föstudagur, júní 24, 2005

Upplifun: Útsýni úr Fellahverfi

Síðustu tveir dagar hafa verið ansi erilsamir. Sverrir, bróðir Vigdísar, var að flytja og ég var til aðstoðar ásamt öðrum. Þetta var geysilega mikil búslóð og margar ferðir milli hverfa. Hann flutti upp í Hólahverfi. Húsið er mjög vel staðsett innan hverfis, á jaðrinum með útsýni yfir borgina. Ég gerði mér leik úr því að telja upp helstu kennileitin af svölunum. Til marks um frábært útsýnið þá sjást þaðan sex kirkjur: Hallgrímskirkja, Seltjarnarnesskirkja, Breiðholtskirkja, Garðabæjarkirkja, Háteigskirkja og Bústaðakirkja. Við grínuðumst með það að hann gæti haft fjölbreytta bænastund á svölunum sex daga vikunnar.

Engin ummæli: