mánudagur, apríl 04, 2011

Pæling: Happ er best í hendi

Signý og Hugrún voru fyrr í dag að blaða gegnum auglýsingabækling sem kom inn um lúguna. Þær spáðu mikið í hlutina og töldu síðan upp allt það sem þær vildu eignast: "Ég vil eignast rólu og ég vil eignast rennibraut og....."

Minn ósjálfráði mótleikur var að segja kæruleysislega: "Og mig langar í stærra hús" og ætlaði bara að vísa þessu frá mér þannig.

Þá sagði Hugrún svolítið á móti sem vakti mig hins vegar til umhugsunar: "En þetta ER bara stærra hús!"

Og það er rétt. Í stað þess að segja "Þú gætir haft það verra" þá er það miklu meira frískandi og einfaldara að segja bara: "þú HEFUR það betra".

1 ummæli:

Berglind sagði...

Já hugarfar barnanna er okkur oft til fyrirmyndar....