mánudagur, apríl 03, 2006
Sjónvarpið: Jörðin
Alltaf hef ég vitað að Jörðin væri ólýsanlega mikilfengleg, hvernig sem á það er litið, en aldrei hef ég upplifað það jafn áþreifanlega heima í stofu eins og í kvöld. Fyrsti þáttur í breskri þáttaröð um Jörðina fjallaði um hana á svipaðan hátt og Yann Arthus Bertrand varð frægur fyrir hér um árið (með myndum úr lofti). Þessi þáttaröð nýtir sér svipaða nálgun og fylgist með atferli hjarða, veiðitækni hópa og vistfræðilegt mynstur vatns og gróðurs sem teygir sig ásamt lífríkinu eftir árstíðunum. Dramatík þeirra sem verða undir í þessari lífsbaráttu er átakanleg og óhjákvæmileg. En lífið, í stóru samhengi, heldur áfram burt séð frá grimmum afdrifum einstaklinganna. Það að fegurð lífsins sé einmitt í þessu fólgin er nokkuð sem fyllir mann skilningsleysi og lotningu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli