laugardagur, apríl 08, 2006

Sjónvarpið: Uppskeruhátíð

Nú er ein allsherjar uppskeruhátíð í menningarlífi þjóðarinnar. Einu og sömu helgina er sjónvarpað úrslitum í "Gettu betur", Idol-inu og söngvakeppni framhaldsskólanna. Í mínum huga hafa þessir þrír atburðir, ásamt úrslitum í Eurovision, verið nátengdir vorkomunni. Reyndar er enn kalt í veðri, en það verður bjartara með hverjum deginum, sem betur fer. Við Vigdís hlökkum til að horfa á unglingana spreyta sig á söngatriðum í kvöld en þau úrslit eru höfð í hávegum á okkar heimili. Hið eina sanna karnival á meðal uppskeruhátíða.

Engin ummæli: