Við skruppum í bæinn í dag. Gengum Laugaveginn. Hugmyndin var að upplifa Þorláksmessu með góðum fyrirvara og fá hugmyndir að jólagjöfum, jafnvel kaupa eitthvað. Hugrún var hins vegar þreytt svo við stöldruðum ekki eins lengi við og til stóð. Hins vegar áttum við gott stopp í Kisunni. Þar kennir sannarlega margra grasa. Eigendurnir kaupa, skilst mér, vörur héðan og þaðan - aðallega bara það sem þeim sjálfum þykir vænt um og vilja hafa heima hjá sér. Það ægir öllu saman - geisladiskum og brúðum, bókum og bollastellum, þroskaleikföngum og klæðnaði. Við fundum fullt af skemmtilegum gjöfum, svo sannarlega, en Hugrún beit líka á agnið. Hún hélt tangarhaldi í sérlega vandaðan hund (brúðu) sem við öll urðum hrifin af á staðnum. Hann var keyptur, tveir slíkir reyndar, fyrir Hugrúnu og Signýju. Þær fengu þá hins vegar ekki í hendur aftur fyrr en löngu seinna, rétt fyrir svefninn. Mikið var gaman að afhenda þeim hundana í rúmið og sjá þær kúra með sinn hvorn hundinn og sofna eins og sannkölluð jólabörn á tíu mínútum.
Núna þegar ég hef ákveðið að kveikja á tölvunni langaði mig að skoða fleiri vörur frá framleiðanda hundanna (hann var svo vandaður, að okkur fannst). Niðurstöður má sjá hér á þessari skemmtilegu síðu: Douglas Cuddle Toy
laugardagur, nóvember 28, 2009
Daglegt líf: Dugnaðarvika
Nú er aðventan að hefjast og hún minnir mann á tiltekt, jólaundirbúning og (vonandi) notalegheit. Aldrei þessu vant erum við snemma á ferðinni og komin vel á stað með undirbúning. Í miðri vinnuviku datt mér í hug að baka smjörkökur af því ég var einn heima með Signýju og Hugrúnu (þessi uppskrift er nú það einfaldasta í bókinni). Tveim dögum síðar fylgdi Vigdís þessu eftir með tveimur sortum. Í gær stóð til að gera enn meira, en það hefur frestast þangað til á morgun.
Við ætlum að vera sérlega hagsýn og skynsöm þessi jól. Eitt okkar helsta ráð til að flýta jólaundirbúningi er að halda upp á afmæli Signýjar viku á undan áætlun. Sjötta desember verður haldið upp á afmælið formlega með veislu. Þetta helgast nú reyndar af því að Vigdís er að vinna talsvert helgina á eftir en eftir á að hyggja finnst okkur þetta heppilegt. Þá fá allir meira svigrúm til að undirbúa jólin. Þetta býður líka frekar upp á að taka helgina á eftir (hina eiginlegu afmælishelgi) á móti þeim sem ekki komast helgina á undan. Bæði skiptin eru því "alvöru": fyrri helgin er veisluhelgin og hin er "afmælishelgin". Sem sagt, bráðsniðugt.
Þetta breytta fyrirkomulag ýtti okkur því af stað með allan undirbúning. Nú erum við líklega hálfnuð með smákökubaksturinn, byrjuð á gjafainnkaupum (sem skulu að mestu kláruð fyrir afmæli Signýjar) og byrjuð að taka til í stórum stíl. Heil geymsla (af þremur) hefur verið rudd og ísskápurinn er í þessum skrifuðum orðum að þiðna. Það þýðir náttúrulega tiltekt í honum í kjölfarið. Svo langar mig að státa af skemmtilegu endurskipulagi í eldhúsinu í leiðinni - sérstakt flokkunarkerfi í kryddhillu og frumlegri uppröðun á matreiðslubókum í eldhússkáp - en ég fer ekkert nánar út í það nema í eigin persónu.
Á meðan allt þetta gengur yfir vill svo til að leigusalinn okkar er á fullu utandyra að laga lagnir og leiðslur sem staðið hafa í opnum skurði síðan í sumar. Í dag mokaði hann endanlega yfir.
Opnum skurði, sagði ég? Þetta hljómar svo sem ágætlega en ef maður spáir í það: Getur skurður nokkurn tímann verið annað en opinn?
En sem sagt, athafnasamir dagar sem miðast allir að sérlegri afslöppun hér heima um leið og afmæli Signýjar sleppir.
Við ætlum að vera sérlega hagsýn og skynsöm þessi jól. Eitt okkar helsta ráð til að flýta jólaundirbúningi er að halda upp á afmæli Signýjar viku á undan áætlun. Sjötta desember verður haldið upp á afmælið formlega með veislu. Þetta helgast nú reyndar af því að Vigdís er að vinna talsvert helgina á eftir en eftir á að hyggja finnst okkur þetta heppilegt. Þá fá allir meira svigrúm til að undirbúa jólin. Þetta býður líka frekar upp á að taka helgina á eftir (hina eiginlegu afmælishelgi) á móti þeim sem ekki komast helgina á undan. Bæði skiptin eru því "alvöru": fyrri helgin er veisluhelgin og hin er "afmælishelgin". Sem sagt, bráðsniðugt.
Þetta breytta fyrirkomulag ýtti okkur því af stað með allan undirbúning. Nú erum við líklega hálfnuð með smákökubaksturinn, byrjuð á gjafainnkaupum (sem skulu að mestu kláruð fyrir afmæli Signýjar) og byrjuð að taka til í stórum stíl. Heil geymsla (af þremur) hefur verið rudd og ísskápurinn er í þessum skrifuðum orðum að þiðna. Það þýðir náttúrulega tiltekt í honum í kjölfarið. Svo langar mig að státa af skemmtilegu endurskipulagi í eldhúsinu í leiðinni - sérstakt flokkunarkerfi í kryddhillu og frumlegri uppröðun á matreiðslubókum í eldhússkáp - en ég fer ekkert nánar út í það nema í eigin persónu.
Á meðan allt þetta gengur yfir vill svo til að leigusalinn okkar er á fullu utandyra að laga lagnir og leiðslur sem staðið hafa í opnum skurði síðan í sumar. Í dag mokaði hann endanlega yfir.
Opnum skurði, sagði ég? Þetta hljómar svo sem ágætlega en ef maður spáir í það: Getur skurður nokkurn tímann verið annað en opinn?
En sem sagt, athafnasamir dagar sem miðast allir að sérlegri afslöppun hér heima um leið og afmæli Signýjar sleppir.
föstudagur, nóvember 27, 2009
Daglegt líf: Eldhússamræður
Nú á krepputímum er mikilvægt að laga einfaldan og ódýran mat sem oftast. Í kvöld var það hrísgrjónagrautur eftir öllum kúnstarinnar reglum (kanilsykur, vanilludropar, rúsínur og smjörklípa). Til að hann bragðist sem best þarf maður nauðsynlega að standa yfir honum og hræra reglulega á ekki of háum hita (annars kemur hæglega brunabragð af mjólkinni). Þessu hafa stelpurnar gaman af og njóta þess að hjálpa mér, svona við og við. Hugrún stóð við hlið mér all lengi og bað mig síðan: "Vittu halda mér og hræða?", sem má svo sem alveg misskilja. Ég lyfti henni hins vegar varlega upp að pottinum þar sem hún naut þess að "hræða" í grautnum með mér smástund. Svo fylgdist hún vel með þegar ég tók fram vanilludropana. Þegar hún fékk að þefa af dropunum sagði hún að bragði: "Oj, vond litt (lykt)" (þetta segir hún eiginlega alltaf þegar hún fær að þefa af einhverju). Síðan var henni lyft upp á ný til að fylgjast með því hvernig kandísbrúnn litur dropanna blandaðist saman við hvítan grautinn. En ekki hefur henni fundist liturinn merkilegur: "Það gleymdi (að) setja tómatsósu". Auðvitað! Tómatsósan reddar öllum mat. Hún Hugrún notar mikið orðið "geymdi" í merkingunni "vantar", sem mér finnst svolítið merkilegt. Ég benti henni hins vegar á að það ætti engin tómatsósa að fara saman við grautinn. "Ó" sagði hún þá (sem hún gerir gjarnan þegar hún er leiðrétt). Við svo búið kom Signý inn í eldhús. Hún vissi að ég væri að hita graut. Hún var farin að hlakka til og spurði full eftirvæntingar: "Pabbi, má ég líka fá blóðnös?". Ekki skildi ég spurninguna fyrr en hún endurtók: "Blóðnös, með sykri á!"
þriðjudagur, nóvember 24, 2009
Þroskaferli: Þroskamat Hugrúnar
Í gær var gaman hjá Hugrúnu. Hún fór í tveggja og hálfs árs skoðun, sem er fyrst og fremst þroskamat. Hún naut sín og settist prúð og yfirveguð við lítið barnaborð og leysti þar þrautir. Hún minnti mig satt að segja á japanskt eða kínverskt barn sem sest fulkomnlega agað og bíður fyrirmæla. Ég, sem er vanur hegðunarröskun á háu stigi í mínu starfi, undaðist hvað hún virtist vera skólahæf nú þegar. Og þrautirnar leysti hún með bravúr og fékk einkunn vel yfir meðaltali. Hún byggði meðal annars turn úr tíu smágerðum, sléttum kubbum. Viðmið fyrir hennar aldur er víst átta en hún fór létt með að reisa turninn alla leið, úr öllum kubbunum. Á vissum tímapunkti hallaði hann pínulítið og þá gerði sú litla sér lítið fyrir og leiðrétti turninn vandlega og hélt svo áfram. Ótrúlega yfirveguð. Þetta var eins og spennuatriði úr bíómynd fyrir okkur foreldrana sem horfðum gaumgæfilega en þegjandi á. Fyndnasta atriðið snerist hins vegar um ritun. Hún var spurð að því hvaða hönd hún notaði til að teikna. Hugrún var hálf undandi yfir þessari spurningu en lyfti upp hægri höndinni skýrt og greinilega. Hjúkrunarfræðingurinn ítrekaði við þetta spurningu sína - fannst þetta eitthvað óljóst - og þá rétti Hugrún upp vinstri höndinni með vísifingurinn útréttan og benti á hina höndina.
sunnudagur, nóvember 15, 2009
Upplifun: Tvíkeypt gjöf
Nú er athafnasamur sunnudagur að baki. Við fengum fullt af gestum í heimsókn, bæði upp úr hádegi og seinni partinn. Þar á milli skruppum við Signý og Hugrún í afmæli til bestu vinkonu Signýjar úr leikskólanum. Þar gekk allt óskaplega vel og maður sá betur en áður hvað þær eru góðar vinkonur. Þetta var líka til þess að brjóta ísinn því núna geta þær farið að mæta í heimsókn hvor til annarrar. Reyndar er það allt í burðarliðnum...
Gærdagurinn var ekki síður eftirminnilegur, en fyrir allt aðrar sakir. Við Signý og Hugrún fórum í bókabúðina á Eiðistorgi og fundum þar afmælisgjöf. Þetta var samtíningur sem Signý valdi saman af natni. Þessu var öllu pakkað inn mjög skemmtilega af afgreiðsludömunni. Síðan fórum við beint á eftir upp á bókasafn, sem er þarna nánast beint á móti. Þar héldum við okkur næsta hálftímann eða þar til tilkynnt var um lokun. Þær systur voru búnar að klæða sig úr útiskóm og heitum útiflíkum þannig að það var svolítil fyrirhöfn að hafa sig af stað á ný. Ekki bætti úr skák að Hugrún var engan veginn tilbúin að yfirgefa svæðið og harðneitaði að fara í skó. Það endaði þannig að ég hélt bara á Hugrúnu, skólausri, og var með skóparið í fanginu ásamt henni. Signý var hins vegar viljug til að halda á úlpunni hennar á leiðinni út. Þegar þangað var komið var daman klædd, áreynslulaust að þessu sinni, og við fórum út í bíl. Þegar heim var komið uppgötvaði ég hins vegar að pakkinn hafði ekki komið með okkur!!! Við það brunaði ég einn upp á safn og var kominn þangað fimmtán mínútum eftir lokun. Þá var kveikt innandyra en enginn á ferli þrátt fyrir ítrekað bank og bjölluhringingar. Líklega var enginn innandyra (ég gat gægst). Ljósið var hugsanlega ætlað ræstingunni sem var á næsta leyti. Gjöfin var hins vegar ábyggilega innandyra og myndi ekki koma í leitirnar fyrr en á mánudaginn kemur. Það er náttúrulega allt of seint. Ég sá í anda sársvekkta Signýju sem hafði brugðið mikið við að hafa gleymt gjöfinni. Þá datt mér þjóðráð í hug. Ég arkaði aftur út í bókabúð og vissi að ég myndi finna eitthvað annað í staðinn - með þá von í brjósti að ef til vill væru til önnur eintök af sömu hlutum og voru í pakkanum týnda. Sem og reyndist vera. Ég rétti afgreiðslukonunni nákvæmlega sömu hluti og áður og greindi í leiðinni frá atburðarásinni. Hún sýndi mér skilning og tók sérstaklega fram nýja rúllu af sama umbúðapappír og hafði klárast hálfum tíma fyrr og bjó nákvæmlega eins um hnútana og áður. Svo var hún að sjálfsögðu tilbúin til að taka við hinum pakkanum strax eftir helgi.
Þar með voru allir sáttir og jafnvægi helgarinnar stóð óraskað.
Gærdagurinn var ekki síður eftirminnilegur, en fyrir allt aðrar sakir. Við Signý og Hugrún fórum í bókabúðina á Eiðistorgi og fundum þar afmælisgjöf. Þetta var samtíningur sem Signý valdi saman af natni. Þessu var öllu pakkað inn mjög skemmtilega af afgreiðsludömunni. Síðan fórum við beint á eftir upp á bókasafn, sem er þarna nánast beint á móti. Þar héldum við okkur næsta hálftímann eða þar til tilkynnt var um lokun. Þær systur voru búnar að klæða sig úr útiskóm og heitum útiflíkum þannig að það var svolítil fyrirhöfn að hafa sig af stað á ný. Ekki bætti úr skák að Hugrún var engan veginn tilbúin að yfirgefa svæðið og harðneitaði að fara í skó. Það endaði þannig að ég hélt bara á Hugrúnu, skólausri, og var með skóparið í fanginu ásamt henni. Signý var hins vegar viljug til að halda á úlpunni hennar á leiðinni út. Þegar þangað var komið var daman klædd, áreynslulaust að þessu sinni, og við fórum út í bíl. Þegar heim var komið uppgötvaði ég hins vegar að pakkinn hafði ekki komið með okkur!!! Við það brunaði ég einn upp á safn og var kominn þangað fimmtán mínútum eftir lokun. Þá var kveikt innandyra en enginn á ferli þrátt fyrir ítrekað bank og bjölluhringingar. Líklega var enginn innandyra (ég gat gægst). Ljósið var hugsanlega ætlað ræstingunni sem var á næsta leyti. Gjöfin var hins vegar ábyggilega innandyra og myndi ekki koma í leitirnar fyrr en á mánudaginn kemur. Það er náttúrulega allt of seint. Ég sá í anda sársvekkta Signýju sem hafði brugðið mikið við að hafa gleymt gjöfinni. Þá datt mér þjóðráð í hug. Ég arkaði aftur út í bókabúð og vissi að ég myndi finna eitthvað annað í staðinn - með þá von í brjósti að ef til vill væru til önnur eintök af sömu hlutum og voru í pakkanum týnda. Sem og reyndist vera. Ég rétti afgreiðslukonunni nákvæmlega sömu hluti og áður og greindi í leiðinni frá atburðarásinni. Hún sýndi mér skilning og tók sérstaklega fram nýja rúllu af sama umbúðapappír og hafði klárast hálfum tíma fyrr og bjó nákvæmlega eins um hnútana og áður. Svo var hún að sjálfsögðu tilbúin til að taka við hinum pakkanum strax eftir helgi.
Þar með voru allir sáttir og jafnvægi helgarinnar stóð óraskað.
fimmtudagur, nóvember 12, 2009
Fréttnæmt: Hraðasekt
Í gær fékk ég bæði jákvæðar og neikvæðar fréttir inn um póstlúguna. Ég fékk annars vegar að vita það að lögreglan er farin að fylgjast mjög náið með hraðaakstri í hverfinu. Sem er gott. Hins vegar frétti ég þetta frá lögreglunni sjálfri. Ekki nógu gott. Þeir gómuðu mig í hverfinu með eftirlitsmyndavél, á 48 kílómetra hraða á götu þar sem hámarkshraðinn er þrjátíu.
Nánar tiltekið var þetta um hábjartan daginn á Kaplaskjólsvegi - nánast gatan heim í hlað, klukkan hálf þrjú (engin umferð). Ef ég þekki mig rétt þá hef ég ákveðið að aka greitt þennan stutta spotta vegna þess að ég sá vel yfir og ekki nokkur hræða á sveimi um þetta leyti á svæðinu. Yfirsýn er mjög góð þegar engum bíl hefur verið lagt í götunni, eins og tíðkast um þetta leyti. En því miður þá er eftirlitsmyndavél bara vél og tekur ekki mið af aðstæðum.
Svekktur? Nei, bara hissa á að lenda í þessu aftur. Það rifjaðist upp fyrir mér hraðasekt sem ég fékk á leiðinni til Færeyja fyrir sex árum síðan (sjá hér). Samanlagt hef ég nú verið gómaður þrisvar (einu sinni þegar ég vann fyrir austan, á leið milli Hellu og Hvolsvallar). Í öll skiptin varð ég jafn hissa.
Nánar tiltekið var þetta um hábjartan daginn á Kaplaskjólsvegi - nánast gatan heim í hlað, klukkan hálf þrjú (engin umferð). Ef ég þekki mig rétt þá hef ég ákveðið að aka greitt þennan stutta spotta vegna þess að ég sá vel yfir og ekki nokkur hræða á sveimi um þetta leyti á svæðinu. Yfirsýn er mjög góð þegar engum bíl hefur verið lagt í götunni, eins og tíðkast um þetta leyti. En því miður þá er eftirlitsmyndavél bara vél og tekur ekki mið af aðstæðum.
Svekktur? Nei, bara hissa á að lenda í þessu aftur. Það rifjaðist upp fyrir mér hraðasekt sem ég fékk á leiðinni til Færeyja fyrir sex árum síðan (sjá hér). Samanlagt hef ég nú verið gómaður þrisvar (einu sinni þegar ég vann fyrir austan, á leið milli Hellu og Hvolsvallar). Í öll skiptin varð ég jafn hissa.
fimmtudagur, nóvember 05, 2009
Daglegt líf: Venjulegt amstur og framfaraskref
Síðustu tvær vikurnar hef ég ekkert skrifað en það helgast af því að tiltölulega fátt hefur á daga okkar drifið. Eins og flestir erum við í viðbragðsstöðu vegna svínaflensunnar. Vigdís fékk einhverja smápest og mátti ekki vinna vegna hennar síðustu helgi. Mögulega var þar um að ræða svínaflensuna sem náði þá ekki að grassera vegna forvarnarsprautunnar sem hún fékk nýlega sem heilbrigðisstarfsmaður. Eða kannski var þetta bara eitthvað allt annað. Annars höfum við verið mjög frísk eftir að ég náði mér sjálfur af flensunni minni þar á undan. Fórum fyrir tveimur vikum í bústað og höfðum það náðugt. Það er alltaf gott að sleppa aðeins út úr bænum.
Síðan við komum úr bústaðnum höfum við smám saman verið að venja Hugrúnu af næturbleyju. Við erum enn að nota leifarnar af bleyjupokanum sem hún kom með heim um daginn úr leikskólanum og ætlum okkur ekki að sólunda þeim kæruleysislega. Það verður ekki keyptur annar poki á þetta heimili! Þetta krefst auðvitað sérstakrar athygli af okkar hálfu. Það þarf að vekja hana á miðnætti og fara með hálfsofandi á klósettið (hún tekur því furðu vel). Svo er hún gómuð um miðja nótt ef hún byltir sér eða vaknar. Á morgnana fær hún heldur ekki að lúra fram eftir. En auðvitað gerast slysin þrátt fyrir allt. Þá kemur þvottavélin að góðum notum - sem, nota bene, þurfti viðgerðar við um daginn. Allt kemur þetta heim og saman.
Síðan við komum úr bústaðnum höfum við smám saman verið að venja Hugrúnu af næturbleyju. Við erum enn að nota leifarnar af bleyjupokanum sem hún kom með heim um daginn úr leikskólanum og ætlum okkur ekki að sólunda þeim kæruleysislega. Það verður ekki keyptur annar poki á þetta heimili! Þetta krefst auðvitað sérstakrar athygli af okkar hálfu. Það þarf að vekja hana á miðnætti og fara með hálfsofandi á klósettið (hún tekur því furðu vel). Svo er hún gómuð um miðja nótt ef hún byltir sér eða vaknar. Á morgnana fær hún heldur ekki að lúra fram eftir. En auðvitað gerast slysin þrátt fyrir allt. Þá kemur þvottavélin að góðum notum - sem, nota bene, þurfti viðgerðar við um daginn. Allt kemur þetta heim og saman.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)