Í dag fór Hugrún í leikskólann á ný. Ég sofnaði hálfpartinn á verðinum og áttaði mig fyrst á því seinni partinn í gær að leikskólastarfið væri að hefjast. Leyfði mér fyrir vikið að taka því rólega í morgun, horfði á leikinn umrædda og leyfði stelpunum að dunda sér í tölvunni á meðan. Hún fór ekki í leikskólann fyrr en eftir hádegi í dag.
Það mun taka smá tíma að snúa svefnrútínunni aftur. Þær voru farnar að sofna upp úr tíu og vakna níu að morgni. Voða kósí hjá okkur í sumar. Ég hugsa að við vöknum rólega næstu tvo daga, enda helgi framundan.
Dagurinn í dag markaði önnur þáttaskil: Það kom bæði rok og rigning! Þetta er eiginlega fyrsti alvöru rigningardagurinn í allt sumar. Með kvöldmyrkri ágústmánaðar finnur maður rækilega fyrir návist haustsins. Eftir sólríkasta sumar í manna minnum má segja að veðurguðirnir hafi vottað okkur samúð eftir tapið í morgun með bæði dimmum og drungalegum degi.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli