fimmtudagur, júní 16, 2005

Fréttnæmt: Meðgangan. Hjartsláttur.

Við fórum í hefðbundna skoðun í gær til að ganga úr skugga um hvort ekki væri allt gott að frétta úr leginu. Við fengum víst ekki snemm-sónar eins og ég hélt heldur var bara hlustað eftir hjartslætti. Fyrir tveimur vikum var of snemmt að heyra nokkuð. Legið víst á stærð við greip þessa dagana. Reyndar veit ég ekki, eftir á að hyggja, ekki hvort átt er við greipaldin eða grip handarinnar (10 sm.) en það gildir víst einu. Við heyrðum skýran og stöðugan hjartslátt, 160 slög á mínútu, svo það er heilmikið í undirbúningi. Á næstu vikum og mánuðum fara hlutirnir að gerast hratt.

Engin ummæli: