Ég var að tékka á tónleikaferðalagi Costellos á netinu og í ljós kom að tónleikarnir hérna eru hluti af sóló-tónleikaferð. Hann er ekki með hljómsveit sér til stuðnings svo að þetta verður líklegast ekki mikið rokk. Hins vegar hefur hann komið víða við á löngum ferli og er mjög fær í að draga fram það besta í sínum lögum með einföldum flutningi.
Með þessar upplýsingar í huga bæti ég við nokkrum linkum sem gefa gleggri mynd af því sem er framundan. Í fyrsta tenglinum eru tvö lög og ég mæli sérstaklega með seinna laginu, kassagítarútgáfa af Shipbuilding.
Rockinghorse Road og Shipbuilding
Síðan fann ég brot úr einu af hans þekktustu lögum, Veronica, auk Alison og loks eitthvað glænýtt, af nýrri plötu, National Ransom.
Ég var eiginlega hissa á því hvað var lítið í boði á Youtube af lögum með honum einum. Þetta er svolítið hrátt. Vona bara að þetta fæli ekki frá.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli