Páskar að baki og gott betur, stutt vinnuvika líka. Við höfðum það náðugt um páskana og óðum nánast í heimboðum dag frá degi. Það var eins gott því ég gat ekki keypt í matinn fyrir helgina (og Vigdís meira eða minna á vöktum milli matarboða). Veskið mitt týndist á miðvikudaginn fyrir páska. Það fannst reyndar aftur sama dag, á leyndum stað í bílnum, en ekki fyrr en ég var búinn að loka kortunum - sem var rétt fyrir sex. Þá var orðið of seint að ná í bankana aftur fyrir páskafrí. Fimmtudagur og föstudagurinn langi framundan. Ég hafði á bak við eyrað stutta opnun í Kringlunni á laugardaginn (milli tólf og fjögur) en sá dagur þróaðist þannig að við urðum að flýta okkur austur fyrir fjall í matarboð til að ná þangað og til baka fyrir óveður sem var í uppsiglingu. Mín kort voru því enn ónothæf þann daginn, sem og sunnudag og annan í Páskum. Kosturinn við þetta allt saman var auðvitað sá að við eyddum varla krónu alla vikuna.
Ég vaknaði hins vegar upp við vondan draum á fyrsta vinnudegi eftir Páska. Þá mundi ég skyndilega eftir því að miðasala á Costello átti að hefjast á hádegi. Nú gerist þetta allt á netinu og kortið verður að vera til taks. Ég þurfti að haska mér út í banka í kaffipásunni um tíuleytið og treysta á að kortið yrði nothæft á hádegi. Það gekk hins vegar ekki eftir. Kortið var enn í lamasessi á meðan ég horfði fram á glæsileg sæti á þriðja bekk í Hörpunni fara í súginn. Ég stormaði um stofuna mína í vinnunni og hugsaði mitt rjúkandi ráð. Þá kom mér Vigdís að sjálfsögðu í hug. Með einni símhringingu var miðanum og sætinu borgið. Eftir sjö mánuði verð ég þar, svo sannarlega, og á eftir að hlakka til allan tímann. Þetta er eins og meðganga :-)
föstudagur, apríl 29, 2011
mánudagur, apríl 25, 2011
Tónlist: Costello sóló
Ég var að tékka á tónleikaferðalagi Costellos á netinu og í ljós kom að tónleikarnir hérna eru hluti af sóló-tónleikaferð. Hann er ekki með hljómsveit sér til stuðnings svo að þetta verður líklegast ekki mikið rokk. Hins vegar hefur hann komið víða við á löngum ferli og er mjög fær í að draga fram það besta í sínum lögum með einföldum flutningi.
Með þessar upplýsingar í huga bæti ég við nokkrum linkum sem gefa gleggri mynd af því sem er framundan. Í fyrsta tenglinum eru tvö lög og ég mæli sérstaklega með seinna laginu, kassagítarútgáfa af Shipbuilding.
Rockinghorse Road og Shipbuilding
Síðan fann ég brot úr einu af hans þekktustu lögum, Veronica, auk Alison og loks eitthvað glænýtt, af nýrri plötu, National Ransom.
Ég var eiginlega hissa á því hvað var lítið í boði á Youtube af lögum með honum einum. Þetta er svolítið hrátt. Vona bara að þetta fæli ekki frá.
Með þessar upplýsingar í huga bæti ég við nokkrum linkum sem gefa gleggri mynd af því sem er framundan. Í fyrsta tenglinum eru tvö lög og ég mæli sérstaklega með seinna laginu, kassagítarútgáfa af Shipbuilding.
Rockinghorse Road og Shipbuilding
Síðan fann ég brot úr einu af hans þekktustu lögum, Veronica, auk Alison og loks eitthvað glænýtt, af nýrri plötu, National Ransom.
Ég var eiginlega hissa á því hvað var lítið í boði á Youtube af lögum með honum einum. Þetta er svolítið hrátt. Vona bara að þetta fæli ekki frá.
föstudagur, apríl 22, 2011
Matur: Lax með mangóchutney
Ég fór í fermingarveislu í gær hjá Línu Rós, sem er barnabarn móðurbróður míns. Veislan var hin huggulegasta með nokkrum skemmtilegum óvæntum "atriðum". Meðal annars tók hún Lína upp á því sjálf að syngja tvö lög og bar sig mjög vel. Það þarf hugrekki til að gera svona lagað. Svo var maturinn fyrsta flokks. Ég sveigði fram hjá kjötinu, að vanda, og fékk nákvæmar upplýsingar um það bitastæðasta á borðinu: Mangóchutneylax. Það sem kom á óvart var fyrst og fremst bragðið og síðan hve auðveld uppskriftin var.
Laxinn er látinn marínerast í sojasósu í nokkra klukkutíma. Síðan er mangóchutney smurt yfir og salthnetum sáldrað yfir. Síðan bara: Inn í ofn! Það þarf ekki salt eða pipar eða önnur krydd. Sætleikinn og kryddkeimurinn kemur frá chutneysósunni og saltbragðið úr sojasósunni. Einfalt og gott. Það hentar vel að bera þetta fram með hvítlaukssósu og salati.
Laxinn er látinn marínerast í sojasósu í nokkra klukkutíma. Síðan er mangóchutney smurt yfir og salthnetum sáldrað yfir. Síðan bara: Inn í ofn! Það þarf ekki salt eða pipar eða önnur krydd. Sætleikinn og kryddkeimurinn kemur frá chutneysósunni og saltbragðið úr sojasósunni. Einfalt og gott. Það hentar vel að bera þetta fram með hvítlaukssósu og salati.
fimmtudagur, apríl 21, 2011
Tónlist: Hvalrekinn Costello
Elvis Costello er að koma! Þetta las ég á dögunum og fékk strax smá fiðring. Ég er búinn að þekkja tónlist hans í yfir tuttugu ár og held mikið upp á hann sem tónlistarmann. En það er sérstaklega heppilegt að hann skuli koma akkúrat núna. Ástæðan er sú að ég lagðist yfir frábæra ævisögu hans upp úr áramótum og hef verið að stúdera feril hans og ævistarf sérstaklega undanfarið. Aðdáunin hefur að sjálfsögðu aukist á sama tíma. Þá heyrist bankað! Costello boðar komu sína til landsins. Ótrúlega ánægjulegt!
En það er ennþá mjög langt í tónleika. Þeir verða ekki fyrr en undir lok nóvembermánaðar og því nægur tími til stefnu fyrir þá sem hafa hug á að undirbúa sig að kynna sér vel það helsta sem hann lætur eftir sig. Sjálfur er ég alvarlega að spá í að nýta mér þetta sem ástæðu til að hafa reglulegan Costello-pistil hér í blogginu fram að tónleikum. Hugmyndin er að fjalla lauslega um ótrúlegan tónlistarferil Costellos með reglulegri vísun í tóndæmi af netinu. Það geri ég í þægilegum en reglulegum skömmtum og tek þetta fyrir í tímaröð.
Miðasala hefst hins vegar strax á þriðjudaginn kemur þannig að menn þurfa að vera fljótir að gera upp hug sinn varðandi miðakaup. Fyrir þá sem átta sig ekki á því hvað Elvis Costello stendur fyrir er hér hins vegar örlítið ágrip.
Costello hefur verið að gefa út plötur síðan 1977. Hann gaf út rúmlega plötu á ári fram til ársins 1986 - mikil afköst en gæðin voru slík að Costello var hampað af gagnrýnendum sem merkasta lagasmiði samtímans. Tónlistin er bæði ágeng og ögrandi en geysilega melódísk. Fjölbreytnin var alltaf í fyrirrúmi. Það var meiri stílbreyting á milli platna hjá honum en flestum tekst að þróa með sér á heilum ferli. Á milli platna var stokkið frá sóltónlist yfir í popp eða frá pöbbarokki yfir í pönk. Með tímanum fór hann meira að segja að vinna með klassískum tónlistarmönnum og lagði það á sig að læra að skrifa nótur til að geta unnið almennilega með mönnum eins og Burt Bacharach. Tónlistin varð fágaðri með tímanum en alltaf hafði hann þörf fyrir að leita til einfalda frumkraftsins í rokkinu inni á milli.
Hérna undir eru tenglar sem vísa á helstu smelli og önnur grípandi lög, ef þau kynnu að kveikja áhuga einhverra á tónleikunum framundan:
"Watching the Detectives" (1977) ( myndband).
"Pump it Up" (1978) (myndband)
"Oliver´s Army" (1979) (myndband).
"New Amsterdam" (1980) (myndband)
"Everyday I write the Book" (1983) (myndband)
"Veronica" (1989) - unnið með Paul McCartney (myndband
"Jacksons, Monk and Rowe" (1993) - unnið með Brodsky kvartettinum (myndband)
"She" (1999) (úr myndinni Notting Hill) myndband
"Toledo" (1998) - unnið með Burt Bacharach (myndband)
"45" (2002) (myndband)
En það er ennþá mjög langt í tónleika. Þeir verða ekki fyrr en undir lok nóvembermánaðar og því nægur tími til stefnu fyrir þá sem hafa hug á að undirbúa sig að kynna sér vel það helsta sem hann lætur eftir sig. Sjálfur er ég alvarlega að spá í að nýta mér þetta sem ástæðu til að hafa reglulegan Costello-pistil hér í blogginu fram að tónleikum. Hugmyndin er að fjalla lauslega um ótrúlegan tónlistarferil Costellos með reglulegri vísun í tóndæmi af netinu. Það geri ég í þægilegum en reglulegum skömmtum og tek þetta fyrir í tímaröð.
Miðasala hefst hins vegar strax á þriðjudaginn kemur þannig að menn þurfa að vera fljótir að gera upp hug sinn varðandi miðakaup. Fyrir þá sem átta sig ekki á því hvað Elvis Costello stendur fyrir er hér hins vegar örlítið ágrip.
Costello hefur verið að gefa út plötur síðan 1977. Hann gaf út rúmlega plötu á ári fram til ársins 1986 - mikil afköst en gæðin voru slík að Costello var hampað af gagnrýnendum sem merkasta lagasmiði samtímans. Tónlistin er bæði ágeng og ögrandi en geysilega melódísk. Fjölbreytnin var alltaf í fyrirrúmi. Það var meiri stílbreyting á milli platna hjá honum en flestum tekst að þróa með sér á heilum ferli. Á milli platna var stokkið frá sóltónlist yfir í popp eða frá pöbbarokki yfir í pönk. Með tímanum fór hann meira að segja að vinna með klassískum tónlistarmönnum og lagði það á sig að læra að skrifa nótur til að geta unnið almennilega með mönnum eins og Burt Bacharach. Tónlistin varð fágaðri með tímanum en alltaf hafði hann þörf fyrir að leita til einfalda frumkraftsins í rokkinu inni á milli.
Hérna undir eru tenglar sem vísa á helstu smelli og önnur grípandi lög, ef þau kynnu að kveikja áhuga einhverra á tónleikunum framundan:
"Watching the Detectives" (1977) ( myndband).
"Pump it Up" (1978) (myndband)
"Oliver´s Army" (1979) (myndband).
"New Amsterdam" (1980) (myndband)
"Everyday I write the Book" (1983) (myndband)
"Veronica" (1989) - unnið með Paul McCartney (myndband
"Jacksons, Monk and Rowe" (1993) - unnið með Brodsky kvartettinum (myndband)
"She" (1999) (úr myndinni Notting Hill) myndband
"Toledo" (1998) - unnið með Burt Bacharach (myndband)
"45" (2002) (myndband)
mánudagur, apríl 18, 2011
Upplifun: Hávellandi í flæðarmálinu
Aftur segi ég frá fuglum. Í þetta skiptið var ég staddur við móttökustöð sorpu við Ánanaust og var að henda lífrænum úrgangi í sjóinn. Þetta geri ég öðru hvoru því það er enginn sem þjónustar þann úrgang sem auðveldast er að endurvinna (fisk, grænmeti og ávexti). Þetta fer allt í sjóinn hjá mér eftir því sem ég get komið því við. Þarna var ég búinn að klöngrast upp á varnargarðinn er ég heyrði fuglahóp ókyrrast undir niðri. Það voru Hávellur sem þar héldu sig tugum saman og syntu frá mér í flæðarmálinu. Söngur þeirra er mjög einkennandi með tónfalli sem maður fær á heilann (hér og hér má finna bæði hljóð og mynd). Þetta kom mér á óvart að sjá þær svona margar saman komnar. Venjulega sér maður eina og eina á stangli. Maður hefur getað gengið að því vísu að finna Hávellu á Bakkatjörn á Seltjarnarnesi og hélt ég að þar væri um að ræða eitt eða tvö varppör. Aldrei hef ég séð fuglinn í svona stórum hópi og fannst það sérlega skrautlegt, enda fallegur fugl með löngum stélfjöðrum.
þriðjudagur, apríl 12, 2011
Daglegt líf: Skógarhöggsmaðurinn Þorsteinn
Hvellurinn á sunnudaginn var kom mér á óvart eins og svo mörgum öðrum. Ég var staddur uppi í Breiðholti í mat hjá mömmu þegar vindhviðurnar mögnuðust upp. Þarna var ég upp úr fjögur og fór sérstaka ferð niður í bæ að ná í Vigdísi (sem var að ljúka kvöldvakt á Borgarspítalanum). Á leiðinni til baka, upp Reykjanesbrautina, vorum við beinlínis hrædd. Vindurinn var svo áþreifanlegur. Hann gusaðist á móti manni gegnum vatnsrennurnar í malbikinu. Rakamagnið í loftinu var svo mikið og loftið gegnþétt þannig að maður gat beinlínis séð vindinn koma á móti. Skyndilega kom eins og leiftur í gegnum hugann tilhugsunin um flóðbylgjuna í Japan. Þetta er auðvitað hjákátlegt í samanburði en ef maður er varnarlítill gagnvart þessu beljandi votviðri í bílnum sínum við þessar aðstæður, hvernig ætli það hafi þá verið í Sendai þegar flóðbylgjan ógurlega eyddi öllu lífi?
Við komumst auðvitað klakklaust upp í Breiðholt og áttum afslappaða stund, en horfðum öðru hvoru á aspirnar allt í kring svigna eins og pálmatré. Ég var þarna staddur óviðbúinn og hefði átt að ganga betur frá garðinum heima. Þar vissi ég af lausu plasthúsi sem stelpurnar leika sér í öðru hvoru. Venjulega skorða ég það af á sérstökum stað þegar ég á von á óveðri en hafði ekki gert það í þetta skiptið. Einnig er stórt tré fyrir framan húsið sem hefur að undanförnu verið við það að gefa sig. Ræturnar eru veikbyggðar eftir að göngustígur var lagður þvert á rótakerfið húsmegin þannig að höggva þurfti á þær að hluta. Jarðvegurinn hefur verið að lyftast þeim megin í síðustu lægðum. Mér stóð alls ekki á sama þegar ég hugsaði út í þetta ofan úr Breiðholtinu.
Þegar við loksins komum heim stóð húsið í garðinum merkilega óhaggað. Vindáttin var bara svona hagstæð. Það hefði nú aldeilis getað gert usla ef það hefði lyfst af stað. Tréð var hins vegar að niðurlotum komið. Núna hafði jarðvegurinn lyfst öllu meira en áður en í stað þess að tréð rifnaði upp með látum, eins og ég hafði séð fyrir mér, lagðist það utan í nærliggjandi tré af sömu stærð. Þau dönsuðu mjúkan vangadans í rokinu saman þegar við komum heim. Veðrið var nú eitthvað tekið að skána þannig að við sinntum bara hefðbundnum kvöldverkum þegar heim kom. Ég hafði hins vegar samband við Ívar leigusala við fyrsta tækifæri, sem kom og tók stöðuna. Hann vissi af trénu og hafði dregið það að láta til skarar skríða. Það er ekkert grín að fella svona tré í miðjum garði. Hins vegar ákvað hann þá um kvöldið að láta verða af því að fella tréð, með tilheyrandi látum.
Það var komið kolniðamyrkur og enn mikið rok (með ískjöldum éljum) þegar Ívar kom aftur - hálf ellefu um kvöldið - með vélsög í annarri hendinni og heimatilbúinn krók úr steypustyrktarjárni í hinni, festan við tíu metra langan kaðal. Það var óneitanlega hressandi að taka þátt í þessu. Ég stökk upp í neðstu greinar og krækti í eins ofarlega og ég gat og togaði svo í að neðanverðu til að beina drumbunum í rétta átt á meðan Ívar sagaði. Þetta var vandaverk og auðvelt að slasa sig. En við vönduðum okkur og smám saman stóð stofninn einn eftir, snubbóttur. Hvað um hann verður veit nú enginn. Annað hvort verður hann aðgengilegur stubbur fyrir jólaseríur í desember næstkomandi eða endar sem efniviður í smíðastofunni í vinnunni hjá mér áður en langt um líður.
Við komumst auðvitað klakklaust upp í Breiðholt og áttum afslappaða stund, en horfðum öðru hvoru á aspirnar allt í kring svigna eins og pálmatré. Ég var þarna staddur óviðbúinn og hefði átt að ganga betur frá garðinum heima. Þar vissi ég af lausu plasthúsi sem stelpurnar leika sér í öðru hvoru. Venjulega skorða ég það af á sérstökum stað þegar ég á von á óveðri en hafði ekki gert það í þetta skiptið. Einnig er stórt tré fyrir framan húsið sem hefur að undanförnu verið við það að gefa sig. Ræturnar eru veikbyggðar eftir að göngustígur var lagður þvert á rótakerfið húsmegin þannig að höggva þurfti á þær að hluta. Jarðvegurinn hefur verið að lyftast þeim megin í síðustu lægðum. Mér stóð alls ekki á sama þegar ég hugsaði út í þetta ofan úr Breiðholtinu.
Þegar við loksins komum heim stóð húsið í garðinum merkilega óhaggað. Vindáttin var bara svona hagstæð. Það hefði nú aldeilis getað gert usla ef það hefði lyfst af stað. Tréð var hins vegar að niðurlotum komið. Núna hafði jarðvegurinn lyfst öllu meira en áður en í stað þess að tréð rifnaði upp með látum, eins og ég hafði séð fyrir mér, lagðist það utan í nærliggjandi tré af sömu stærð. Þau dönsuðu mjúkan vangadans í rokinu saman þegar við komum heim. Veðrið var nú eitthvað tekið að skána þannig að við sinntum bara hefðbundnum kvöldverkum þegar heim kom. Ég hafði hins vegar samband við Ívar leigusala við fyrsta tækifæri, sem kom og tók stöðuna. Hann vissi af trénu og hafði dregið það að láta til skarar skríða. Það er ekkert grín að fella svona tré í miðjum garði. Hins vegar ákvað hann þá um kvöldið að láta verða af því að fella tréð, með tilheyrandi látum.
Það var komið kolniðamyrkur og enn mikið rok (með ískjöldum éljum) þegar Ívar kom aftur - hálf ellefu um kvöldið - með vélsög í annarri hendinni og heimatilbúinn krók úr steypustyrktarjárni í hinni, festan við tíu metra langan kaðal. Það var óneitanlega hressandi að taka þátt í þessu. Ég stökk upp í neðstu greinar og krækti í eins ofarlega og ég gat og togaði svo í að neðanverðu til að beina drumbunum í rétta átt á meðan Ívar sagaði. Þetta var vandaverk og auðvelt að slasa sig. En við vönduðum okkur og smám saman stóð stofninn einn eftir, snubbóttur. Hvað um hann verður veit nú enginn. Annað hvort verður hann aðgengilegur stubbur fyrir jólaseríur í desember næstkomandi eða endar sem efniviður í smíðastofunni í vinnunni hjá mér áður en langt um líður.
mánudagur, apríl 04, 2011
Pæling: Happ er best í hendi
Signý og Hugrún voru fyrr í dag að blaða gegnum auglýsingabækling sem kom inn um lúguna. Þær spáðu mikið í hlutina og töldu síðan upp allt það sem þær vildu eignast: "Ég vil eignast rólu og ég vil eignast rennibraut og....."
Minn ósjálfráði mótleikur var að segja kæruleysislega: "Og mig langar í stærra hús" og ætlaði bara að vísa þessu frá mér þannig.
Þá sagði Hugrún svolítið á móti sem vakti mig hins vegar til umhugsunar: "En þetta ER bara stærra hús!"
Og það er rétt. Í stað þess að segja "Þú gætir haft það verra" þá er það miklu meira frískandi og einfaldara að segja bara: "þú HEFUR það betra".
Minn ósjálfráði mótleikur var að segja kæruleysislega: "Og mig langar í stærra hús" og ætlaði bara að vísa þessu frá mér þannig.
Þá sagði Hugrún svolítið á móti sem vakti mig hins vegar til umhugsunar: "En þetta ER bara stærra hús!"
Og það er rétt. Í stað þess að segja "Þú gætir haft það verra" þá er það miklu meira frískandi og einfaldara að segja bara: "þú HEFUR það betra".
Upplifun: Sjokkerandi lexía í eldhúsinu
Ég fékk nett áfall á sunnudaginn var. Stelpurnar voru að hjálpa mér í eldhúsinu seinni partinn við að útbúa eftirrétt. Þetta voru bananasneiðar steiktar á pönnu eftir að þeim hafði verið dýft í kókosmjólkurjafning (ásamt hveiti og sesamfræjum, salti og sykri). Ég gleymdi mér smástund og var fullur tilhlökkunar þegar kom að steikingunni. Það vildi hins vegar ekki betur til en svo að bananinn rann af gafflinum og féll á pönnuna þegar ég hallaði mér yfir hana þannig að olían spýttist frá mér. Signý var þá mér að óvörum nýkomin upp að (við hliðna á eldavélinni) og ætlaði að sjá á pönnuna. Þið getið rétt ímyndað ykkur hættuna sem myndaðist. Höfuðið hennar rétt náði yfir barminn þar sem olían spýttist yfir andlitið á henni, að því er virtist. Hún rak upp skaðræðisóp og það var greinilegt að hún hafði brennt sig. Vigdís stökk til úr stofunni og var skelfingin uppmáluð. Ég reyndi hvað ég gat að halda ró minni og fór með hana beint inn á bað og dýfði næsta handklæði í kalt kranavatn og beint á andlitið. Ég sá fyrir mér doppótt andlit, alsett brunasárum, eða jafnvel að olían hefði hæft annað augað. Sem betur fer jafnaði Signý sig hins vegar fljótt og eftir um mínútu var hún hætt að gráta. Þá sá ég að hún var ekki hættulega brennd (en átti samt von á að sjá brunablett einhvers staðar). Þá varð ég hins vegar að skilja hana eftir með móður sinni því bananarnir lágu enn þá á kraumandi pönnunni. Nú var ég orðinn hins vegar nokkuð rólegur og hélt áfram að sinna pönnunni í smástund og kom svo til baka. Signý var hætt að gráta og sat bara hnuggin í fangi Vigdísar. Það var grafarþögn. Allir í enn í miklu sjokki. Ég spurði Signýju hvar hún hefði fundið til og hún benti á gagnaugað og þar var engan blett að sjá, sem betur fer. Spáið í heppnina! Ég hélt hins vegar áfram að steikja og kláraði mig af í eldhúsinu. Signý var nógu brött til að koma aftur inn áður en yfir lauk ásamt systur sinni. Þetta var hins vegar rosaleg lexía. Það gleymist nefnilega að börnin eru með andlitið í slettuhæð beint af pönnunni! Við fáum kannski eitthvað á upphandleg, í versta falli (þá sjaldan sem maður er berhandleggjaður) á meðan þetta lendir beint framan í þeim.
Við borðuðum bananana með vanilliuís. Matarupplifunin risti ekki djúpt því við vorum hálf lystarlaus eftir þetta allt saman.
Við borðuðum bananana með vanilliuís. Matarupplifunin risti ekki djúpt því við vorum hálf lystarlaus eftir þetta allt saman.
laugardagur, apríl 02, 2011
Upplifun: Skrautleg leiksýning í trjátoppi
Ég varð fyrir mjög framandi og sérkennilegri upplifun í hverfinu í dag. Ég fór út að skokka í svölu vorloftinu og heyrði undarlegt ýluhljóð, leiftrandi eins og loftárás, eins hvellt og leysigeislarnir úr gömlu góðu vísindaskálsögunum. Það var allt í kring og aðallega fyrir ofan mig. Þetta var virkilegur hávaði - mjög áberandi. Þá fór ég að skima um eftir fuglum og tók eftir óvenju bústnum fuglum í trénu rétt fyrir ofan mig. Ekki einum heldur fleiri, hátt í tuttugu talsins. Þeir voru ívið stærri en Skógarþrösturinn en þó ekki eins miklir um sig og dúfur, gráleitir með dúsk á höfði og fullt af litum hér og þar. Vængirnir voru mynstraðir á jaðrinum og andlitið svart og hvítmynstrað í stíl, með gráan búkinn þar á milli. Mér fannst ég horfa á fugl úr fjarlægum heimi, ekki móleitan, litlausan eins og flesta íslenska, heldur skrautfugl sem tilheyrði annarri veröld. Þetta var eins og að horfa á leiksýningu mitt í gráum hversdagsleikanum, leiksýningu frá Kína. Ég gapti og fólk fór að horfa á mig þar til ég tók mig saman í andlitinu og hélt minni för áfram. Tuttugu mínútum síðar átti ég leið fram hjá svæðinu aftur þar sem fuglahópurinn hélt sig og ég heyrði langt að skvaldrið í fuglunum. Þeir eru ekki vanir því að fela sig þessir. Svo fór ég beint í tölvuna og komst að því að þetta var hin fræga Silkitoppa. Ótrúlega glæsilegur fugl.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)