sunnudagur, apríl 02, 2006
Daglegt líf: Vinnutörn
Það er nú meira hvað maður er latur við að skrifa þessa dagana. Ég held ég kenni vinnunni um. Síðustu tvær vikur hafa verið óvenju strembnar. Án þess að ég fari út í nein smáatriði (því ég er bundinn þagnarskyldu) þá erum við um það bil fimm talsins kennararnir sem kennum krökkunum og undanfarið höfum við verið undirmönnuð sem nemur tveimur stöðugildum. Það er ansi stór biti á svona litlum stað. Þar að auki eru nemendur óvenju margir þessa dagana þannig að þetta er alveg á mörkunum að ganga upp. Oftast kemur maður úrvinda heim með þá tilfinningu að dagurinn hafi verið til lítils. En sem betur fer er þetta sjaldan svona. Framan af vetrinum hefur verið óvenju rólegt hjá okkur (og vel mannað). Maður getur því engan veginn leyft sér að kvarta - enda siglir brátt í páskafrí. Það er ómetanlegt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli