laugardagur, nóvember 08, 2008

Upplifun: Ungbarnafriður

Bjartur og Jóhanna voru að eignast dóttur fyrir stuttu. Sú óskírða kom í heiminn nokkrum dögum áður en Vigdís fór út til Köben. Á meðan stalst ég í heimsókn (enda í svo góðu fríi þá) og tók þessa mynd. Það er alltaf svo mikill friður yfir nýfæddum börnum og greinilegt að henni leið mjög vel. Þau Bjartur og Jóhanna eiga einn son fyrir (Friðrik Val) sem er fjórum mánuðum eldri en Signý. Mér skilst að hann sé mjög stoltur af litlu systur. Það verður mjög gaman að sjá hvernig samskipti þeirra eiga eftir að þróast.



Óskírð Bjartsdóttir
Originally uploaded by Steiniberg.



Nokkrum dögum eftir að Vigdís kom heim frá Danmörku fórum við saman í "formlega" heimsókn, með gjöf og öllu því sem tilheyrir. Þar sátum við í notalegu yfirlæti við dekkað hádegishlaðborð og nutum veitinga og gjóuðum til þeirrar nýfæddu á meðan nafnatillögur sveimuðu yfir borðinu. Ungbarnafriðurinn sem nærði stofuandann var í hróplegri andstöðu við togstreituna í samfélaginu úti fyrir. Minnir mann á hin raunverulegu gæði þegar "sýndarverðmæti springa eins og loftbólur" allt í kringum mann.

Engin ummæli: