Ég hlustaði í gærkvöldi á frábæra plötu og hékk yfir henni frameftir kvöldi: The La´s: The La´s
Þessa plötu er ég búinn að halda upp á síðan hún kom út 1990. Þá keypti ég mér hana á vínyl (sem ég á enn). Tæplega tíu árum seinna eignaðist ég plötuna á diski og núna, um síðustu helgi, eignaðist ég hana einu sinni enn, aftur á diski. Ástæðan er sú að ég fann Deluxe útgáfuna af plötunni með aukadiski sem inniheldur aðra útgáfu af plötunni. Þar heyrir maður plötuna í heild sinni eins og hún átti upphaflega að hljóma. Hvað þýðir það eiginlega? Þetta er ein af þessum goðsagnakenndu "týndu" plötum sem glataðist vegna þess að söngvari hljómsveitarinnar og lagasmiður, Lee Mavers, sem er mikill sérvitringur, fann allt plötunni til foráttu (eitthvað sem enginn annar heyrði) og guggnaði á því að gefa hana út. Masterinn var á endanum eyðilagður en sem betur fer varðveittist upptaka af honum einhvers staðar uppi á háalofti. Það er þessi upptaka sem við heyrum fyrst með þessari merku útgáfu (sem kom reyndar út fyrir nokkrum árum). Platan kom hins vegar út á sínum tíma í breyttri mynd (það er upptakan sem ég hef hlustað á í gegnum tíðina). Þá hafði hljómsveitin sundrast og sameinast að nýju (að hluta) og með nýjum upptökustjóra tekið plötuna upp. Hljómurinn er allt annar en á upprunalegu upptökunni, mun fínslípaðri og poppaðri. Það fór á endanum því svo að hljómsveitin varð sammála um að vera mjög ósátt við útkomuna og hvatti aðdáendur til að kaupa hana ekki, eins fáránlega og það hljómar. Að þeirra mati endurspeglaðist hinn sanni andi laganna ekki á plötunni. Samt er sú plata ekkert slor og er vafalaust ein eftirminnilegasta plata síns tíma. Stórkostleg plata, reyndar, en hefði hugsanlega getað orðið betri með hrárri og meira lifandi spilamennsku. Hún kom út ári eftir að Stone Roses gáfu út sína frægu Hún inniheldur hið fræga There She Goes, sem margir þekkja eflaust best í talsvert útþynntri poppútgáfu. Takið eftir því (ef þið smellið á tengilinn) hvað rödd Lee Mavers er flott - mátulega rám og hversdagsleg en full af ákefð. Hér er annað frábært lag af plötunni, Timeless Melody, og minnir mann rækilega á the Stone Roses. Platan þeirra kom hins vegar út ári eftir að Stone Roses höfðu slegið ræklega í gegn, þökk sé vandræðagangi bandsins í hljóðveri. Platan var tilbúin mörgum árum fyrr og reyndar eru til fleiri en tvær útgáfur af henni (þessu var ég að komast að nú á dögunum). Þeir hefðu getað verið stóri áhrifavaldurinn í Britpoppinu og hrundið af stað bylgjunni sem lá í loftinu (afturhvarf til sixties hljómsins). Þeir misstu sem sagt af lestinni og koma fyrir vikið alltaf til með að vera sem "költ" band sem fáir þekkja, eins konar neðanmálsgrein í sögu breskrar tónlistarsögu.
Eftir að ég fór að hlusta á þessa gömlu uppáhaldsplötu aftur rifjaðist upp með mér að ég var aldrei fyllilega sáttur við hana (þrátt fyrir að vera mjög hrifinn). Það var alltaf eitthvað sem ekki virkaði alveg. Það er fyrst núna eftir að ég hef hlustað á hina upptökuna til samanburðar, þessa sem næstum glataðist, að ég átta mig á því að stúdíóvinnan var sökudólgurinn. Opinbera útgáfan af plötunni er full fáguð og hljómurinn of hreinn. Það veldur því að lögin, sem enduróma samt sem áður í höfðinu, kalla ekki á endurtekna spilun. Það er því gríðarlegur fengur að fá upprunalegu plötuna. Hún býr yfir eldri hljómi sem virkar meira ekta og spilamennsku sem er mun afslappaðri og meira lifandi.
Svo fór ég að lesa mig til og sá að gagnrýnendur eru einmitt á þessari skoðun og tala margir um að hinn sanni hljómur plötunnar hafi helst verið fangaður í lifandi flutningi, hvort sem það var í útvarpsupptökum eða á sviði. Þá var auðvitað næsta skref að finna tónleikadisk með hljómsveitinni og útvarpsupptökur þeirra hjá BBC. Svo fann ég líka útgáfu af plötunni á netinu sem ég hafði ekki hugmynd um að væri til - svokallða "De Freitas Session" frá 1987! (platan var sem sagt nokkurn veginn tilbúin þremur áður en endanlega kom út). Þá kemur á daginn að hljómsveitin hafi gegnum tíðina oft reynt og aldrei náð að klára upptökuferlið á plötunni. Hún er sem sagt til í mörgum brotakenndum útgáfum undir handleiðslu ýmissa upptökustjóra. Síðan lagði hljómsveitin upp laupana, kannski fyrirsjáanlega, enda var hún, þegar á hólminn var komið, lömuð af fullkomnunaráráttu Lee Mavers.
mánudagur, júlí 23, 2012
föstudagur, júlí 13, 2012
Bækur: Bandaríkjastúdía
Ég hef verið að fræðast heilmikið um Bandaríkin að undanförnu. Þetta er eitt að mínum áráttukenndu áhugamálum sem koma upp öðru hvoru. Síðasta vetur var það stjörnuhiminninn (sjá Yfirlit yfir 2011), núna eru það Bandaríkin. Þetta áhugamál hófst, eins og stjörnuhiminninn, með því að ég keypti bók í Bandaríkjunum síðasta sumar (Fifty States: All You Need to Know) . Hún fjallar skipulega um fylki Bandaríkjanna og ber þau markvisst saman í nokkuð ítarlegum texta sem er þó ekki yfirgripsmeiri en svo að maður les sig til um hvert fylki á svona kortéri. Það er gott að grípa í þessa bók á milli verkefna. Nýlega bætti ég öðrum sambærilegum bókum í safnið mitt. Önnur þeirra er svona "coffe-table" bók, þ.e.a.s. stór og myndræn bók (The USA book) sem auðvelt er að detta inn í. Hún er verulega safarík, með hnitmiðaðan en stuttan texta og leggur áherslu á grípandi ljósmyndir og eftirminnilega uppsetningu. Að lokum keypti ég mér eina um daginn sem fókuserar á nokkur vel valin svæði innan marka Norður-Ameríku og spannar því Kanada og Mexíkó líka (The Traveller´s Atlas: North America). Í henni get ég lesið mig nánar til um ýmsa þjóðgarða og áhugaverða afkima (sem ekki koma fram í hinum bókunum). Þetta er bókin sem ég keypti sérstaklega fyrir bústaðaferðina og þurfti að dúsa í bakpokanum mínum lengst af. En hún rataði upp á borðið um síðir og reyndist afbragðslesning.
Það er stórhættulegt að byrja á svona nýju áhugasviði. Núna langar mig að lesa mig sérstaklega um frumbyggja Ameríku, renna yfir sögu forsetanna, gleyma mér í ævintýralegum frásögnum af könnun nýja heimsins og sökkva mér ofan í einstök svæði, fjallgarða og stórfljót. Grúsk er einhvers konar fíkn, en ólíkt efniskenndri fíkn þá hefur þetta þveröfug áhrif á heilann: Sá sem haldinn er fíkninni er líklegur til að mynda nýja tengingar í heilanum eftir því sem fíknin vex.
Það er stórhættulegt að byrja á svona nýju áhugasviði. Núna langar mig að lesa mig sérstaklega um frumbyggja Ameríku, renna yfir sögu forsetanna, gleyma mér í ævintýralegum frásögnum af könnun nýja heimsins og sökkva mér ofan í einstök svæði, fjallgarða og stórfljót. Grúsk er einhvers konar fíkn, en ólíkt efniskenndri fíkn þá hefur þetta þveröfug áhrif á heilann: Sá sem haldinn er fíkninni er líklegur til að mynda nýja tengingar í heilanum eftir því sem fíknin vex.
fimmtudagur, júlí 12, 2012
Bústaðardvöl: Að vera veikur í veðurblíðu
Það er gaman að vera til þessa dagana þegar veðrið leikur svona við mann. Ég undrast enn á þessari veðurblíðu og hef gert siðan ég tjáði mig um það í byrjun sumars. Síðan þá er liðinn einn og hálfur mánuður og vart dropi úr lofti allan tímann! Hvað er eignlega að gerast? Ísland er ábyggilega sólríkasta land Evrópu nú um mundir. Að minnsta kosti heyrir maður bara rigningarsögur af ferðum Íslendinga erlendis þessa dagana.
Um síðustu helgi gerðum við vel við okkur og skelltum okkur í bústað. Jón Már og fjölskylda höfðu reyndar frumkvæði að því og hvöttu okkur til að skella okkur í Melkorkuhús. Það var kominn tími til enda nokkuð langt liðið síðan síðast (hátt í tvö ár). Við tökum örlætinu að sjálfsögðu fagnandi. Það er mikill munaður að geta skotist fyrirhafnarlítið út fyrir borgarmörkin og notið þess að vera út af fyrir sig. Hins vegar var ég ferlega óheppinn. Einmitt þegar við ætluðum að njóta kyrrðarinnar í Þingvallasveit og nágrenni í friði og spekt varð ég hundslappur. Fór sem hálfur maður yfir heiði og uppgötvaði hinum megin, þegar á áfangastað var komið, að ég var kominn með háan hita. Það sem var enn kaldhæðnislegra var að Vigdís var fjarri góðu gamni í þetta skiptið - aldrei þessu vant (ég fór einn með Signýju og Hugrúnu) þannig að ég þurfti samt sem áður að standa mína plikt. Með stöðugan haustverk og hita- og kuldagusur til skiptis reyndist fyrsta nóttin mjög óþægileg. Maður strögglaði við að koma til móts við börnin en hélt sér þar fyrir utan bara til hlés, eftir því sem það var hægt. Bækurnar sem ég ætlaði að njóta í rólegheitunum (og keypti sérstaklega í tilefni af dvölinni) sátu ósnertar í bakpokanum í heila tvo sólarhringa. Það var ekki fyrr en þriðja daginn, sunnudaginn var, sem ég var farinn að vera nokkuð góður, þökk sé verkjatöflum og hitastillandi. Þá var stutt í brottför. Sunnudagskvöldið var hins vegar ákaflega notalegt og dregnar voru upp eðalbækur að hætti Þorsteins :-)
Þrátt fyrir slappleika og hita var það vel þess virði að skella sér austur. Við gerðum margt skemmtilegt. Við hittum mömmu, pabba, Beggu og börn, sem voru í árvissri óvissuferð í sveitinni og kíktum með þeim á Geysissvæðið. Þau komu auðvitað færandi hendi, vitandi af ástandi mínu, með lyf og hlý föt og annað í þeim dúr. Það var svo sannarlega lán að þau skyldu vera á ferðinni. Svo var dvölin nýtt til að skoða næsta nágrenni. Við höfðum til að mynda aldrei áður gefið okkur tíma til að skoða Kerið. Hugrún kunni ágætlega við "eldfjallið" og settist strax á ákjósanlegan stað í lótusstellingu. Signý hélt sig hins vegar fjarri barminum. Ég þurfti að sannfæra hana um að þetta væri öruggur staður áður en húnn tyllti sér varfærnislega við hlið systur sinnar. En svo áttum við annað "heimili að heiman", ef svo má segja. Við vissum af Ásdísi og Togga í nágrenni við Laugarvatn, þar sem fjölskylda Togga á land og hefur ræktað skjólsælan reit. Jörðin er við Apavatn og þar er algjör hitapottur á sólríkum dögum. Þar gátu stelpurnar unað sér í ærslafullum leik við Almar frænda á meðan ég lá á dýnu, orkulítill, og naut þess að vera utandyra við stofuhita. Í venjulegu veðri hefði kannski slegið að manni við að vera svona mikið á ferðinni en eins og lofthitinn hefur verið að undanförnu þá var tiltölulega lítið mál að ferðast lasinn og hanga meira eða minna utandyra. Bara notalegt.
fimmtudagur, júlí 05, 2012
Um gildi þess að geta skammað
Að endingu verð ég að setja eina færslu inn um Hugrúnu, svona til að gæta jafnræðis, en ég má líka til því hún tjáði sig svo skemmtileg um daginn. Þá kom hún upp að mér heima og faðmaði fótinn mjög innilega og sagði: "Það er gott að eiga pabba!". Mér fannst þetta auðvitað ósköp hlýlegt og sagði eitthvað fallegt til baka og faðmaði hana. Þá spurði hún: "Er gaman að vera fullorðinn?". Ég hugsaði mig um andartak og sagði svo diplómatískt: "Já, stundum". Vissi eiginlega ekki hvernig ég átti að svara þessu. Þá sagði hún til baka: "Já, maður getur skammað og svoleiðis!"
Þær eru mjög ólíkar systurnar að mörgu leyti. Þarna kristallast einn munurinn: Hugrún vill verða stór sem fyrst en Signý saknar þess vera "lítil" (hún hefur stundum horft með söknuði á myndir af sjálfri sér eins árs og verður svolítið meyr). Til dæmis hefur Hugrún oft óskað eftir því að fara í skólann til Signýjar og finnst leikskólaverkefnin nógu verðug en Signý saknar öryggisins sem hún upplifði í leikskóla. Líklega er það mjög eðlilegt að finnast grasið grænna hinum megin, sérstaklega þegar systir manns er þar. En maður verður samt var við ríkari tilhneigingu hjá Hugrúnu til að sækjast eftir sjálfstæði. Hún vill langoftast gera hlutina sjálf (ef hún er ekki þeim mun þreyttari). Ef manni verður á að aðstoða hana á hún það til að pirrast, aflaga það sem maður gerði og byrja upp á nýtt. Hún fer stundum út úr bílnum og inn aftur, bara af því maður lyfti henni í hugsunarleysi. Svo finnst henni greinilega tilhlökkunarefni að vera fullorðin, vera við stjórnvölinn og "geta skammað og svoleiðis" :-)
Þær eru mjög ólíkar systurnar að mörgu leyti. Þarna kristallast einn munurinn: Hugrún vill verða stór sem fyrst en Signý saknar þess vera "lítil" (hún hefur stundum horft með söknuði á myndir af sjálfri sér eins árs og verður svolítið meyr). Til dæmis hefur Hugrún oft óskað eftir því að fara í skólann til Signýjar og finnst leikskólaverkefnin nógu verðug en Signý saknar öryggisins sem hún upplifði í leikskóla. Líklega er það mjög eðlilegt að finnast grasið grænna hinum megin, sérstaklega þegar systir manns er þar. En maður verður samt var við ríkari tilhneigingu hjá Hugrúnu til að sækjast eftir sjálfstæði. Hún vill langoftast gera hlutina sjálf (ef hún er ekki þeim mun þreyttari). Ef manni verður á að aðstoða hana á hún það til að pirrast, aflaga það sem maður gerði og byrja upp á nýtt. Hún fer stundum út úr bílnum og inn aftur, bara af því maður lyfti henni í hugsunarleysi. Svo finnst henni greinilega tilhlökkunarefni að vera fullorðin, vera við stjórnvölinn og "geta skammað og svoleiðis" :-)
Orðapæling: Kirtill breytir um nafn
Signý virðist eitthvað vera að braggast þessa dagana. Hún er stundum kvíðin við vissar aðstæður en er farin að borða betur. Hún kvíðir auðvitað pínulítið fyrir aðgerðinni en þær mæðgur hafa spjallað svolítið um hana og hún vill vera viss um að við séum hjá henni allan tímann og bíðum eftir að hún vakni.
Núna í gær var hún hins vegar hin hressasta og var úti að leika sér með systur sinni. Þá var hringt í mig og Signý fékk að spjalla um stund. Þá heyrði ég hana segja þegar hún kynnti sig: "Nei, ég er ekki hoppandi og skoppandi Signý. Ég er Signý Sól - með of stóran kyrkil".
Tvö orð krefjast útskýringar. Annars vegarað Signý er farin að kalla sig Signý Sól. Það er hennar eigin sjálfsprottna nafngift sem hún hefur þróað með sér í vetur. Okkur hinum finnst það passa ágætlega við hana. Það hefur alltaf verið bjart yfir henni sem persónu. Hún er að kynnast sjálfri sér sem meiri einstaklingi en áður eftir að hún byrjaði í Grandaskóla og þetta er eflaust hluti af sjálfstæðisyfirlýsingu hennar. Okkur finnst hún vera að finna sig mjög skemmtileg sem "karakter" og var farin að vera öruggari með sig eftir því sem leið á veturinn (þar til í vor, eins og ég minntist á í síðustu færslu).
En svo er það hitt orðið sem varð kveikjan að því að ég setti inn þessa færslu: Kyrkill!. Það er mjög lógískt að hún skuli misskilja orðið með þessum hætti. Hálskirtillinn er einmitt það sem hefur verið að valda henni andþrengslum að undanförnu. Hvað getur hann heitið annað en "kyrkill"?
Núna í gær var hún hins vegar hin hressasta og var úti að leika sér með systur sinni. Þá var hringt í mig og Signý fékk að spjalla um stund. Þá heyrði ég hana segja þegar hún kynnti sig: "Nei, ég er ekki hoppandi og skoppandi Signý. Ég er Signý Sól - með of stóran kyrkil".
Tvö orð krefjast útskýringar. Annars vegarað Signý er farin að kalla sig Signý Sól. Það er hennar eigin sjálfsprottna nafngift sem hún hefur þróað með sér í vetur. Okkur hinum finnst það passa ágætlega við hana. Það hefur alltaf verið bjart yfir henni sem persónu. Hún er að kynnast sjálfri sér sem meiri einstaklingi en áður eftir að hún byrjaði í Grandaskóla og þetta er eflaust hluti af sjálfstæðisyfirlýsingu hennar. Okkur finnst hún vera að finna sig mjög skemmtileg sem "karakter" og var farin að vera öruggari með sig eftir því sem leið á veturinn (þar til í vor, eins og ég minntist á í síðustu færslu).
En svo er það hitt orðið sem varð kveikjan að því að ég setti inn þessa færslu: Kyrkill!. Það er mjög lógískt að hún skuli misskilja orðið með þessum hætti. Hálskirtillinn er einmitt það sem hefur verið að valda henni andþrengslum að undanförnu. Hvað getur hann heitið annað en "kyrkill"?
Signý: Þrúgandi vanlíðan af völdum hálskirtla
Ég sé að fátt var um færslur í síðasta mánuði. Það má skýrast með ýmsu móti. Meðal annars var ég sjálfur svo upptekinn við að horfa á fótboltann að lítill frítimi gafst þar fyrir utan. Svo komu veikindi upp á heimilinu af ýmsu tagi, bæði hjá Vigdísi (án þess að ég fari út í það hér) og Signýju. Signýju fór að líða illa þegar leið á vorið. Hún gerðist kvíðin við vissar aðstæður og vildi alls ekki fara inni í skólabygginguna á allra heitustu og sólríkustu vordögunum. Henni fannst skólinn þrúgandi og upplifði mjög sterka köfnunartilfinningu. Í ljós kom að hún var með mjög bólgna hálskirtla sem stuðluðu mjög að þessari tilfinningu. Hún hefur verið matgrönn undanfarnar vikur og bæði viðkvæm og grátgjörn í leiðinni.
Við fórum til sérfræðings með hana í mánuðinum sem leið og lýstum bæði líkamlegri líðan hennar og þeirri þráhyggjukenndu flóttatilhneigingu sem við höfum orðið vör við. Hegðunarmynstrið tengist sterklega "köfnun" því hún vill alltaf hafa opinn glugga alls staðar þar sem hún kom, á erfitt með að kyngja, vill ekki fara með höfuð í kaf í sundi, fríkar út ef hún er hulin teppi og vill alls ekki að aðrir en hún smeygi bol eða peysu yfir höfuðið á henni. Hún á meira að segja erfitt með að vera ein inni í sínu eigin herbergi jafnvel þó hún viti af öðrum fjölskyldumeðlimum hinum megin við vegginn. Þetta hefur truflað hana félagslega og valdið henni óþarfa kvíða að mörgu leyti. Hún var til dæmis hrædd við að fara í strætó eftir að hafa orðið bílveik í rútuferð (á sólríkum degi) og óttaðist stöðugt að "kafna". Alls staðar þar sem hún kom í heimsókn byrjaði hún á að tryggja sér að hafa aðgang að opnum glugga. Hún á erfitt með að tyggja og vill stundum spýta matnum út úr sér. Um daginn var henni boðið í heimsókn til vinkonu sinnar en hringdi svo hálftíma síðar hágrátandi af því vinkona hennar skammaði hana fyrir að þurfa að þurfa að skyrpa matnum sem þær fengu. Þetta hefur þróast með tímanum upp í einhvers konar félagsfælni því hún óttast að mæta ekki skilningi á líðan sinni þar sem hún er sem gestur hverju sinni. Hún vildi til að mynda fara með mér heim úr afmæli hjá sameiginlegri vinkonu þeirra Hugrúnar af því "mamma hennar talar ekki íslensku". Það var nóg til að hún varð óörugg (Hugrún var hins vegar sátt allan tímann, lét þetta ekki trufla sig, og kláraði veisluna eins og vera ber.) Í frístundaheimilinu sem Signý sækir þessa dagana hefur oft borið á aðskilnaðarkvíða hjá henni og hún miklar fyrir sér verkefni dagsins (sundferð, húsdýragarðinn og annað í þeim dúr).
Lækirinn samþykkti út frá samtali við okkur Vigdísi, samfara hálsskoðun, að panta tíma fyrir hana í hálskirtlatöku seinni partinn í ágúst. Hann þurfti að hugsa sig um því þetta er aldrei gert að óþörfu. Til þess þarf að uppfylla tvö af þremur skilyrðum:
a) Kirtlarnir trufla næringarinntöku
b) Valda kæfisvefni
c) raska hegðun í daglegu lífi
Við getum hæglega skrifað undir a) og c) og stundum truflar hálsinn hana í svefni líka. Röskunin er orðin umtalsverð og krakkarnir eru jafnvel farnir að sniðganga hana í frístundaheimilinu þegar henni líður hvað verst (og tekur grátköst). Við óttumst að frekari þráhyggja og fælni kunni að myndast út frá þessari vanlíðan ef ekki verður gripi inn í fljótlega. Hún þarf að vera spræk og tilbúin í skólann næsta vetur.
Við fórum til sérfræðings með hana í mánuðinum sem leið og lýstum bæði líkamlegri líðan hennar og þeirri þráhyggjukenndu flóttatilhneigingu sem við höfum orðið vör við. Hegðunarmynstrið tengist sterklega "köfnun" því hún vill alltaf hafa opinn glugga alls staðar þar sem hún kom, á erfitt með að kyngja, vill ekki fara með höfuð í kaf í sundi, fríkar út ef hún er hulin teppi og vill alls ekki að aðrir en hún smeygi bol eða peysu yfir höfuðið á henni. Hún á meira að segja erfitt með að vera ein inni í sínu eigin herbergi jafnvel þó hún viti af öðrum fjölskyldumeðlimum hinum megin við vegginn. Þetta hefur truflað hana félagslega og valdið henni óþarfa kvíða að mörgu leyti. Hún var til dæmis hrædd við að fara í strætó eftir að hafa orðið bílveik í rútuferð (á sólríkum degi) og óttaðist stöðugt að "kafna". Alls staðar þar sem hún kom í heimsókn byrjaði hún á að tryggja sér að hafa aðgang að opnum glugga. Hún á erfitt með að tyggja og vill stundum spýta matnum út úr sér. Um daginn var henni boðið í heimsókn til vinkonu sinnar en hringdi svo hálftíma síðar hágrátandi af því vinkona hennar skammaði hana fyrir að þurfa að þurfa að skyrpa matnum sem þær fengu. Þetta hefur þróast með tímanum upp í einhvers konar félagsfælni því hún óttast að mæta ekki skilningi á líðan sinni þar sem hún er sem gestur hverju sinni. Hún vildi til að mynda fara með mér heim úr afmæli hjá sameiginlegri vinkonu þeirra Hugrúnar af því "mamma hennar talar ekki íslensku". Það var nóg til að hún varð óörugg (Hugrún var hins vegar sátt allan tímann, lét þetta ekki trufla sig, og kláraði veisluna eins og vera ber.) Í frístundaheimilinu sem Signý sækir þessa dagana hefur oft borið á aðskilnaðarkvíða hjá henni og hún miklar fyrir sér verkefni dagsins (sundferð, húsdýragarðinn og annað í þeim dúr).
Lækirinn samþykkti út frá samtali við okkur Vigdísi, samfara hálsskoðun, að panta tíma fyrir hana í hálskirtlatöku seinni partinn í ágúst. Hann þurfti að hugsa sig um því þetta er aldrei gert að óþörfu. Til þess þarf að uppfylla tvö af þremur skilyrðum:
a) Kirtlarnir trufla næringarinntöku
b) Valda kæfisvefni
c) raska hegðun í daglegu lífi
Við getum hæglega skrifað undir a) og c) og stundum truflar hálsinn hana í svefni líka. Röskunin er orðin umtalsverð og krakkarnir eru jafnvel farnir að sniðganga hana í frístundaheimilinu þegar henni líður hvað verst (og tekur grátköst). Við óttumst að frekari þráhyggja og fælni kunni að myndast út frá þessari vanlíðan ef ekki verður gripi inn í fljótlega. Hún þarf að vera spræk og tilbúin í skólann næsta vetur.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)