mánudagur, júní 20, 2005

Upplifun: Pictionary

Fórum í stutta bústaðaferð um helgina. Þar var spilað "Pictionary", spil sem við Vigdís reyndar eigum en höfum aldrei lagt okkur fram um að spila. Spilið reyndist stórskemmtilegt, miklu skemmtilegra en mig minnti (Ég gæti alveg hugsað mér að leggja þessa spilamennsku fyrir mig). Í spilinu er skipt í lið þar sem annar teiknar og hinn giskar á orð sem koma upp úr bunkanum. Þetta þekkja menn nú. Nema hvað, meðspilarinn minn, Toggi (kærasti Ásdísar, systur Vigdísar) var skemmtilega kokhraustur. Okkur gekk vel framan af og hann var fljótur upp á lagið með að ögra mótspilurunum okkar "þetta er rúst! Þetta er RÚST!". Svo var mikið hlegið, að sjálfsögðu. Á endanum fór spilið hins vegar svo að við skíttöpuðum á endasprettinum. Þá voru góð ráð dýr. Til að halda andlitinu ákáðum við að skilgreina spilamennskuna sem "sjálfsrúst".

Engin ummæli: