fimmtudagur, júlí 06, 2006

Pæling: HM-spangól í Kringlunni

Geggjuð undanúrslit HM eru að baki. Ítalir sóttu nánast án afláts allan leikinn gegn frískum Þjóðverjum og héldu síðan áfram af krafti í framlengingunni og með hreinni snilld uppskáru þeir að lokum tvö mörk á 119 og 120 mínútu. Það hlýtur að fylgja þeim mikill meðbyr í úrslitin eftir þennan sögulega sigur. Ég var staddur í Kringlunni og þar var spangólað í tvígang í bergmálandi salarkynnum seint um kvöld. Ótrúlegur sigur. Ítalir mæta Frökkum í úrslitunum sem naumlega komust í gegnum Portúgali. Það sem í raun greindi á milli Portúgala og Frakka var öll sú orka sem Portúgal sóaði í leikaraskap, skipulagsleysi og væl. Ítalirnir eru markvissari en Portúgalir (nú er ég að tala gegn fyrri samvisku minni) og Frakkar þurfa í raun annan "Brasilíuleik" til að koma höndum yfir HM-styttuna á ný eftir ótrúlega framöngu Ítala. Miðað við hvað Frakkarnir hafa vaxið frá fyrstu leikjum gæti það allt eins gerst. Ef þeir ætla hins vegar að leika eins og gegn Portúgölum (stóla á vörnina, trausta miðju og heppni í framlínunni) þá veðja ég á Ítali.

Engin ummæli: