sunnudagur, október 07, 2007

Fréttnæmt: Leikfélagahópurinn stækkar

Þetta er mikil barnsburðarhelgi. Í gærmorgun fengum við þær fréttir að Jón og Margrét hefðu eignast um nóttina stálpaða og vel hærða dóttur. Rétt eins og Hugrún var hún fremur stór miðað við þyngd. Þá sagði Vigdís: "Hún fæðist löng og svöng", sem passaði ágætlega. Við hlökkum mikið til að heimsækja þau í vikunni og vonum að þau nái að hvílast vel.

Varla var maður búinn að ná sér af tilhugsuninni fyrr en ég kveikti á tölvunni í morgun. Lítill tími hefur gefist til þess undanfarið og ég var farinn að fá það á tilfinninguna að það væri farið að draga til tíðinda í Svíþjóð einnig (en þar búa Kristján og Stella ásamt Áslaugu Eddu litlu, og lítil systir á leið í heiminn). Ekki hafði spurst til þeirri í nokkra daga en nú kom í ljós hver ástæðan var: Þau eignuðust aðra dóttur sína farsællega á mánudaginn var.

Það er því mörgum gleðitíðindum að fagna og gaman að hugsa til þess að nú hafi fjölgaði í framtíðarleikfélagahóp Hugrúnar og Signýjar um heila tvo.

Engin ummæli: