miðvikudagur, júlí 26, 2006
Fréttnæmt: Viðgerðir á klóaklögninni
Nú er gatan hálf lömuð. Orkuveitan hefur sent Hreinsibíl í Granskjólið til að gera við aðal klóaklögnina í götunni. Við fengum tilkynningu í gær um að þetta tæki allan daginn, frá 7.45 að morgni og fram á kvöld. Á meðan höfum við ekkert heitt vatn. Það sem verra er við getum ekki notað kalda vatnið heldur eins frjálslega og við erum vön. Eins og ég skil það þá loka þeir fyrir frárennsli heimilanna á meðan þeir sýsla í götunni og ofnotkun kalda vatnsins gæti því leitt til þess að vatnið flæði upp úr kjöllurum. Við megum þvo hendur og hita kaffi en gæta þess að spara klósettferðirnar og láta vatnið ekki renna ótæpilega. Við megum ekki heldur fara í kalda sturtu. Þar til á morgun þraukum við því daginn eins og vatnssparandi meginlandsbúar. Ágætt að sýna þeim samúð í verki og fagna því í leiðinni að það sé engin hitabylgja í gangi.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli