þriðjudagur, júlí 04, 2006
Upplifun: Melabúðin 50 ára
Í dag hélt Melabúðin upp á 50 ára afmæli og þangað fórum við Vigdís í stutta heimsókn ásamt Signýju. Í sjálfri versluninni var boðið upp á nettan afslátt af völdum vörum auk konfektmola við búðarkassana. Utandyra, í votviðrinu, var hins vegar haldið upp á hina eiginlegu veislu í myndarlegu tjaldi á lóðinni við hliðina. Þar var boðið upp á nammi, íspinna og grillaðar pulsur ásamt sneið af myndarlegri afmælisköku. Eitthvað fyrir alla. Það sem var hins vegar ánægjulegast var að geta hneigt sig fyrir verslun með sjálfsvirðingu. Þær eru sannarlega ekki á hverju götuhorni.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli