Ja, hérna. Loksins þegar við héldum að við værum komin á beinu brautina þá veiktist Signý á ný. Hún veiktist lítillega fyrir helgi (gubbaði í leikskólanum). Við héldum henni inni yfir helgina og hún var að mestu hitalaus. Þá létum við á það reyna á ný á mánudaginn. Henni leið vel út skóladaginn en fékk hins vegar hita um kvöldið. Í dag var hún því heima aftur og verður það sömuleiðis á morgun (er með rúmar 38 gráður). Þetta er svona vella sem vill ekki yfirgefa hana. Signý er nokkuð brött en er fremur lystarlítil.
Svona er þetta búið að ganga siðan Signý byrjaði í leikskólanum:
1. vika - veik
2. vika - frísk (en ég veikur)
3. vika - sumarbústaður (veiktist á meðan)
4. vika - frísk (gubbaði á föstudaginn) - Hugrún veik á meðan
5. vika - veik...??
Allan þenna tíma höfum við mest megnis þurft að sinna litlu dætrum okkar innandyra, eða verið sjálf slöpp, og ekki notið hitabylgjunnar sem skyldi. Maður hugsar nú oft til þess hvað það væri nú gaman að geta sprangað um utandyra svolítið. Það hlýtur að fara að styttast í það úr þessu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Ég vona að heilsan fari að batna hjá ykkur. Það er leiðinlegt að þurfa að hanga svona innandyra í góða veðrinu og hafa áhyggjur af skottunum sínum.
Áslaug Edda var mjög svipuð og Signý þegar hún byrjaði á leikskólanum. Fékk hita sem varði í marga daga og gubbaði líka svolítið (inni í verslun í Flórens!).
Svona veikindi teljast víst alveg eðlileg þegar börn byrja á leikskóla. Sem betur fer líður þetta hjá eftir smá tíma.
Skrifa ummæli