Óskírð Bjartsdóttir
Originally uploaded by Steiniberg.
Nokkrum dögum eftir að Vigdís kom heim frá Danmörku fórum við saman í "formlega" heimsókn, með gjöf og öllu því sem tilheyrir. Þar sátum við í notalegu yfirlæti við dekkað hádegishlaðborð og nutum veitinga og gjóuðum til þeirrar nýfæddu á meðan nafnatillögur sveimuðu yfir borðinu. Ungbarnafriðurinn sem nærði stofuandann var í hróplegri andstöðu við togstreituna í samfélaginu úti fyrir. Minnir mann á hin raunverulegu gæði þegar "sýndarverðmæti springa eins og loftbólur" allt í kringum mann.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli