föstudagur, ágúst 10, 2012
Pæling: Uppgjör við tapið í London
Þá er það opinbert: Liðin sem við unnum í okkar riðli í handboltanum eru að keppa til úrslita á ólympíuleikunum. Þetta má líta á sem svekkelsi út af fyrir sig en það má líka sjá þetta sem hvatningu. Frammistaða liðsins í riðlinum, með hliðsjón af niðurstöðu mótsins, sýndi það og sannaði að liðið hafði alla burði til að sigra. Þeir misstigu sig bara á versta tíma. Núna geta þeir hins vegar horft á verðlaunapallinn og sagt með sjálfum sér: Þarna eigum við heima! Og þeir vita að það er engin ímyndun. Eftir að hafa nagað sundur handarbökin (sem ég veit að þeir hafa gert) eiga þeir svo sannarlega að geta gengið stoltir frá mótinu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli