ylvolgu vatninu. Nú þegar hafa margir dýft tá ofan í laugina og vonandi eiga fleiri eftir að njóta góðs af það sem eftir er sumars.

Engin ummæli: