sunnudagur, nóvember 02, 2008

Fréttnæmt: Feðraorlofi lýkur

Nú á ég ekki nema einn dag eftir af feðraorlofinu mínu. Ég byrja að vinna aftur á þriðjudag. Ég hálfpartinn öfunda Vigdísi af því að vera áfram í fríi. Þetta fór vel í mig. Yfir daginn er maður alveg einn, fyrst Hugrún er komin í leikskóla. Þannig var það undir það síðasta. Vonandi upplifi ég þetta aftur í næsta fríi. Væntanlega þegar kennarar fara í jólafrí og svo í páskafríinu. Sem betur fer (fyrir mig) eiga grunnskólakennarar fleiri frídaga yfir hátíðirnar en leikskólakennarar.

Engin ummæli: