föstudagur, apríl 22, 2011

Matur: Lax með mangóchutney

Ég fór í fermingarveislu í gær hjá Línu Rós, sem er barnabarn móðurbróður míns. Veislan var hin huggulegasta með nokkrum skemmtilegum óvæntum "atriðum". Meðal annars tók hún Lína upp á því sjálf að syngja tvö lög og bar sig mjög vel. Það þarf hugrekki til að gera svona lagað. Svo var maturinn fyrsta flokks. Ég sveigði fram hjá kjötinu, að vanda, og fékk nákvæmar upplýsingar um það bitastæðasta á borðinu: Mangóchutneylax. Það sem kom á óvart var fyrst og fremst bragðið og síðan hve auðveld uppskriftin var.

Laxinn er látinn marínerast í sojasósu í nokkra klukkutíma. Síðan er mangóchutney smurt yfir og salthnetum sáldrað yfir. Síðan bara: Inn í ofn! Það þarf ekki salt eða pipar eða önnur krydd. Sætleikinn og kryddkeimurinn kemur frá chutneysósunni og saltbragðið úr sojasósunni. Einfalt og gott. Það hentar vel að bera þetta fram með hvítlaukssósu og salati.

Engin ummæli: