fimmtudagur, júní 09, 2005

Fréttnæmt: Stór tíðindi úr Granaskjóli

Það er til lítils að draga það mikið lengur. Ég er búinn að vera ýmist þögull eða tala í gátum undanfarnar vikur. Við Vigdís eigum von á barni. Við komumst að því fyrir um það bil mánuði síðan. Mér fannst ekki tímabært að skrifa neitt um það á bloggsíðunni fyrr en nánasti fjölskylduhringurinn hafði fengið tíðindin. Svo er þetta víst pínulítið viðkvæmt tímabil fyrstu þrjá mánuðina eða svo. Núna er hún sem sagt kominn um það rúmlega tvo mánuði á leið (eða rétt tæpa þrjá, - fer eftir þvi hvernig það er talið) og fóstrið ætti fljótlega að vera orðið nægilega traust í sessi til að hægt sé að reikna með að hlutirnir gangi upp. Vigdis fór í skoðun í síðustu viku og fer aftur í næstu. Fyrsta skoðun var bara létt spjall. Næst er hins vegar líklegt að hún verði ómskoðuð. Þá koma einhver ný smáatriði í ljós. Eins og staðan er núna er því fátt vitað, en þetta virðist vera allt eftir bókinni. Samkvæmt útreikningum má vænta þess að barnið komi í heiminn um áramótin... líklega í byrjun janúar. Spennandi byrjun á næsta ári. Við erum að sjálfsögðu mjög lukkuleg með þetta en tökum breytingunni með yfirvegaðri ró. Okkur finnst tímasetningin mjög heppileg. Ég er kominn í trausta vinnu og okkur líður vel í litlu kjallaraíbúðinni okkar, sem vonandi rúmar okkur þrjú þegar þar að kemur. Vigdísi líður eftir atvikum vel og tekur þessu nýja hlutverki sínu af festu og ábyrgð. Það finnst mér mjög ánægjulegt. Ég nýt þess að dekra við hana á meðan, búa til mat og hlífa henni við óþarfa álagi. Hvernig sem þetta gengur, þá ætlum við að njóta þess.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta eru frábærar fréttir! Við Stella óskum ykkur báðum innilega til hamingju! Janúar er mjög góður fæðingarmánuður, eða að amk reyndist hann mér vel :-)